Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Frestur til að skila framboðslistum
fyrir sveitarstjórnarkosningar
rennur út á hádegi hinn 10. maí
næstkomandi. Sveitarstjórnar-
kosningarnar fara svo fram 31.
maí. Samkvæmt bráðabirgðatölum
frá Þjóðskrá verða 240 þúsund
manns á kjörskrá en til saman-
burðar voru rúmlega 225 þúsund
manns á kjörskrá í síðustu
sveitarstjórnarkosningum árið
2010. Sveitarfélögin voru þá 76 en
verða 74 nú eftir sameiningu
Garðabæjar og Álftaness annars
vegar og Bæjarhrepps og Húna-
þings vestra hins vegar. Þegar
mest lét árið 1950 voru sveitar-
félögin 229.
Sveitarfélög sjá um fram-
kvæmd kosninganna
Framboð þurfa að senda lista til
kjörstjórna í viðkomandi sveitarfé-
lagi til samþykkis. Hver kjörstjórn
er valin af sveitarfélaginu og hefur
hún það hlutverk að sjá um fram-
kvæmd og utanumhald kosning-
anna.
Hlutverk innanríkisráðuneytis-
ins er svo að leiðbeina kjörstjórn-
um sveitafélaganna um fram-
kvæmdina. Að auki heldur
innanríkisráðuneytið utan um
framkvæmd kosninga utan kjör-
fundar. Leyfilegt hefur verið að
kjósa utan kjörfundar hjá sýslu-
manni í viðkomandi sveitarfélagi
frá 5. apríl.
Fjöldi kjörinna fulltrúa er til-
greindur í sveitarstjórnarlögum.
Þar kemur fram að leyfilegur há-
marksfjöldi þeirra helst í hendur
við fjölda íbúa í viðkomandi sveit-
arfélagi.
Leyfilegt að hafa 31 fulltrúa
Þannig er að hámarki hægt að
kjósa 5-7 fulltrúa í sveitarfélagi
þar sem færri en 2.000 manns búa.
En í sveitarfélagi með meira en
100 þúsund íbúa er leyfilegur há-
marksfjöldi 23-31 fulltrúi. Í því
samhengi má benda á að borg-
arfulltrúar í Reykjavík eru 15 en
gætu verið rúmlega helmingi
fleiri.
Ýmsum skilyrðum þarf að fram-
fylgja áður en hægt er að leggja
fram framboðslista. Leggja þarf
fram ákveðinn fjölda meðmælenda
eftir stærð sveitarfélags. Sem
dæmi má nefna að 10 meðmæl-
endur þarf fyrir framboð í bæj-
arfélagi með færri en 500 íbúa, en
að lágmarki 160 í bæjarfélagi sem
hefur meira en 50 þúsund íbúa.
Breyttur fjöldi fulltrúa verður í
þremur sveitarfélögum að þessu
sinni. Í Garðabæ verður fulltrúum
fjölgað úr níu í ellefu. Í Mos-
fellsbæ verða bæjarfulltrúar einn-
ig tveimur fleiri, níu í stað sjö. Í
Fjallabyggð verður fulltrúum aft-
ur á móti fækkað úr níu í sjö.
15 þúsund fleiri á kjörskrá
Frestur til að skila framboðum fyrir sveitarstjórnarkosningar rennur út 10. maí Kjörnum fulltrú-
um fjölgar í Garðabæ og í Mosfellsbæ en fækkar í Fjallabyggð Sveitarfélögum fækkað um tvö
Morgunblaðið/Sverrir
Sveitarstjórnarkosningar Kjörsókn þótti heldur dræm árið 2010 þegar 73,5% landsmanna kusu. Framboðsfrestur
fyrir kosningarnar 31. maí rennur út 10. maí næstkomandi. Kosið verður í 74 sveitarfélögum.
Nýtt framboð
í Mosfellsbæ
undir forystu
Valdimars
Leós Friðriks-
sonar mun
bera listabók-
stafinn X í
komandi
sveitarstjórn-
arkosningum.
Því eiga kjósendur þann mögu-
leika að setja X við X. „Við
reyndum fyrst að fá M, en Íbúa-
hreyfingin er með það. Svo
reyndum við að fá L en það er
einhver á Alþingi með það. Þá
óskuðum við eftir listabók-
stafnum X og það var ekki gerð
athugasemd við það,“ segir
Valdimar. Hann vonar að þetta
muni ekki valda misskilningi á
kjördag. „Það vefst ekki fyrir
mér að þetta geti valdið mis-
skilningi. En það er fátt um fína
drætti. Því varð þetta fyrir val-
inu,“ segir Valdimar kíminn.
,,Kannski dregur þetta bara at-
hygli að framboðinu enda er
húmor í þessu,“ segir Valdimar.
Hægt að
setja X við X
FENGU AÐ NOTA X
Valdimar Leó
Friðriksson