Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 ● Huang Nubo hyggst fjárfesta í Noregi á næstu fimm til tíu árum fyrir 80 milljónir evra, um 12,4 milljarða ís- lenskra króna. Í sam- tali við AFP-frétta- stofuna segist hann ekki hafa hætt við áform sín á Íslandi þótt þar gangi málin hægt. Huang segir það skipta máli fyrir sig að fjárfesta í löndum sem eigi góð samskipti við Kína, því að öðrum kosti myndu kínversk stjórnvöld ekki veita samþykki fyrir viðskiptunum. Huang vill fjárfesta fyrir 12,4 milljarða í Noregi Huang Nubo BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Í lánasamningum sem Lýsing gerði við vogunarsjóðinn Burlington Loan Management sl. haust um endurfjár- mögnun á skuldum fyrirtækisins er ákvæði um niðurfærslu skulda við til- tekin skilyrði sem eiga að tryggja að eiginfjárhlutfall Lýsingar verði yfir lögbundnum lágmarkskröfum þrátt fyrir möguleg áföll. Felst niðurfærsl- an í því að hluti af kröfu Burlington, allt að 7 milljarðar króna, verður ekki innheimtur nema að því marki að eig- infjárhlutfall Lýsingar verði ávallt umfram 8% lágmarkskröfur að við- bættum 3%. Þetta kemur fram í skýringu í árs- reikningi Lýsingar fyrir árið 2013. Er það mat stjórnenda fjármögnunarfyr- irtækisins að þessi samningur tryggi rekstrarhæfi Lýsingar verði tjón vegna svonefndra fullnaðarkvittana í tengslum við dóma Hæstaréttar um endurútreikning ólögmætra gengis- bundinna lána umfram þær varúðar- færslur sem félagið hefur þegar gert. Á árinu 2013 tók Lýsing tillit til laga- óvissu með því að gjaldfæra varúðar- niðurfærslu að fjárhæð 4,7 milljarðar. Eiginfjárhlutfall hækkar í 33% Hagnaður Lýsingar 2013 nam 715 milljónum króna og jókst um tæplega 270 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé fé- lagsins var 9,7 milljarðar í lok árs 2013 og eiginfjárhlutfall 33%. Það er talsvert hærra en árið áður þegar hlutfallið var 19% og skýrist af því að efnahagsreikningur félagsins dróst saman um þriðjung á sama tíma og eigið fé hélst nánast óbreytt. Í árslok 2013 námu eignir 27,3 milljörðum en skuldir 17,6 milljörðum. Í október á síðasta ári var gjaldeyr- isskuld Peru, dótturfélags Lýsingar, við þýska stórbankann Deutsche Bank greidd upp með lántöku frá móðurfélaginu sem var fjármögnuð af Burlington Loan Management. Fram kemur í ársreikningnum að Pera hafi þegar greitt lánið frá móðurfélaginu meðal annars með afhendingu eigna. Að sögn stjórnenda Lýsingar hefur endurfjármögnunin haft jákvæð áhrif á rekstur félagsins en til viðbótar við umtalsvert hagræði vegna einföldun- ar á rekstraruppbyggingu var láns- tími erlendra skulda lengdur. Eignir veðsettar Straumi Auk þess að vera stærsti kröfuhafi Lýsingar á Burlington um 20% hlut í Klakka sem er eigandi Lýsingar. Aðr- ir hluthafar Klakka eru slitabú Kaup- þings, Arion banki og íslenskir lífeyr- issjóðir. Burlington Loan Management er í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Sjóðir á vegum Davidson Kempner eru sem kunnugt er langstærstu ein- stöku kröfuhafar í bú Glitnis, meðal þeirra stærstu í Kaupþingi, eiga um- talsverðar kröfur á gamla Lands- bankann og eignarhluti í Bakkavör. Í lánasamningi Lýsingar við Burl- ington voru öll réttindi og fjárkröfur vegna leigu- og lánasamninga félags- ins veðsettar Straumi fjárfestinga- banka sem veðgæsluaðila lánveitand- ans. Samtals nam virði þessara eigna tæplega 13,7 milljörðum króna í árs- lok 2013 en Davidson Kempner er einnig á meðal eigenda Straums. Skuldir Lýsingar færðar niður við möguleg áföll Morgunblaðið/Eggert Nýtt húsnæði Lýsing hagnaðist um 715 milljónir 2013 og stjórnendur segja félagið nú betur í stakk búið til sóknar.  Allt að 7 milljarða krafa Burlington ekki innheimt fari eiginfjárhlutfall undir 11% Greiðsluuppgjör fyrir ríkissjóð á fyrsta fjórðungi ársins gefur til kynna að möguleiki sé á að ríkissjóður skili afgangi sem nemur á annan tug millj- arða króna á þessu ári, samkvæmt Markaðspunktum Arion banka. Þyngst vegur að arðgreiðsla Lands- bankans, sem greidd var út undir lok fjórðungsins, var 13,3 milljörðum króna umfram forsendur fjárlaga. Auk þess voru skatttekjur og trygg- ingagjöld um 6,5% yfir áætlun. Á móti vega breytingar útgjalda- megin, meðal annars varðandi vaxta- kostnað í tengslum við skuldabréf sem gefið var út til styrkingar á eigin fé Seðlabankans. Þá megi vænta kostnaðarauka af kjarasamningi við framhaldsskólakennara, auk þess sem tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum verða minni á árinu en áætlað er í gildandi fjárlögum. Þegar allt er tekið saman telur Arion banki líkur á því að afgangur af rekstri ríkissjóðs geti orðið töluvert umfram fjárlög eða í kringum 11 milljarðar króna á árinu. Horfur á góð- um afgangi ● Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað nefnd um heildarendurskoðun laga um Seðla- banka Íslands. Í nefndinni sitja Ólöf Nordal, lögfræðingur, sem er formaður hennar, dr. Friðrik Már Baldursson, hag- fræðingur og Þráinn Eggertsson, hag- fræðingur. Nefndin skal skila ráðherra frumvarpi til nýrra laga um Seðlabankann eigi síð- ar en 31. desember 2014. Hún getur jafnframt gert tillögu til ráðherra um breytingar á einstaka ákvæðum áður en heildarendurskoðun er lokið. Nefndin skal gaumgæfa þróun á starfsemi annarra seðlabanka og lög- gjöf á sviði peningamála og efnahags- stjórnunar og einnig skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjár- málaeftirlitsins, í því skyni að efla sam- starf og skýra verkaskiptingu milli Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabankans. Ráðherra skipar nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands STUTTAR FRÉTTIR                                     !  "# # ! !!$  $ !"# %%%" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %" % % ! $ # ! !$  # !# %"$  $  ! !" !$ !"  $" !#$ %% %#"#! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Starfsemi Lýsingar árið 2013 ein- kenndist af úrvinnslu mála vegna gengishruns krónunnar og dómum Hæstaréttar um ólögmæti geng- istryggðra lána, en í lok síðasta árs ríkti enn óvissa um verðmæti útlánasafns félagsins. Stjórnendur Lýsingar segja að þótt gert sé ráð fyrir að svo verði einnig á þessu ári þá standi vonir einnig til þess að fjöldi nýrra viðskiptasamninga muni aukast á árinu. Í mars keypti Lýsing Lykil af MP banka. Í skýringu með ársreikningnum er rifjaður upp dómur Hæstaréttar 15. febrúar 2012 þar sem staðfest var sú meginregla að samninga með ólögmætri gengistryggingu ætti að endurreikna með lægstu vöxtum Seðlabankans frá stofn- degi kröfu og að kröfuhafi ætti rétt á greiðslu frá skuldara á því sem hefði verið vangreitt. Dóm- urinn hafi hins vegar byggst á und- antekningu um að fullnaðarkvittun kröfuhafa gæti, að vissum skil- yrðum uppfylltum, valdið því að hann glataði frekari kröfu. Lýsing nefnir að nokkrir dómar hafi frá þeim tíma fallið sem varpi skýrara ljósi á það hvenær skuldari telst hafa fullnaðarkvittun og við hvaða aðstæður hún víki til hliðar meginreglunni um fullar efndir. Vegna þessarar lagaóvissu gjald- færir Lýsing 4,7 milljarða var- úðarniðurfærslu en einnig hafa aðrar ráðstafanir verið gerðar, m.a. að leggja inn á vörslureikning greiðslur viðskiptamanna eftir 15. febrúar 2012 á mögulega upp- greiddum samningum. 4,7 milljarða varúðarfærsla ENN ÓVISSA UM VIRÐI ÚTLÁNASAFNS LÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.