Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Gylfi átti sæti í stjórn Viðskipta- fræðistofnunar og var um tíma for- stöðumaður hennar, hann var fyrsti formaður stjórnar Jafnréttissjóðs, hann var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ 2006-2009 og átti sæti í fræðslunefnd og var um tíma formaður hennar. Gylfi var í fyrstu skólanefnd fram- haldsskólans í Mosfellsbæ og hefur verið formaður stjórnar Búseta hús- næðissamvinnufélags frá árinu 2006. Formaður KR Gylfi tók við sem formaður Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur á síðasta ári. Hann æfði knattspyrnu með KR, lék með öllum flokkum og spilaði með U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. „Það ætti ekki að koma á óvart að helsta áhugamálið er fótbolti og á þessum tímamótum er ég loks orð- inn gjaldgengur með 50 ára liði KR. Æskuárin snerust aðallega um fót- bolta, við strákarnir vörðum öllum okkar stundum á Framnesvellinum, þar sem nú stendur Vesturbæjar- skóli, alveg frá morgni til kvölds. Þess á milli brá maður sér á æfingu niður á KR og eftir æfingar var hald- ið áfram að spila fótbolta á Fram- nesvellinum, stundum langt fram á nótt. Þegar það var leitað til mín og ég beðinn að taka við formennsku í KR var ekki hægt að segja nei við slíku tækifæri. Karl faðir minn sagði þegar hann frétti að ég væri að taka við formennsku í KR að þetta væri mikilvægasta embætti á Íslandi, þeim augum lítum við KR-ingar fé- lagið okkar. Tíminn frá því að ég tók við formennskunni hefur verið ótrú- lega skemmtilegur og það hafa verið alger forréttindi að starfa fyrir gamla góða KR sem fagnaði einmitt 115 ára afmæli sínu hinn 16. febrúar sl.“ Gylfi er handhafi silfurnælu KR, gullnælu KR og gullnælu KR með lárviðarsveig. Fjölskylda Eiginkona Gylfa er Magnea Dav- íðsdóttir, 22.9. 1966, skjalastjóri hjá Skiptum hf. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Gunnarsdóttir, f. 1.10. 1943, fyrrverandi bankastarfs- maður, og Davíð Eyrbekk, f. 13.5. 1943, fyrrverandi slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, bús. í Keflavík. Börn Gylfa og Magneu eru Gunn- ar Gylfason, f. 3.9. 1989, viðskipta- fræðingur og meistaranemi í fjár- málahagfræði við HÍ; Aron Eyrbekk Gylfason, f. 15.9. 1990, flugnemi og starfsmaður hjá Flugfélagi Íslands; Sigurlaug Sara Gylfadóttir, f. 6.4. 1995, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík; Aðalsteinn Dalmann Gylfason f. 29. nóvember 1996, nemi í MR og tónlistarnemi í FÍH. Systkini Gylfa eru Hjörtur O. Að- alsteinsson, f., 27.2. 1952, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands, bús. á Selfossi; Eygló Aðalsteinsdóttir, f. 28.10. 1953, sjúkraliði, bús. í Reykja- vík; Guðrún Aðalsteinsdóttir, f. 31.7. 1955, matsveinn, bús. í Reykjavík; Erling Ólafur Aðalsteinsson, f. 7.5. 1960, kennari og ljósmyndari, bús. í Reykjavík. Foreldrar Gylfa eru Aðalsteinn Dalmann Októsson, f. 26.2. 1930, fyrrverandi verkstjóri hjá Flug- félagi Íslands og meðhjálpari í Guð- ríðarkirkju, bús. í Reykjavík, og Gyða Erlingsdóttir, f. 25.11. 1929, d. 16.11. 2005, bréfberi í Reykjavík. Úr frændgarði Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Helga Loftsdóttir frá Gríshóll í Helgafellssveit Gestur Guðmundsson bóndi á Staðarbakka, síðar verslunarmaður í Reykjavík Hulda Gestsdóttir húsmóðir í Bandaríkjunum Svavar Gests útvarps- og tónlistarmaður Gyða Erlingsdóttir bréfberi í Reykjavík Erling Ólafsson söngvari í Reykjavík Sigurður Ólafsson, hestamaður og söngvari Erla Jónatansdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Jónatan Garðarss. útvarpsmaður Jónatan Ólafsson tónlistarmaður Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Gröf í Miklaholtshreppi Ólafur Jónatansson verkamaður í Reykjavík Sigríður Helgadóttir húsmóðir á Akranesi Þorsteinn Benediktsson sjómaður á Hvassafelli í Norðurárdal Ástrós Þorsteinsdóttir húsmóðir í Reykjavík Októ G. Guðmundsson verkamaður á Akranesi Aðalsteinn Dalmann Októsson verkstjóri í Reykjavík Guðríður Jósafatsdóttir húsmóðir á Oddastöðum Guðmundur Kristjánsson bóndi á Oddastöðum í Hnappadal Gunnar Svavarsson verkfræðingur og fyrrverandi alþingismaður Máni Svavarsson tónlistarmaður Erling Sigurðsson hestamaður Þuríður Sigurðardóttir söngkona Björn Friðriksson kvæða-maður fæddist 6.5. 1878 aðÞorgrímsstöðum í Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Friðrik Gunnarsson, hrepp- stjóri frá Mýrum í Miðfirði, og k.h. Sigurlaug Gunnlaugsdóttir frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Björn var eitt af sex börnum þeirra hjóna er upp komust. Þrjár systur hans, Ingibjörg, Sigríður og Þuríður, kveða einnig á silfurplötum Kvæða- mannafélagsins Iðunnar. Björn ólst upp hjá foreldrum sín- um og vann hjá þeim þar til hann var 22 ára gamall. En þá um aldamótin fór hann í lausamennsku, vann við landbúnaðarstörf en fór einnig í út- róðra frá Vestfjörðum og Suður- nesjum. Árið 1903 kvæntist Björn Ingi- gerði Árdísi Björnsdóttur, f. 4.2. 1876, d. 17.1.1956, frá Vatnsenda í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Björn og Ingigerður eignuðust fjögur börn er upp kom- ust. Þau byggðu sér nýbýli í landi Þorgrímsstaða og nefndu Engi- brekku. Þar bjuggu þau í sjö ár og í Húnavatnssýslu í alls 20 ár en fluttu þá til Reykjavíkur. Þar vann Björn hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og síðar hjá Hafnargerð Reykjavíkur. Björn var einn af sterkustu frum- kvöðlum þess, að Kvæðamanna- félagið Iðunn var stofnað árið 1929. Tilgangur þess var að stofna með sér félagsskap til að varðveita og vernda þá list „sem íslenskar rímna- stemmur og stökur eru grundvall- aðar á“. Björn var ritari í fyrstu stjórn Iðunnar og formaður frá 1943 til 1946 og sat í stjórn félagsins alla sína tíð. Í minningargrein um hann í Morgunblaðinu segir: „Í Kvæða- mannafélaginu átti Björn margar ánægjustundir, sem engan skyldi undra um hann, sem var allt í senn, góður kvæðamaður, ágætur hagyrð- ingur, fullur áhuga fyrir söfnun og varðveislu þjóðlegra verðmæta.“ Björn Friðriksson lést á heimili sínu, á Bjarkargötu 12, 3.11. 1946. Merkir Íslendingar Björn Friðriksson 90 ára Ester Sigurbjörnsdóttir 85 ára Haraldur Hafliðason Unnur Kristín Karlsdóttir 80 ára Magdalena B. Jóhannesdóttir 75 ára Björn Jónsson Daði Sigurðsson Friðrik Vestmann 70 ára Ásgeir Þorvaldsson Bjarki Ringsted Sigurðsson Bjarni Heiðar Helgason Friðbjörg Ingimarsdóttir Gunnur Gunnarsdóttir María Pálsdóttir Sesselja Valtýsdóttir Skúli Magnússon 60 ára Björn Halldórsson Guðrún Erla Gunnarsdóttir Hörður Birgir Hjartarson Jón Valgeir Jónsson Kristján G. Gunnarsson Mutjalin Sigurðsson Rafn Thorarensen Sigmar Teitsson 50 ára Anna Friðriksdóttir Anna Sigurlín Einarsdóttir Ágúst Steindórsson Baldur Þór Sigurðsson Erla Valgarðsdóttir Garðar Þorleifsson Gerður Geirsdóttir Guðrún Erla Ólafsdóttir Gunnar Rafn Skarphéðinsson Hafdís Sigurðardóttir Hjörtur Steindórsson Hrefna Egilsdóttir Ingibjörg Ársælsdóttir Jónas Mikael Pétursson Magni Ragnarsson Steinunn M. Guðmundsdóttir Vignir Ragnarsson Þóranna Vestmann Birgisdóttir Þórhildur E. Halldórsdóttir 40 ára Aneta Justyna Bednarska Auður Elísabet Friðriks- dóttir Berglind Bragadóttir Birkir Hólm Guðnason Bjarney Jóhannsdóttir Börkur Strand Óttarsson Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir Kjartan Reynir Hjaltason Marzena Dorozinska Ólafur Ægisson Páll Eiríksson Sigurður Óskar Bárðarson 30 ára Davíð Guðmundsson Hákon Óttar Hjörvarsson Heiðar Örn Vilhjálmsson Katarzyna Kamelia Mogila Kristján Þór Zoëga Margrét Mazmanian Róbertsdóttir Þorbjörg Birgisdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Eyrún Birna býr í Garðabæ og er nemi í klæðskurði í Tækni- skólanum. Maki: Arnór Halldórsson, f. 1982, vinnur hjá Borgun. Sonur: Haukur Steinn Pétursson, f. 2007. Foreldrar: Jón Steinar Jónsson, f. 1957, heimil- islæknir í Garðabæ, og Anna Karen Ásgeirsdóttir, f. 1959, sérkennslufulltrúi hjá Kópavogsbæ. Eyrún Birna Jónsdóttir 30 ára Páll Ingi er Reyk- víkingur og bílstjóri hjá Vífilfelli. Maki: Harpa Dís Úlfars- dóttir, f. 1984, leiðbein- andi á leikskólanum Laugasól. Börn: Sara Dís, f. 2006, og Bryndís Emma, f. 2011. Foreldrar: Páll Ólafsson, f. 1960, dreifingarstjóri hjá Vífilfelli, og Ingibjörg Snorradóttir, f. 1964, bókari hjá Kvos. Páll Ingi Pálsson 30 ára Jón Kristinn er Selfyssingur og trésmiður og vinnur hjá Árbygg ehf. Maki: Heiðrún Jóhanna Heiðarsdóttir, f. 1983, íþróttafræðingur. Sonur: Aron Freyr, f. 2007. Foreldrar: Lárus Gests- son, f. 1963, húsasmíða- meistari, og Elísabet Páls- dóttir, f. 1963, hár- greiðslumeistari, bús. á Selfossi. Jón Kristinn Lárusson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hafðu samband í síma 564-5520 eða bilajoa@bilajoa.is og bókaðu tíma. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is 564 5520 bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Fáðu okkur til að yfirfara bílinn fyrir sumarið Ef þú kemur til okkar í maí með bílinn í smurþjónustu eða hjólastillingu þá áttu möguleika á að vinna Ipad mini með tösku og bílfestingu. Dregið verður 2. júní Ipad er skemmti- legur í ferðalagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.