Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Stýrishúsið og allt sem í því var er ónýtt og strandveiðisumarið er búið,“ segir Sigmar Hrafn Eyjólfsson, sjómaður á smábátnum Siglunesi SH-22. Eldur kom upp í bátnum á Breiðafirði í gærmorgun en Sigmar náði að slökkva hann. Björgunarskip dró bátinn til Grundarfjarðar. Kaldaskítur á miðunum Margir strandveiðibátar voru á Breiðafirði. „Ég held að mönnum hafi ekki gengið neitt sér- staklega vel að ná þessu. Það er óvenjulega tregt fiskirí, miðað við árstíma,“ segir Sigurjón Hilmarsson í Ólafsvík, formaður smábáta- félagsins Snæfells. Það hjálpaði ekki til að þeg- ar leið á morguninn var kominn kaldaskítur á miðunum, eins og einn strandveiðimaður á Breiðafirði tók til orða. Óvenjumargir bátar voru úti í gær enda var fyrsti strandveiðidagur sumarsins. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga voru um 800 bátar úti. Þar af voru á fjórða hundrað strand- veiðibátar. Fyrir utan brunann í Siglunesi og vélarbil- anir hjá nokkrum bátum gengu hlutirnir vel fyrir sig. Menn hjálpuðu félögum sínum og drógu þá í land þegar vélar biluðu. Vaktstöð siglinga vissi um fjögur slík tilvik. Svo þurfti að reka tvo í land þar sem fjareftirlitsbúnaður þeirra virkaði ekki. Sigmar telur að það hafi kviknað í mælaborð- inu í Siglunesi. Eldur braust út strax svo hann komst ekki inn í stýrishúsið. Hann var með far- símann í vasanum og gat hringt í bróður sinn sem er á öðrum bát. Þannig var neyðarkallið sent út. Sjómenn á bátum í nágrenninu voru snöggir að bregðast við og voru komnir að Siglunesi eftir fáeinar mínútur. Þá hafði Sig- mari tekist að slökkva eldinn. „Ég náði að deyfa eldinn með fötu og sjó það mikið að ég komst inn í stýrishúsið og kláraði svo með slökkvitæki sem þar var,“ segir Sigmar. Öryggisbúnaður brann Sigmar var einn á bátnum og sakaði ekki. Sjómenn eru ávallt í hættu þegar eldur kemur upp í skipum. Sigmar segir að báturinn hefði getað fuðrað upp á skömmum tíma og þá hefði hann verið illa staddur. Það fyrsta sem brann var björgunargalli og björgunarvesti í stýr- ishúsinu. Þá var björgunarbáturinn uppi á stýrishúsinu og erfitt að komast að honum. „Ég hefði þurft að stökkva út í, ef ég hefði ekki náð að slökkva,“ segir hann. Björgunarskipið Björg frá Rifi dró Siglunes til Grundarfjarðar. Sigmar segir að stýrishúsið sé ónýtt. Hann hefur ekki áttað sig til fulls á stöðunni, segir að tryggingafélagið verði að fá að vinna sína vinnu. Hann reiknar þó með að það taki sumarið að laga það sem hefur eyði- lagst. Því sé sumarvinnan farin. Sigmar er sjó- maður á stærri bát en hefur stundað strand- veiðar á sumrin frá því þær voru fyrst leyfðar. Tregt í upphafi strandveiða  Ef Sigmar Hrafn Eyjólfsson hefði ekki náð að slökkva eld í stýrishúsi hefði hann þurft að kasta sér í sjóinn án öryggisbúnaðar  Segir strandveiðisumarið búið Ljósmynd/Sverrir Karlsson Heimahöfn Björgunarskipið Björg frá Rifi dró Siglunes SH til hafnar í Grundarfirði. Báturinn var að veiðum á Grundarfjarðarbrún. Strandveiðar » Nærri 430 umsóknir um strandveiðileyfi höfðu í gær borist Fiskistofu. 380 þeirra voru virkjuð í gær og 50 voru óafgreidd. » Flestir strandveiðibátarnir voru að veið- um við Vesturland og Vestfirði. Ekki voru gæftir við Suðausturland. Morgunblaðið/Alfons Afli Sigurjón Hilmarsson landar úr Nonna í Vík. „Þetta er mjög skemmtilegt. Hóp- urinn er þannig, þetta eru heil- brigðir guttar. Við höfum unnið áð- ur með Pollapönkurunum,“ segir Halldór Einarsson, eigandi Henson sem saumar hina litskrúðugu íþróttagalla sem hljómsveitin Polla- pönk hefur notað. Halldór segir að góð sala hafi verið í barnagöllunum sem merktir eru Pollapönki. Það hafi einnig ver- ið áður, til dæmis þegar hann seldi Latabæjargalla. „Svo er alltaf spurning um framhaldið, hvort þetta dettur út þegar keppninni lýkur. Ég held ekki. Krakkarnir þurfa svona galla og það er bara já- kvætt. Mikið er að gera á saumastofunni hjá Henson um þessar mundir, meðal annars unnið um helgar. Halldór vill þó fremur tengja það árstímanum en þátttöku Polla- pönks í Eurovision. „Það er eins og það kvikni líf og fjör á Íslandi eftir sumardaginn fyrsta. Margir eru á ferðinni og við verðum einnig vör við stór íþróttamót,“ segir Halldór. Verður í Kaupmannahöfn Saumaðir voru Pollapönksgallar á fullorðna fyrir forgöngu Félags áhugafólks um Eurovision á Ís- landi. „Ef ég færi í galla yrði hann rauður,“ segir Halldór Valsari. Svo vill til að hann verður í Kaup- mannahöfn í vikunni þegar söngva- keppnin fer fram en tekur fram að ferðin sé ótengd tónlistarviðburð- inum og hann verði ekki meðal áhorfenda. helgi@mbl.is Myndi velja rauð- an galla  Mikið að gera hjá Henson þessa dagana Morgunblaðið/Sigurgeir S. Henson Halldór Einarsson segir að oft sé mikið að gera á vorin. Ákveðið hefur verið að auka hlutafé 365 miðla um nálega einn milljarð króna. Aukningin er á vegum núver- andi eigenda og nýrra hluthafa. Ekki er upplýst hverjir nýju hluthafarnir eru. Ari Edwald forstjóri segir að gengið verði frá hlutafjáraukning- unni í júní og þá verði skýrt frá því hverjir þeir eru. Hlutafjáraukningin verður í nýj- um flokki hlutafjár, svokölluðum c- flokki, sem kemur til viðbótar a- og b-flokki sem fyrir eru. Ari segir að c- hlutabréfin séu með sama fyrir- komulagi og b-hlutabréfin, þau njóti forgangs við arðgreiðslur en hafi ekki atkvæðavægi við stjórnun. Ingibjörg Pálmadóttir og félög henni tengd eiga nú um 90% hluta- fjár félagsins. Aukningin svarar til um fjórðungs af heildarhlutafé 365 þannig að meirihlutinn er áfram í höndum hennar. Skuldir greiddar Aukningunni verður að hálfu varið til niðurgreiðslu á vaxtaberandi skuldum félagsins en að öðru leyti til að styrkja veltufé félagsins og styrkja vöxt þess, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Við töld- um þörf á því að styrkja fjárhag fé- lagsins,“ segir Ari og bendir á að fé- lagið hafi greitt um 4 milljarða í vexti og afborganir til lánveitenda frá árinu 2010. Hann segir að einnig skapist borð fyrir báru vegna nýrra verkefna og nefnir endurnýjun í tækjabúnaði sem unnið hafi verið að og aukningu á sviði fjarskipta. Sævar Freyr aðstoðarforstjóri Samhliða þessu var tilkynnt í gær að Sævar Freyr Þráinsson, fyrrver- andi forstjóri Símans, hefði verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365. Hann mun hefja störf 1. júní. Á sama tíma mun Stefán H. Hilmarsson fjármála- stjóri hverfa til annarra starfa fyrir eigendur félagsins. helgi@mbl.is Nýir fjárfestar koma með hlutafé í c-flokk 365  Tilkynnt í júní hverjir standa að aukningunni Ari Edwald Sævar Freyr Þráinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.