Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Gotti
Staflanlegur fjölnota stóll
með eða án arma
Fáanlegur í mörgum litum
Verð frá kr. 28.500
Gerum tilboð í stærri verk
www.facebook.com/solohusgogn
Íslensk hönnun og framleiðsla
Ný hönnun frá
Sturlu Má Jónssyni
Þau eru líklega
ekki mörg æskulýðs-
félögin hér á landi
sem geta þakkað fyrir
og státað af jafn far-
sælum ferli og fjöl-
breyttu starfi og
æskulýðs- og menn-
ingarfélögin KFUM-
&KFUK. En nú eru
einmitt 115 ár frá því
sr. Friðrik Frið-
riksson stóð fyrir stofnun félag-
anna síungu. Og hefur nú verið
flaggað af minna tilefni.
Þúsundir þátttakenda
Á hverju ári taka þúsundir ung-
menna þátt í starfi félaganna með
einhverju móti. Foreldrar hafa
jafnvel á hverju vori staðið í
löngum biðröðum til þess að láta
skrá börnin sín til þátttöku í sum-
arbúðum félaganna. Jafnvel þótt
kostnaður geti hlaupið á tugum
þúsunda. Honum er þó vissulega
haldið í algjöru lágmarki og dugar
aðeins fyrir aðföngum, mat og
launum starfsfólks. Lítið sem ekk-
ert verður umfram til viðhalds og
uppbyggingar en á því sviði hafa
yfirvöld ekki komið að stuðningi
við starfsemina með ámóta hætti
og vegna starfsemi annarra æsku-
lýðs- og íþróttafélaga, sem er
bæði miður og óskiljanlegt og
hreinlega óútskýranleg og óásætt-
anleg mismunun með öllu.
Dýrmætt nesti
Dæmi eru um að fjórar jafnvel
fimm kynslóðir hafi
tekið virkan þátt í
æskulýðsstarfinu og
eða dvalið í sum-
arbúðum félaganna.
Það er án efa dýr-
mætasta reynslan og
besta auglýsingin.
Að fá að taka þátt í
hinu fjölbreytta
æskulýðsstarfi er í
senn æfing í mann-
legum samskiptum,
lífsleikni og ómet-
anleg lífsreynsla sem
gefur kjarngott og ómetanlegt
nesti til að takast á við uppá-
komur lífsins.
Lögð er áhersla á dýrmæti ein-
staklingsins og virðingu fyrir
náunganum. Almenna umgengni,
sjálfsagða tillitssemi, háttvísi og
kurteisi. Að vera jákvæður og
uppörvandi. Leitast við að laða
fram styrkleika í eigin fari og
náungans, sem oft að vísu leynast
í miklum vanmætti. Læra að meta
og umgangast náttúruna, hylla ís-
lenska fánann, þakka fyrir að fá
að vera Íslendingur, en jafnframt
sem slíkur hluti af stórum heimi
sem lætur sig varða velferð
náungans á öllum sviðum.
Signing, bæn og
stutt hugleiðsla
Í sumarbúðunum er hver dagur
rammaður inn með signingu og
bæn til okkar kærleiksríka skap-
ara sem vill okkur allt hið besta
og hefur áætlun með líf okkar. Og
það ekki aðeins ævinlega heldur
eilíflega. Hans sem hvetur okkur
til að elska náungann og dæma
hann ekki. Heldur sýna honum
skilning og samstöðu og koma
honum til aðstoðar sem er ekki
aðeins hluti af trúarhugsjón held-
ur skynsemi sem okkur er af Guði
gefin og kemur okkur sjálfum til
góða í bráð og lengd.
Stuttur texti um þá dýrmætu
gjöf sem lífið er, kærleika Guðs,
fyrirgefningu, náð og miskunn og
umgengni við náungann er hug-
leiddur í nokkrar mínútur bæði
kvölds og morgna. Orð sem fylgja
slökun og varanlegur friður, sem
er æðri okkar mannlega skilningi
en kemur sér vel, gott er að hvíla
í og fá að njóta í öllu daglegu
amstri, líka þegar frá líður og á
reynir.
Ótal tækifæri
Í sumarbúðum KFUM og
KFUK kynnast börn og fá að
spreyta sig á listsköpun. Þau fá
tækifæri til að keppa í frjálsum
íþróttum, knattspyrnu, körfubolta,
handbolta, bandý, borðtennis og
skák svo fátt eitt sé talið. Kassa-
bílarall er vinsælt auk þess sem
gönguferðir, tálgun og útskurður,
hreyfing og almenn útivera, söng-
ur og hljóðfæraleikur, leiklist og
sögustundir koma sterkar inn.
Þátttakendur æfast í að vinna í
hóp, fá að njóta sín um leið og
þeir læra að meta framlag ann-
arra. Börnin fá nýja sýn á til-
veruna og lífið og þjálfast í að
nýta þær gjafir sem Guð hefur
gætt þau.
Þau fá innsýn í að fela líf sitt,
framtíð og framgang kærleiks-
ríkum Guði, höfundi og fullkomn-
ara lífsins, sem vill þeim vel og
hefur áætlun með líf þeirra. Áætl-
un til eilífs lífs.
Jákvæður ávöxtur þessa magn-
aða starfs er meiri en við almennt
tökum eftir í dag, en rekja mætti í
löngu máli og þúsundir Íslendinga
geta vitnað um.
Ég hvet kærleiksríka foreldra
þessa lands að íhuga vandlega að
leyfa börnum sínum að fá að
kynnast þessu þroskandi og mann-
bætandi starfi. Með sumarkveðju
og blessunaróskum!
Farsælt æskulýðs-
og menningarstarf í 115 ár
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Börnin þjálfast í trú,
von og kærleika.
Mannlegum samskipt-
um og lífsleikni. Hljóta
kjarngott nesti til að
takast á við uppákomur
lífsins.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og m.a. f.v.
framkvæmdastjóri KFUM&KFUK.
„Manipulationir“
og réttlætingar eru
lestir. Oftast siðleysi
og þegar verst lætur
siðblinda. Manus þýð-
ir hönd. Manipulation
er ósiðleg beiting
valds. Í nóvember
2005 varð ég fyrir því
að stjórn Lækna-
félags Íslands kærði
mig tvívegis í sama
málinu. Þetta var gert fyrir lækni
sem ekki hafði kjark til að kæra
mig sjálfur. Ég var kærður sam-
tímis til tveggja dómstóla. Sá
fyrri, kallaður „bráðabirgðarit-
stjórn“, fékk á laun eftirfarandi
verkbeiðni Sigurbjörns Sveins-
sonar, formanns LÍ, og Óskars
Einarssonar, formanns LR:
„Stjórnir læknafélaganna fela
ykkur hér með að taka ákvörðun
um það hvort umrædd grein Jó-
hanns Tómassonar skuli tekin af
vefnum, einstök atriði hennar eða
hún öll, tímabundið eða varanlega
og hvort biðjast skuli afsökunar í
næsta tölublaði á birtingu grein-
arinnar. Ef svarið við síðarnefnda
atriðinu er jákvætt óska stjórn-
irnar eftir að sú afsökunarbeiðni
verði orðuð af ykkur.“
Með einu símtali til Sigurðar
Guðmundssonar landlæknis var
málið komið hringinn: „Svarið“
var jákvætt. Hringleikur. Hvílík
snilld! Ég var veginn, óvitandi, úr
launsátri.
Náttvíg
Með kærunum kvaðst stjórn LÍ
heiðra Codex ethicus. Það var ný-
mæli. Jafnræðisregla stjórn-
arskrárinnar var einnig heiðruð á
nýstárlegan hátt: „Kári Stef-
ánsson var félagi í Læknafélagi
Íslands og átti sama rétt og allir
aðrir læknar til að heiður hans
væri varinn af stjórn félagsins ef
svo bæri undir.“ (Sigurbjörn
Sveinsson, fyrrv. form. LÍ. Mbl.
26. apr. 2012).
Siðanefnd og formaður Lækna-
félags Íslands gerðu síðan allt til
að tefja málið í siðanefnd. Því lauk
ekki fyrr en eftir þrjú og hálft ár.
Ég sagði mig þá úr Læknafélagi
Íslands.
Þremur árum síðar, vorið 2012,
var ég þvingaður til að ganga í fé-
lagið á ný. Ég ákvað nú að krefj-
ast gagna sjálfur. Ný stjórn
Læknafélags Íslands veitti mér
aðgang að gögnum sem fyrrver-
andi formaður félagsins, Sig-
urbjörn Sveinsson, hafði haldið frá
Ragnari Aðalsteins-
syni lögmanni mínum.
Hin mikilvægustu
gögn. Aðal-fundargerð
stjórnar LÍ í málinu
finnst ekki: „Hvorki á
skriflegu né rafrænu
formi.“ Frá formanni
Læknafélags Reykja-
víkur hef ég fengið
eftirfarandi upplýs-
ingar: „Það finnast
engin gögn.“
Það var þó uppgötv-
un sem ég gerði í september sl.
sem hefur valdið mér mestu hug-
arangri. Siðanefnd Læknafélags
Íslands reynist, auk tafanna, hafa
misfarið svo með rökfasta grein-
argerð Ragnars að ég varð miður
mín. Stórfellt brottnám texta úr
greinargerð Ragnars og falsanir.
Á einum stað er felld niður heil
blaðsíða hjá Ragnari og skeytt
saman í úrskurði siðanefndar á
svo lymskulegan hátt, að ljóst er
að þar eru engir viðvaningar á
ferð. Nokkrum dögum síðar fékk
ég alvarlegt hjartaáfall. Hálfum
mánuði þar á eftir gekkst ég undir
opna hjartaaðgerð. Ég á læknum,
sem geta, líf mitt að þakka.
Siðanefnd Læknafélagsins reyn-
ist hafa notað síðasta tækifærið,
síðustu setninguna, í úrskurðinum
15. apríl 2009 til að losa sig við
óbermið, líkið í lestinni, bráða-
birgðaritstjórnina: „Þá er ekki
heldur fallist á það að bráða-
birgðaritstjórn Læknablaðsins
hafi með afskiptum sínum af máli
þessu brotið gegn siðareglum.“
Ragnar fjallaði ítarlega um bráða-
birgðaritstjórnina í greinargerð
sinni.
Siðanefndin reynist hafa falið
óbermið í úrskurðum sínum með
svikráðum og bellibrögðum.
Laumaði því svo út í blálokin í
þeirri von að enginn tæki eftir því!
„Ó, vei þeim sem með órétt lög
umgangast og þau tíðka mjög,
sannleiknum meta sitt gagn meir.
Svívirðing Drottni gjöra þeir.“
(H.P.)
Vélar og launsvik
siðanefndar Lækna-
félags Íslands
Eftir Jóhann
Tómasson
Jóhann
Tómasson
» Siðanefnd og for-
maður Læknafélags
Íslands gerðu síðan allt
til að tefja málið í siða-
nefnd. Því lauk ekki fyrr
en eftir þrjú og hálft ár.
Höfundur er læknir.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Aukablað
alla þriðjudaga