Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Vandræðagangurinn við af-greiðslu þingsályktunartillögu
utanríkisráðherra er fyrir löngu
orðinn óskiljanlegur.
Stefna beggjastjórnarflokka
er skýr og rökin
fyrir því að taka Ís-
land af lista um-
sóknarríkja sömu-
leiðis.
Styrmir Gunnarsson skrifar umþennan vandræðagang á Evr-
ópuvaktina og segir:
Getur það verið að stjórnarflokk-arnir ætli ekki að efna til sum-
arþings og ljúka afgreiðslu á þings-
ályktunartillögu utanríkisráðherra
um að afturkalla aðildarumsóknina
að Evrópusambandinu þá?
Sum ummæli einstakra forsvars-manna stjórnarflokkanna má
skilja á þann veg.
Hvers vegna?
Telja þeir að staðan til þess aðljúka málinu verði betri í
haust?
Með hvaða rökum?
Eða er ríkisstjórn og stuðnings-flokkar hennar að guggna á
því að fylgja fram eigin stefnu í
ESB-málum?
Því verður ekki trúað fyrr en áverður tekið.“
Getur verið að ætlunin sé aðstjórna undir kjörorðunum
frestur er á öllu bestur?
Styrmir
Gunnarsson
Er frestur bestur?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.5., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 10 léttskýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 1 heiðskírt
Þórshöfn 8 súld
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skúrir
Stokkhólmur 8 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 17 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 15 léttskýjað
Berlín 15 heiðskírt
Vín 15 léttskýjað
Moskva 5 skýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg 6 skýjað
Montreal 7 alskýjað
New York 16 heiðskírt
Chicago 12 alskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:42 22:07
ÍSAFJÖRÐUR 4:29 22:31
SIGLUFJÖRÐUR 4:11 22:15
DJÚPIVOGUR 4:07 21:41
Í upphafi maímánaðar mælist birkifrjó
í lofti með tilheyrandi óþægindum fyrir
þá sem þjást af frjóofnæmi. „Við bú-
umst við lágri frjótölu fyrir birki á
næstunni. Líklega verður frjótala und-
ir 10 fram í miðjan mánuðinn,“ segir
Lára Guðmundsdóttir, sérfræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lítil áhætta er talin vera á ofnæm-
isviðbrögðum hjá þeim sem þjást af of-
næmi fyrir birki ef frjótalan er undir
30. Búist er við að frjótala birkis hald-
ist lág fram undir miðjan maí og fari
vaxandi eftir það. Hámarki birkifrjóa
er yfirleitt náð um mánaðamótin maí-
júní.
Til að veita sem bestar upplýsingar
til þeirra sem þjást af frjóofnæmi birt-
ast tölur um gras- og birkifrjó í lofti á
heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Að auki má á forsíðu NÍ finna
frjódagatal sem segir til um hversu
mikil áhætta er á ofnæmisviðbrögð-
um. Þar er áhættumörkum skipt niður
í þrjá flokka: lítil áhætta, nokkur
áhætta og mikil áhætta. Þetta er í
samræmi við dönsku astma- og of-
næmissamtökin. Grasfrjóið fer seinna
af stað en birkifrjóið.
Frjómælingar fara fram á tveimur
stöðum á landinu, á Náttúrufræði-
stofnun Íslands á Akureyri og í Garða-
bæ. Birtar eru niðurstöður mælinga
fyrir gras- og birkifrjó, en það eru
helstu ofnæmisvaldar hér á landi og
valda því mörgum óþægindum.
thorunn@mbl.is
Aðgengilegri upplýsingar um frjó í lofti
Frjódagatal Náttúrufræðistofnunar
Birkifrjó í lofti í litlum mæli
Morgunblaðið/Golli
Birki Frjó í lofti mælist lítið.
Lundey NS
kom til heima-
hafnar á Vopna-
firði á sjötta
tímanum í gær
eftir rúmlega
sólarhrings-
siglingu frá kol-
munnamiðum í
færeyskri lög-
sögu. Aflinn var
hátt í 1.600
tonn að sögn skipstjórans, Arnþórs
Hjörleifssonar, á heimasíðu HB
Granda. Að sögn skipstjórans er
kolmunninn greinilega á norðurleið
og nú fæst sömuleiðis heldur
smærri fiskur en í fyrri veiðiferð-
um.
Hann segir að þeir hafi reynt
fyrir sér á svokölluðu skiljusvæði,
þar sem þarf að nota seiðaskilju, í
kantinum úti af Færeyjabanka. Þar
hafi greinilega verið töluvert af kol-
munna, þótt lóðningar hafi ekki
verið sterkar. Ágæt hol hafi fengist
með því að toga norður eftir kant-
inum. Á sama tíma hafi Faxi RE
togað suður eftir kantinum og einn-
ig fengið góðan afla.
Kolmunninn
færist norð-
ur á bóginn
Lundey landar 1.600
tonnum á Vopnafirði
Garðsláttur.
Hafðu samband, þetta gæti verið ódýrara en að kaupa sér nýja sláttuvél.
FÁÐU GARÐSLÁTTINN Í ÁSKRIFT Í SUMAR.
Til fjölda ára hefur Garðlist þjónustað viðskiptavini sína með
garðslátt í formi áskriftar. Við bjóðum upp á fjölmargar
lausnir sem miða af viðhaldsþörf hverrar lóðar.
TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR
Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 24 árum síðan, höfum við haft það
að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað.
Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem
við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum
nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is