Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mikið af upplýsingum berast til þín. Bíttu í tunguna á meðan þú aflar þér upplýs- inga. Raunsæi og fyrirhyggja eru af hinu góða og þeim þarf umfram allt að fylgja glaðværð og jákvæðni. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki endar allt eins og þú hefðir kosið. Mundu að reiðin er eyðandi afl og engin/n þess virði að þú skemmir sjálfa/n þig hans/ hennar vegna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú munt eiga samskipti við aðal- fólkið. Einhver sem þú berð virðingu fyrir er hreinlega að drekkja þér í hollráðum og þér finnst þú verða að fara eftir þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu auga með peningunum þínum í dag. Dagurinn er því tilvalinn til hópvinnu eða fundahalda. Eitthvert leynimakk á sér stað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að festa sjónir á þeim takmörk- um sem starfi þínu eru sett. Byrjaðu á nýju og listrænu verkefni í dag. Taktu styttri tíma fyrir í einu og starfaðu þá af fullum krafti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar þú finnur ekki leiðina út skaltu beina meiri ljósi að aðstæðunum. Þú færð aðstoð frá einhverjum við þetta. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag er gott að njóta lífsins í samveru með vinum. Einhver reynir að láta hlutina líta betur út en þeir eru í raun og veru. Ekki gera óþarfa veður vegna smámála. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þú ert full/ur af stressi í dag. Að þessu sinni finnur þú til togstreitu milli vinnu og einkalífs. Andaðu djúpt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Oft er skammt á milli hláturs og gráts. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. Varðandi tíma er mottóið þitt: Ekkert bruðl. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitt og annað sem þú þarft að velta fyrir þér og hugsa til enda. Láttu þetta ekki ganga þér of nærri og fylgdu hjarta þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Minningar úr barnæsku koma upp á yfirborðið í dag. Hugsaðu jákvætt um reynslu þína, hún mótaði þig. Bíddu af þér storminn og þá kemur til þinna kasta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur gefið svo mikið án þess að biðja um nokkuð í staðinn. Maður getur bara tekið við vissu magni af upplýsingum, áður en maður þarf að endurraða á harða disk- inum. Bjarki Karlsson fer á kostum íeftirfarandi kveðju: „Þegar af- greiðslufólk biður mig að „eiga góðan dag“ (það er kennt á amer- ískum kurteisisnámskeiðum en á þau hafa flest stærstu fyrirtæki landsins sent allt starfsfólk sitt) þá finnst mér það ekki notalegt. Ég upplifi kveðjuna meira svona: Vertu gæfu allrar án allt þitt hreppi Drómi lán ettu mör og mygluskán, misstu í brækur þvag. Ávallt sé þér voðinn vís vertu svo með njálg og lýs, ettu það sem úti frýs: EIGÐU GÓÐAN DAG! Farðu beinast lönd og leið, líddu sára písl og neyð, lestu mola eftir Eið – af þeim fáðu slag. Brúka máttu betlistaf, boginn gakktu héðan af, fljúgðu út á Indlandshaf: EIGÐU GÓÐAN DAG! Haltu kjafti, heimska frík, hræðilega úldna lík, gakktu í skóla í Grindavík, gerðu kvöl þitt fag. Þoldu bæði þraut og pín, þarmagas og díoxín, ávallt samt þó, auma svín: EIGÐU GÓÐAN DAG! Það fylgir sögunni að skotið á Eið Svanberg sé ætlað honum til heiðurs fremur en hitt, en Bjarki þekkir vel til Eiðs frá því hann vann um skeið við málfarsráðgjöf á fréttastofu sem stundum fékk sneiðar frá Eiði: „Ég veit að hann hefur bara gaman af því að fá eina síðbúna á móti í léttum dúr.“ Ragna Guðvarðardóttir kastar fram limru: Menn vilja í fjölmiðla fara og frjálslega spurningum svara en segja öllu frá þó samt ekki má því sannleikann verður að spara. Magnús Halldórsson skrifar á Boðnarmjöð: „Á síðustu öld, lengst af allavega, ríkti gullöld málfars í ríkisútvarpi og á flestum fjöl- miðlum. Nú er öldin önnur, bullöld ríkir á nánast öllum fjölmiðlum og tekur úr steininn þegar íþróttum er lýst. Málfar breytist og ný orð skjótast fram, slettukastið alveg skelfilegt og vitnar um fátækt and- ans, nú er alsiða að tala um mikið magn af fólki og öðru. Sumir skora víst mikið magn, af mörkum, svo er bölv og ragn. Og ef þeir svona gera gagn, þá gjarnan kemur líka fagn.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limrum, magni og góðum degi Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER EITT AF HANS FYRRI VERKUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leyfa henni að sofa þegar hún er útkeyrð. 200 KR. SÆTIND I KAFF I HO RFÐU ÚT UM GLUGGA AF HVERJU GRAFA HUNDAR HOLUR? FRUMSTÆÐ LEIÐ TIL AÐ AFLA MATAR? EÐA TIL AÐ GEYMA TEIKNI- MYNDABLÖÐIN SÍN? VINALEGA KLIFURJURT. HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM FRÁ ENGLANDI! GOTT! HVAÐ KOMSTU MEÐ HANDA MÉR? Ættarnöfn fólks í enskumælandilöndum (og raunar víðar) geta verið býsna skondin. Nægir þar að tína til nöfn eins og Green, Butt, Kitchen, Sugar, Christmas, Fish- back, Glasscock og Grave. Þegar Víkverji var að grúska í gömlum sparkheimildum á dög- unum rakst hann á kostulegt eft- irnafn, Death. Hvorki meira né minna. Það var mætur maður á sinni tíð, Steve Death, sem varði mark enska knattspyrnufélagsins Reading um þrettán ára skeið, frá 1969-82. Við góðan orðstír. Hélt einu sinni marki sínu hreinu í ríflega 1.000 mínútur, sem á þeim tíma var met. Það var síðar slegið af Edwin van der Sar. x x x Þetta ágæta nafn hlýtur að hafaverið veisla fyrir sparklýsendur þess tíma, menn á borð við Brian Moore og Kenneth Wolstenholme. Hugsið ykkur: „Fantastic shot. Saved by Death!“ Eða: „You have to beat Death to score!“ Svo er auðvitað spurning hvort færi sem skilgreind eru sem „dauða- færi“ í knattspyrnu tengist Steve Death á einhvern hátt. Að fræknum ferli loknum vann Death um skeið sem flatahirðir á golfvelli í Reading en varð ekki langra lífdaga auðið. Death dó árið 2003, aðeins 54 ára gamall. Bana- mein hans var krabbamein. x x x Víkverji fór að velta fyrir sér upp-runa þessa ágæta ættarnafns og sennilegasta skýringin er sú að flæmskir innflytjendur hafi borið það á land í Bretlandi á miðöldum. Þar um slóðir er forskeytið De býsna algengt, í merkingunni frá. Í Belgíu er einmitt bær sem heitir Ath og þar liggja að öllum líkindum rætur Death-fjölskyldunnar bresku. Upprunalega skrifað De Ath eða D’Ath. Steve Death hefði þá verið Stefán frá Ath. Menn frá Ath fluttu einnig búferl- um til Bandaríkjanna, þeirra á með- al sá ágæti maður Rich Death, sem uppi var á sautjándu öld. Þá er að finna í Ástralíu gamlan rúgbíkappa, Jason Death, sem fæddur er á því herrans ári 1971. víkverji@mbl.is Víkverji Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. (Sálmarnir 86:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.