Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 17
arinnar fólk með háskólamenntun, 25% úr þeim hópi ætla að kjósa flokkinn í vor. 40% háskólamennt- aðra ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Mestur stuðningur við flokkinn er þó meðal fólks sem lokið hefur bóklegu framhaldsskólanámi, 51% af heildinni. Háskólamenntaðir sem styðja Frjálsa með Framsókn eru 6%. Þegar horft er á tekjur þátttak- enda kemur í ljós að yfirgnæfandi hluti hátekjufólks á Akranesi, fólk með 600 þúsund krónur eða meira á mánuði, ætlar að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Mælist fylgi flokksins 59% í þessum tekjuhópi. 30% þeirra sem lægst laun hafa, 200 þúsund krónur eða minna, ætla að kjósa Bjarta framtíð. Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010) Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Vin stri -græ n Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Frjálsir með Framsókna Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri-græn Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 25. apríl - 1. maí 2014. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Sam fylk ing Vin stri -græ n 11% 5% 22% 35% 4% 5% 8% 48% 16% 5% 52% 5%1% 93% 57% 27% 3% 3% 67% 6% 16% 8% 31% 8% 32% 20% 9% 9% 13% 16% 54% 5% 13% 66% 100% 61% 33% 7% 10% 2% 14% Morgunblaðið/Golli Akranes Hér er bæjarstjórnin á fundi. Miklar breytingar verða á skipan hennar eftir kosningarnar í vor samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð eru í mikilli sókn á Akranesi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra menn kjörna og Björt framtíð tvo. Meirihlutinn í bæjarstjórn fellur. Flokkarnir í núverandi meiri- hluta, Samfylkingin, Framsókn og VG, tapa allir miklu fylgi. Þeir hafa nú samtals sjö fulltrúa en fá aðeins þrjá gangi niðurstöður könnunarinnar eftir í kosningunum í vor. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR óánægja með bæjarstjórnina með- al Akurnesinga. „Ég hef ekki heyrt neina stórvægilega gagnrýni á meirihlutann,“ sagði hún. „Bæj- arstjórnin er að skila góðu búi eft- ir kjörtímabilið.“ Ingibjörg taldi líklegast að fylgisauknig Bjartar framtíðar stafaði af ímynd framboðsins fremur en stefnumálum sem hún hefði ekki heyrt að hefðu verið kynnt. Hér væri það sama að ger- ast og í landsmálunum. Það sem væri nýtt höfðaði til margra kjós- enda. Fólkið ræður „Ég er ekki sátt við þessar töl- ur, en það er fólkið sem ræður,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, odd- viti Frjálsra með Framsókn. Hún benti á að framboðslistinn væri skipaður nýju fólki sem ekki hefði setið í bæjarstjórn á kjör- tímabilinu. „Mín reynsla er sú að kjósendur velja fyrst og fremst fólk í sveitarstjórnarkosningum frekar en flokka og því hlýtur það að horfa á hverjir eru í framboði hverju sinni,“ sagði hún. „Annars hef ég áður komið al- veg herfilega út úr skoðanakönn- unum, en það hefur ekki alltaf orðið sama niðurstaða í kosn- ingum,“ bætti Ingibjörg við. Hún rifjaði upp að þegar hún var þátt- takandi í bæjarmálapólitíkinni á Akranesi fyrr á árum hefði skoð- anakönnun sýnt að Framsókn- arflokkurinn fengi aðeins einn fulltrúa. „Við fengum þrjá,“ sagði hún. „Ég ætla að vona að við eig- um eitthvað inni núna. Það er enn mánuður til kosninga.“ Vilja nýtt fólk „Ég er mjög ánægð að heyra þessar tölur,“ sagði Vilborg Þór- unn Guðbjartsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar á Akranesi. Hún sagði að könnunin sýndi að kjósendur á Skaganum vildu nýtt fólk til ábyrgðar í bæjarstjórninni og framboðslistinn væri skipaður nýju fólki.Vilborg taldi of snemmt að vera með bollaleggingar um það hvernig meirihlutasamstarf yrði í bæjarstjórn gengju þessar niðurstöður eftir. gudmundur@mbl.is Ólafur Adolfsson Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir Ingibjörg Valdimarsdóttir Ingibjörg Pálmadóttir  Um 6.700 manns eru nú búsettir á Akranesi. Atvinnuástandið er gott og mannlífið fjölbreytt. Sjávarútvegur er mikilvægasti atvinnuvegurinn og ein- kennir fjölbreytni fiskvinnsluna á staðnum. Verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sements- verksmiðja. Ferðaþjónusta er að efl- ast en hún hefur nokkuð goldið þess hve sjávarútvegur er öflugur og at- vinnustigið í bænum hátt. Hvalfjarðargöngin hafa gerbreytt samgöngum við Akranes og gera nú fólki á staðnum kleift að sækja at- vinnu víða á höfuðborgarsvæðinu vandræðalaust, ef það svo kýs. Á Akranesi er sjúkrahús og heilsu- gæslustöð sem heyra undir Heilbrigð- isstofnun Vesturlands. Fjölbreytt menningarstarfsemi er í bænum. Á Görðum er rekið vinsælt byggðasafn- .Vel er séð fyrir menntun unga fólks- ins í bænum. Þar er Fjölbrautaskóli Akraness, tveir grunnskólar, Brekku- bæjarskóli og Grundarskóli. Þar eru að auki fjórir leikskólar. Tvær bæjarhátíðir eru haldnar með pomp og pragt. Það eru Írskir dagar í byrjun júlí og menningarhátíðin Völu- dagar í byrjun nóvember. Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir drengi í 7. flokki. Ríflega 800 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að undirbúningi þess og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur. Knatt- spyrnufélag ÍA sér um skipulag og framkvæmd mótsins. Það er haldið um miðjan júlí ár hvert. Yfir þúsund keppendur eru á mótinu hverju sinni. Síðustu árin hafa yfir sex þúsund manns verið gestkomandi á Akranesi mótsdagana. Öflugur bær með traust at- vinnulíf og nær sjö þúsund íbúa  Könnun á fylgi framboða í Fjarðabyggð. Á morgun AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.