Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 38

Morgunblaðið - 03.05.2014, Síða 38
38 MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Kær mágkona mín og vinkona, Áslaug Thorla- cius, hefur nú kvatt okkur, sam- ferðafólk sitt, eftir langa og við- burðaríka æviferð. Hún var einstök persóna og eftirminnileg, greind, góðviljuð og glaðleg í við- móti. Ég sá hana fyrst er ég var unglingur að sumarlagi á Laugum Áslaug Thorlacius ✝ Áslaug fæddist21. nóvember 1911 að Fremsta- felli í Köldukinn í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún lést 16. apríl 2014. Útför Áslaugar fór fram frá Ás- kirkju 29. apríl 2014. í S-Þingeyjarsýslu. Þar voru komin börn að sunnan til sumar- dvalar og með þeim skólastjórinn Sig- urður Thorlacius og fjölskyldan, en mér datt ekki í hug að unga stúlkan sem fylgdi börnunum þremur væri annað en barnfóstran, en þegar til kom var þetta skólastjórafrúin sjálf úr Reykjavík. Síðan hefi ég kynnst henni nán- ar og tengst fjölskylduböndum. Hún var einstök kona og merki- leg. Hún fór til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni einn vetur, en sú skólaganga reyndist henni vel. Hún kynntist mannsefni sínu þar, Sigurði Thorlacius, sem síðar varð skólastjóri Austurbæjarbarna- skóla í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn, sem öll hafa orðið mætir þjóðfélagsþegnar og reynst henni ómetanleg á langri lífs- göngu. Hún varð fyrir því mikla áfalli að missa mann sinn skyndilega frá börnunum ungum. En hún sýndi mikinn dugnað og barðist áfram af æðruleysi, svo þau fengju mennt- un eftir því sem hugur þeirra stóð til. Hún hafði nokkra kostgangara í fæði, en kunni þó lítið að græða á því, svo að lífsbaráttan var erfið á stundum. Áslaug var víðlesin og marg- fróð. Hún lærði bæði ensku og frönsku, mest af sjálfri sér eða af því að lesa með börnum sínum, er þau stunduðu sitt nám, svo að hún las sér til ánægju erlendar bók- menntir, jafnframt því sem hún stundaði heimilisverkin. Lengi veittist henni örðugt að afla sér at- vinnu eftir að hún missti manninn, þar sem hún hafði engin próf sem réttindi veittu, en úr því rættist nokkuð þegar hún fékk starf á Þjóðskjalasafninu við að vélrita manntöl og kirkjubækur til að hlífa þeim við volki fræðimanna. Kunnugir hafa tjáð að þessar upp- skriftir Áslaugar séu bæði furðu miklar að vöxtum og frábærar að nákvæmni. Og þessi störf Áslaug- ar á Þjóðskjalasafni færðu henni ekki aðeins nokkra björg í bú heldur einnig marga nýja vini sem héldu tryggð við hana ævilangt. Þegar ég kom til Reykjavíkur í skóla var bróðir minn þar fyrir í fæði hjá Áslaugu og féll ég nú sjálfkrafa í sama farveg og get ekki nógsamlega lofað það að komast undir verndarvæng Ás- laugar og fá að njóta fróðleiks hennar, vináttu og skemmtunar. Síðar urðu tengsl okkar enn nánari með mágsemdum, og ég lærði betur og betur að meta gáf- ur hennar og þekkingu. Það má með sanni segja að hún var hvers manns hugljúfi sem henni kynnt- ist. Hún var síglöð og tók með jafnaðargeði jafnt barnaþrasi sem hinni dýpstu sorg. Hún hélt gáfum sínum óskertum fram í háa elli þótt hún væri nokkuð farin að let- jast síðustu árin, en hún var komin á þriðja ár yfir tírætt þegar hún lést. Til dauðadags hvíldi hún æv- inlega með bók ofan á sænginni sinni. Við sendum börnum hennar og öllum afkomendum innilegar sam- úðarkveðjur. Sigríður Kristjánsdóttir. Nú er tími til að þakka. Síðasta mamman í vinkvennahópnum hef- ur kvatt og flogið til fegurri heima. Henni Áslaugu hefur ekki verið erfitt um vik að taka flugið eins lauflétt og hún var orðin enda ald- urinn hár, 102 ár. Mömmurnar okkar skipuðu auðvitað stóran sess í lífi okkar allra sem bundust vináttuböndum á unglingsárum og höfum haldið hópinn síðan. Ás- laug var yngsta mamman og lifði lengst. Hún tók okkur alltaf opn- um örmum og var lengi ungleg, hláturmild og létt á fæti. Stóra myndin af Sigurði, sem hékk á veggnum, minnti þó á sorg- ina sem setti mark sitt á heimilið þegar faðirinn féll frá og Áslaug varð ung ekkja með fimm börn. Hann var stóra ástin í lífi hennar og fyrirmynd barnanna þeirra. Nú er tími til að þakka ómet- anlega vináttu Höddu og hennar fólks en samfagna Áslaugu ef hún fær að hitta Sigurð sinn aftur á einhvern þann hátt sem við getum ekki skilið – bara vonað. Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir. Ég ákvað að skrifa nokkrar lín- ur um Guðrúnu Einarsdóttur vegna þess hve þakklátur ég hef alltaf verið henni og mann- inum hennar, Elíasi Jónssyni heitnum. Guðrún Einarsdóttir ✝ Guðrún Ein-arsdóttir fædd- ist 16. desember 1921. Hún lést 30. mars 2014. Útför Guðrúnar fór fram 10. apríl 2014. Þegar ég ákvað að hefja nám í Stýrimannaskóla Íslands í Reykjavík árið 1962 var ég svo einstaklega heppinn að fá leigt forstofuherbergi, sem tilheyrði íbúð- inni þeirra í Skip- holti 32. Ekki nóg með það, ég gerðist kostgangari þeirra líka. Þá var mér borgið þennan einn og hálfa vetur. Var reynd- ar ekki sá fyrsti og ekki sá síð- asti, en hún Gunna mín í Skipó sagði mér oft að helst vildi hún bara Sjómannaskólastráka. Þegar hún sagði þetta geislaði hún af glettni og hlýju en af þessu tvennu átti hún nóg. Á þessum haustdögum hófst vin- átta og væntumþykja sem ent- ist ævina alla. Þau Elías og Gunna voru bæði skemmtileg og vitur og strax fór mér að þykja jafnvænt um þau og for- eldra mína. Annað var ekki hægt. Um þrítugt eignaðist ég tvo syni. Sá eldri hlaut nafn föður míns en sá yngri heitir Elías. Annað kom ekki til greina. Guðmundur, sonur Gunnu og Ella, kom oft í her- bergið til mín á þessum tíma. Þá var hann 7-8 ára gamall. Hann er vinur minn enn í dag þrátt fyrir allmikinn aldurs- mun. Fljótlega eftir að Elías lést seldi Gunna íbúðina sína í Skip- holti og flutti í blokkina á Afla- granda 40. En það var alveg sama hvar hún átti heima, hún var alltaf fyrir mér hún „Gunna í Skipó“. Hún hringdi oft til okkar hjónanna og aldrei fór ég til Reykjavíkur án þess að heimsækja Guðrúnu mína og alltaf var jafnnotalegt og gott að koma í hennar hús. Sumum fylgir alltaf eitthvað gott. Oft er sagt að vinátta sé gulls ígildi. Vinátta Guðrúnar var mér eitt- hvað miklu, miklu meira. Að endingu vil ég lauma að þökkum mínum til frænku minnar, Dóru Wíum, en hún reyndist Guðrúnu einstaklega vel. Þær töluðu saman á hverj- um degi. Sendi Guðmundi Elí- assyni og fólkinu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Wíum. Nú er hann elsku afi okkar dáinn. Við hefðum viljað að hann hefði lifað lengur, en hann var orðinn svo lasinn að hann var sáttur við að fara. Hann fæddist í torfbæ sem okkur finnst rosa skrítið. Það var og er alltaf gam- an að koma á Sauðárkrók en við eigum eftir að sakna þess að afi Sverrir Björnsson ✝ Sverrir Björns-son fæddist 31. desember 1935. Hann lést 31. mars 2014. Útför Sverris fór fram 11. apríl 2014. sé ekki lengur þar. Afa fannst gaman að syngja og var í mörgum kórum. Afi reykti stundum pípu en stóð alltaf úti þótt það væri kalt. Afi var alltaf rosa góður við okk- ur og við söknum hans rosalega mik- ið. Við (Erna og Eyjólfur) vitum að við sjáum hann ekki aftur, en Atli Björn (litli bróðir) skilur það ekki alveg. Bless, elsku afi. Erna Sólveig, Eyjólfur Andri og Atli Björn Sverrisbörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GEIRS ÞÓRÐARSONAR bókbindara, Norðurbrún 1. Gunnar Þ. Geirsson, Anna G. Hafsteinsdóttir, Bjarni Geirsson, Þuríður Björnsdóttir, Þórður Geirsson, Erna Valdimarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar STEINUNNAR M. STEPHENSEN. Guðrún M. Stephensen og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýjar kveðjur vegna fráfalls og útfarar BENEDIKTS STEFÁNSSONAR, Sérstakar þakkir til Guðlaugar Hestnes og Karlakórsins Jökuls fyrir þeirra óeigingjarna starf. Einnig fær starfsfólk HSSA þakkir fyrir frábæra umönnun. Valgerður Sigurðardóttir, börn og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, afa, tengdaföður, sonar, bróður, tengda- sonar og mágs, SVAVARS SÆMUNDAR TÓMASSONAR rafeindavirkja, Hamratanga 15. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig Raymondsdóttir. Það var fyrir 26 árum eða í maí 1988 sem ég kynntist Manuel uppstoppara fyrst eða þegar hann flutti með starfsemi sína í húsið þar sem ég hafði vinnustofu mína á Kleppsmýrarvegi 8. Þar fór hann að stoppa upp dýr, fugla og fiska. Manuel kom hingað til lands í upphafi til þess að vinna við Ís- lenska dýrasafnið sem var til húsa í Breiðfirðingabúð sem stóð við Skólavörðustíg í stóru bakhúsi. Síðan vann hann mörg ár á Nátt- úrugripasafninu við uppstoppun. En þarna um árið 1988 ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki og varð það þess til að leiðir okkar lágu saman. Það varð strax gott á milli okkar og urðum við vinir upp frá því. Við fórum að drekka saman í kaffitím- um, ég mitt te og Manuel sitt kaffi, og það var mikið skeggrætt um landsmálin og heimsmálin og vor- um við stundum sammála og stundum ekki. En það breytti ekki neinu; við tókum alltaf upp þráð- inn þegar við hittumst næst. Við ræddum einnig um lífið og til- veruna og um listirnar enda var Manuel mjög listrænn maður og áhugasamur um listir en myndlist- in stóð okkur báðum nærri. Hann þekkti vel til málara Spánar og Manuel Arjona Cejudo ✝ Manuel ArjonaCejudo fæddist 1. október 1948. Hann lést 30. mars 2014. Útför Manu- els fór fram 10. apríl 2014. einnnig annarra landa. Manuel sagði mér einu sinni að hann hefði hitt Salvador Dali í eigin persónu þegar hann var að læra hamskurð í Barcelona sem ung- ur maður. Þannig vildi til að Dali hafði komið með heilt tígr- isdýr til uppstoppun- ar til hamskerans sem Manúel var að læra hjá og þegar stundir liðu og dýrið var tilbúið kom Dali að sækja tígrisdýrið. Það kom í hlut lærlinganna að rogast með dýrið niður í bíl sem stóð fyrir utan hús- ið. Þeir tóku allir lyftuna niður þannig að þar var Manúel með Dali í lyftu ásamt uppstoppuðu tígrisdýri, alveg hreint súrrealísk uppákoma. Ég held að þetta uppstoppaða tígrisdýr sé ennþá á heimili Dalis í litla sjávarþorpinu fyrir utan Barcelona þar sem Dali byggði sér sína súrrealísku veröld. Þessi saga hefur alltaf setið í mér og mér fundist hún merkileg og hef verið stoltur af að þekkja mann frá Spáni sem hafði hitt Dali í lifanda lífi. Það fór alltaf vel á með okkur Manúel og vináttan var einlæg og umhyggjusöm á báða bóga og með þessum orðum kveð ég vin minn sem hélt reisn sinni allan tímann sem hann barðist við sjúkdóm sinn og sendum við Jenný aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Þórir. Örfáum dögum áður en amma Maddý lést heimsótti ég hana á Landspítalann. Mamma og Sigurþór frændi voru þar líka og amma lék á als oddi. Þó í hvert sinn sem hún heyrði eitthvert þrusk spurði hún okkur hvort „einhver“ væri að koma og leit vonglöð í átt að hurðinni. Þessi „einhver“ sem amma mín beið eftir var eng- inn annar en afi minn, Guð- Margrét Magnúsdóttir ✝ Margrét Magn-úsdóttir fædd- ist 9. febrúar 1928, hún lést 30. mars 2014. Guðmundur Sigurþórsson fædd- ist í Reykjavík 26. nóvember 1927, hann lést 2. apríl 2014. Útför Margrétar og Guðmundar fór fram 11. apríl 2014. mundur. Kvöld- matartíminn var liðinn og næstum kominn háttatími og amma vissi að Guðmundur kæmi von bráðar, líkt og hann gerði öll kvöldin og nær all- an sinn vökutíma í tæpar tíu vikur meðan á spítalad- völ hennar stóð þrátt fyrir að amma segði hon- um að það væri nú óþarfi að vera að vesenast þetta út af henni, alla leiðina úr Grafar- voginum. Spítaladvöl ömmu varð til þess að ég sá afa minn í fyrsta sinn með verulegan hárlubba og meira að segja stundum með skeggbrodda. Þetta kvöld hins vegar mætti kappinn reffilegur á svæðið nýklipptur, snyrtur og sætur. Við mamma og Sigurþór hváðum en ég var mjög ánægð að sjá aftur afa minn eins og ég þekkti hann best, alltaf spikk og span. Í ljós kom að uppátækið var mömmu að þakka því hún hafði bent honum á lubbann nokkrum dögum áður og eftir sjálfstæða umhugsun komst afi á sömu skoðun og lét verða af klippingunni. Amma var yf- ir sig glöð þegar hún sá hann og þakkaði honum og dóttur þeirra vel fyrir. Hún gat vart tekið augun af honum þar sem hann stóð við hlið hennar og hlustaði og ræddi við okkur hin. Hún fór meira að segja að skellihlæja að einhverri sögu Sigurþórs en rétt svo leit í átt til hans áður en hún sneri sér aftur að sínum ektamanni. Al- veg sama hvaða þrusk heyrðist eftir að afi mætti á svæðið, amma spurði ekkert hvort „einhver“ væri að koma. Tveimur dögum seinna fór ég aftur í heimsókn til ömmu. Afi sat við hlið hennar þegar ég kom inn og sagði mér að hún væri að mestu búin að sofa í dag. Ég stóð hálffeimin við rúmið hennar og vissi ekki alveg hvað ég átti við sjálfa mig að gera. Líkt og hann læsi hugsanir mínar gekk afi til mín og leiddi hönd mína að hennar og sagði að ömmu þætti gott að vita af mér nærri sér. Amma lést daginn eftir. Þegar svo afi kvaddi þennan heim svo stuttu eftir andlát hennar leitaði hugur minn skýringa en hjartað mitt vissi að amma þyrfti nú ekki lengur að hlusta eftir þruskinu því afi var kominn yfir til hennar þar sem hann á heima. Ég er heppin að hafa átt svo yndislega ömmu og afa sem gerðu allt sem þau gátu til að mér og mínum liði vel. Ég er þakklát fyrir allar yndislegu minningarnar sem þau hafa gefið mér. Ég er þakklát fyrir að hafa alltaf haft þau nærri mér og ég er þakklát fyrir að geta alltaf borið þau í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Ég hlakka til að hitta þau aftur hinum megin, þegar minn tími kemur, en þangað til verð ég að kveðja með þökk fyrir allt, mín elsku besta amma Maddý og minn besti afi Guðmundur. Nanna Björk Rúnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.