Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 46

Morgunblaðið - 03.05.2014, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2014 Börnum á öllum aldri er boðið að hlusta á álfasögur í „silfurhelli“ sýningarinnar Silfur Íslands á morgun, sunnudag, kl. 14. „Börnin fá síðan höfuðljós og slökkt verður á ljósum í Bogasal þar sem dýr- gripir silfurhellisins verða skoðaðir undir leiðsögn safnkennara.Við- burðurinn er liður í Barnamenning- arhátíð,“ segir í tilkynningu. Þrem- ur sýningum barna í safninu lýkur á morgun. Þjóðminjasafnið býður ókeypis barnaleiðsögn fyrsta sunnudag í mánuði yfir vetrarmán- uðina en þetta er síðasta barnaleið- sögnin þar til í haust. Morgunblaðið/Kristinn Leiðsögn Börn með höfuðljós í Þjóð- minjasafninu þar sem leiðsögn verður. Álfasögur í Þjóðminjasafninu Natalie Merchant er uppáhalds- söngkonan mín. Engin söngkona hefur komist jafn langt inn í kvikuna í mér og hún. Það er eitthvað við þessa rödd hennar sem á í mér hvert bein. Dimm og nokk djúp (eins og þær voru margar er Merchant steig fyrst fram á níunda áratugnum; Tracy Chapman, Tanita Tikaram o.fl.) og oft teygir Merchant drama- tískt á henni, lætur hana titra á áhrifaríkan hátt og fer jafn létt með að syngja háar, tilfinningaþrungnar nótur og dýpri, íhugulli parta, þar sem hún virðist meira tala en syngja. Röddin er í grunninn löng- unarfull og sorgbundin (kannski er það sá eiginleiki sem er að ná svona til mín) en þó er það viss þverstæða sem sveipar hana mestu göldrunum. Röddin er nefnilega tær og saklaus, barnsleg á stundum en um leið er eins og hún komi frá konu sem er hokin af reynslu. Í þessari litlu hnátu var greinilega gömul sál. Brjálæðingur Eftir helgina kemur sjötta sóló- plata Merchant út. Það er hið virta útgáfufyrirtæki Nonesuch Records sem gefur út en það stóð einnig að síðustu plötu, hinni metnaðarfullu Leave Your Sleep (2010). Áður við höldum til móts við plötuna nýju er þó nauðsynlegt að varpa nokkru ljósi á feril Merchant. Hún kom fyrst fyrir sjónir (og eyru) okkar sem meðlimur háskólarokkssveit- arinnar 10.000 Maniacs sem var á meðal forvígissveita gáfumanna- poppsins svokallaða. Smiths, Lloyd Cole og Housemartins sáu um slíkt í Bretlandi á meðan R.E.M., Suzanne Vega, Indigo Girls og 10,000 Mani- acs sáu um að vera alvarleg hinum megin við hafið. „Brjálæðingarnir“ náðu hæstu hæðum með plötunni In my Tribe (1987) og voru áberandi í áðurnefndum fræðum nokkuð fram á tíunda áratuginn (einhver fjölmið- illinn kallaði Merchant „Madonnu hins hugsandi manns“). Merchant sagði hins vegar skilið við sveitina árið 1993 og hóf sólóferil. Fyrsta plata hennar af því taginu, Tigerlily, kom út 1995 og seldist vonum fram- ar. Þessi árangur var þó að mestu bundinn við Bandaríkin. Fleiri plöt- ur fylgdu en síðasta plata hennar með frumsömdu efni eingöngu kom út árið 2001 (Motherland). Í kjölfar- ið sagði hún skilið við útgáfuna sína, Elektra Records, og poppheiminn um leið. Hún fór þess í stað að rækta garðinn sinn í Hudson-dalnum þar sem hún býr (í New York fylki) og tónlistinni hefur hún veitt í jað- arbundin verkefni eins og heyra má m.a. á þjóðlagatónlistarplötunni The House Carpenter’s Daughter (2003) og áðurnefndri Leave your Sleep sem inniheldur tónlist við ljóð þekktra og óþekktra skálda. Eigin rödd Merchant segir í kynning- armyndbandi sem hangir uppi á Nonesuch síðunni að hún hafi verið farin að finna hjá sér þörf til að koma eigin tónlist og textum út. Að platan heiti eftir henni sjálfri sé engin tilviljun þar sem hún finni í fyrsta skipti fyrir raunverulegu ör- yggi í garð þess sem hún er og get- ur. „Hér áður fyrr var togað í mann úr öllum áttum og ég hafði litla til- finningu fyrir því, þannig lagað, hver ég raunverulega var,“ segir hún. „En ríkari skilningur á slíku kemur óhjákvæmilega með aldr- inum, reynslunni. Það er fyrst þá sem maður getur þekkt „eigin rödd“. Virginia Woolf sagði að Mrs. Dalloway væri fyrsta bókin sem hún hefði skrifað með þessari rödd og þá var hún 43 ára.“ Merchant segir þá að ævikvöld manneskjunnar sé og til umfjöllunar. „Ég var hugsi yfir því hvernig manneskja eins og ég eldist í þess- um bransa. Ég er að starfa í heimi sem hefur lítið rúm fyrir eldri konur en það er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að gera hlutina af reisn og heiðarleika. Ég hef ekki áhuga á öðru í dag, með tónlistinni, en að reyna að vera sönn. Það er það eina sem ég hef vald yfir þegar allt kem- ur til alls.“ Hrein Natalie Merchant er „fögur með frjóvgun hreina“. Í dag segist hún aðeins hafa áhuga á því að vera sönn. Allt eins og blómstrið eina  Natalie Merchant, fyrrum söngkona 10,000 Maniacs, gef- ur út plötu  Sú fyrsta með frumsömdu efni í þrettán ár TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is »Röddin er nefnilegatær og saklaus, barnsleg á stundum en um leið er eins og hún komi frá konu sem er hokin af reynslu. einstakt eitthvað alveg STOFNAÐ1987 | S k i p h o l t 5 0 S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s VA XTALAUS M ál ve rk : A u ð u r Ó la fs d ó tt ir Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 4. maí kl. 14: Barnaleiðsögn, álfasögur og silfurhellir Síðasta barnaleiðsögn vorannar Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Shop Show Samtíma hönnun Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Sunnudag 4. maí kl. 15 Sýningarstjóraspjall Björn Roth Þriðjudag 6. maí kl. 12 Hádegistónleikar Rósalind Gísladóttir mezzósópran Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Leiðsagnir föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14:00 í fylgd Dagnýjar Heiðdal GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 PULL YOURSELF TOGETHER Sýning á videóverki hollensku listakonunnar, Ninu Lassilu, á kaffistofu safnsins. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 Sýningin, BÖRN AÐ LEIK - Sunnudagsleiðsögn kl. 4:30 í fylgd Birgittu Spur. Síðasta sýningarhelgi! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. www.lso.is Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.