Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Með tiltölulega skömmum fyrirvara mætti ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir á Reykjanesbraut til að óhætt teldist að auka leyfðan öku- hraða í 110 km/klst. á þeim hluta vegarins sem er með tvær akreinar í hvora átt. Þetta kemur fram í bréfi sem Sam- göngufélagið sendi nýverið til Samtaka sveitar- félaga á Suður- nesjum. Til að auka megi meðalhrað- ann þarf að bæta öryggi vegfar- enda á Reykja- nesbraut og leggur Samgöngufélag- ið til að gerð verði sérstök hjóla- braut meðfram veginum, upp- setningu vegriða verði lokið, ljósastaurar hugsanlega færðir og jafnframt að lokið verði tvöföldun á 8 km kafla Hafnarfjarðarmegin. Framkvæmdirnar yrðu fjármagn- aðar með veggjöldum á þá sem velja það að keyra á 110 km hraða í stað 90. Veggjaldið yrði rukkað inn með hraðamyndavélum. „Skal sem dæmi nefnt að ef um helmingur ökumanna sem fara um Reykjanesbraut daglega nýtir sér heimild til aukins hraða og inn- heimtar yrðu hjá eiganda hvers ökutækis um 250 kr. fyrir hverja ferð mætti gera ráð fyrir brúttó- tekjum að fjárhæð allt að 1.2 m.kr. á dag eða 450 m.kr. á ári. Sennilega mætti þó ná nokkru hærri fjárhæð en þetta auk þess sem gera mætti ráð fyrir eitthvað aukinni umferð ef þessar endurbætur yrðu að veru- leika,“ segir í bréfi Samgöngufé- lagsins. Hugmyndin með þessu er að stytta ferðatímann milli höfuðborg- arsvæðisins og Keflavíkur og þá yrði raunhæfari kostur að færa inn- anlandsflugið úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Brautin yrði afkastameiri, hentugri og öruggari Jónas Guðmundsson, formaður Samgöngufélagsins, segir að þetta séu bara ábendingar og kannski ein möguleg lausn varðandi Reykjavík- urflugvöll. „Þetta er einn möguleiki í stöðunni sem verður að skoða. Það verður ekki gerður nýr flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu og sá sem er nú verður aldrei fullnýttur fyrir flug eins og hann er enda er farið að þrengja verulega að starfseminni,“ segir Jónas. Hann sendi svipað erindi til Reykjanesbæjar fyrir rúmu ári, var því vísað til umhverfis- og sam- göngusviðs bæjarins sem gat ekki tekið undir tillögurnar. Samgöngu- félagið sendi þá í kjölfarið Vega- gerðinni bréf og óskaði upplýsinga um hvort hún sæi einhverja ann- marka á því að heimilaður hraði yrði aukinn í 110 km á klst. á tvöfalda hluta vegarins og hvaða ráðstafanir þyrfti að gera til að hækka mætti hraðatakmörk. Vegagerðin svaraði að til þess þyrfti að tryggja hjól- reiðafólki örugga leið utan vegarins, aðskilja akstursstefnur með vegriði og skoða veglýsingu. Að þessum at- riðum uppfylltum taldi Vegagerðin ekki annmarka á hækkun heimilaðs hraða í 110 km/klst. „Mér finnst þetta svar frá Vega- gerðinni staðfesta að þetta sé vel hægt. Brautin yrði afkastameiri, hentugri og öruggari með þessum breytingum og það skiptir miklu máli að stytta ferðalagið til Kefla- víkur,“ segir Jónas. Vill 110 km hraða á Reykjanesbraut  Þyrfti fyrst að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á veginum  Yrði greitt með veggjaldi á þá sem kysu að keyra á 110 í stað 90  Hugmyndin að stytta ferðatímann frá Reykjavík til Keflavíkur Morgunblaðið/Ómar Reykjanesbraut Tryggja þyrfti öryggi hjólreiðamanna áður en hægt yrði að auka hraðann upp í 110 km/klst. Jónas Guðmundsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Tilgangur Samgöngufélagsins er að stuðla að sem mestum fram- förum í samgöngum á og við Ís- land. Félagið heldur úti vefsíð- unni www.samgöngur.is. Eitt af því sem var innleitt ný- lega og er hugmynd Jónasar er þjónustumerkið samnýting öku- tækja. Merkið vísar á góða „húkka sér far“ staði við vegi. „Vegagerðin hefur innleitt þetta sem opinbert þjónustumerki fyr- ir samgöngumáta á þessum nót- um. Fyrsta merkið var sett upp fyrir mánuði og ég sé þetta sem þjónustu við þá sem eru á ferð- inni og ekki á bíl,“ segir Jónas. Hann vinnur líka að því að fá inn- leidd þjónustumerki fyrir raf- hleðslustöðvar og vill sjá þær víðar um landið, m.a. fyrir ferða- menn sem fara um á rafmagns- hjólum. Þá heldur Jónas úti vefsíðunni bilfar.is. SAMGÖNGUFÉLAGIÐ Samferða Merkir að framundan er góður staður til að húkka sér far á. Hægt að húkka sér far VIÐTAL Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Ég ætla ekki að þykjast vera töff- ari og hundsa það sem gerðist. Ég þarf að vinna úr þessu og gera það vel, en fyrir þá sem eru með fjalla- mennsku í blóðinu er þetta svo óendanleg ástríða. Fjöllin eru stór hluti af mér og það verður ekki tek- ið í burtu,“ segir Vilborg Arna Giss- urardóttir. Vilborg kom aftur til Íslands á sunnudag eftir átakanlega ferð til Nepals þar sem hún upplifði mann- skæðasta slys í sögu Everest-fjalls. Sextán manns létu lífið og þar á meðal þrír úr hennar starfsliði. Hún segist sátt með ákvörðun sína um að klífa ekki fjallið í þetta sinn og hefði ekki viljað fara upp undir núverandi kringumstæðum. Þó vill hún ekki að slysið verði sín síðustu samskipti við Everest og vonar að sagan fái góðan endi síðar. „Núna er ekki rétti tíminn en hann gæti verið seinna,“ segir hún. Boðið að fara með öðrum hóp Vilborgu var boðið að slást í för með öðrum fjallgönguhóp en af- þakkaði. „Mér fannst það vera ákvörðun sem ég þyrfti að melta og gat ekki stokkið á það. Ég fór í framhaldinu og hitti vin minn, sem er sjerpi, og fékk að heyra hans sjónarmið. Hefði ég talað við sjerp- ana í mínum hóp hefðu þeir eflaust ekki sagt mér allan sannleikann. Þeir eru það trygglyndir og hefðu líklega haldið áfram ef um það hefði verið beðið,“ segir hún. „Þarna fékk ég að heyra hlutina í gegnum hans fólk og langaði í kjölfarið ekkert til þess að klífa,“ segir Vilborg. Hún segir sjerpana hafa verið í miklu áfalli. „Þú vilt ekki fara með einhvern í þannig ástandi á vett- vang þar sem ummerki slyssins eru alls staðar; þarna er blóð og bak- pokar eru á víð og dreif. Þeir trúa að fjallið hafi talað og vilji ekki láta klífa sig í ár. Ég ber mikla virðingu fyrir innsæi þeirra og fannst ég ekki geta réttlætt það að halda áfram.“ Enginn með frímiða á toppinn Hún segir skoðanir annarra fjall- göngumanna vera misjafnar. „Allir fjallamenn verða að vita að topp- urinn er aldrei öruggur. Þó að þú farir í ferð að Everest ertu ekki kominn með frímiða á toppinn. Sumir voru reiðir út í leiðsögufyr- irtækin en aðrir úr í kjarabaráttu sjerpanna. Fólk hafði eins mis- jafnar skoðanir og það kom á mis- munandi forsendum. Ég held þó að allir þeir sem upplifðu slysið í ná- vígi hafi verið á því að halda ekki áfram.“ Vilborg segir ótalmargt geta far- ið úrskeiðis og fjallamenn þurfi að búa sig undir það. „Ég hef oft hugs- að hvernig ég myndi taka því að þurfa að snúa við og reynt að und- irbúa mig andlega fyrir það. Ég átti þó ekki von á því að þurfa taka ákvörðunina á þessum forsendum.“ Vilborg sver það af sér að vera áhættufíkill og segist skipuleggja sig vel. „Ég leitast við að fara öruggustu leiðina og valdi leiðsögu- fyrirtæki mitt þar sem það hefur mestu reynsluna. Ég er ekki að fara þarna upp til þess að setja mig í lífshættu. Það er ekki markmiðið.“ Í kjölfar slyssins hafa margir gagnrýnt aðstæðurnar á Everest, þar sem sjerpar leggja líf sitt að veði fyrir Vesturlandabúa sem borga fúlgur fjár til þess að klífa fjallið, en aðeins brot af því fjár- magni lendir í vasa sjerpanna. Vil- borg telur öruggt að kjör þeirra batni nú, þar sem allur heimurinn fylgist með. „Enginn veit almenni- lega í hvað þessir tíu þúsund dalir sem við borgum í leyfisgjald fara. Þeirra barátta snýst um að 30% þess fari í þeirra sjóð auk þess að líftryggingar verði hækkaðar.“ Hún segir langflesta sjerpanna vera fjallamenn í eðli sínu, sem alist hafi upp í Himalajafjöllum og bend- ir einnig á að þeir teljist mjög há- launaðir í sínu samfélagi. „Þetta er helst spurning um að þeir fái viðeig- andi þjálfun og að eitthvað taki við ef þeir láta lífið.“ Verkefnið ekki ónýtt Leiðangurinn á Everest var hluti af svokallaðri Adventure Grand Slam-áskorun þar sem hæsti tindur hverrar heimsálfu er klifinn auk suður- og norðurpólsins. Takist henni verkið verður hún önnur kon- an til þess. „Mitt markmið var að fara á einu ári. Fyrir mér er verk- efnið ekki ónýtt en það tekur lengri tíma. Ég vildi vera fljótust kvenna til að klára þetta. Nú vinn ég úr því sem ég hef og þarf að snúa mér öðruvísi.“ Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún fer á norðurpól- inn eða hvort það verður fyrir eða eftir Everest. Hún segist hafa tekið ástfóstri við Nepal og gerir ráð fyr- ir að fara mun oftar. „Þetta er allt annar heimur en okkar. Fólkið sýn- ir náunganum mikla umhyggju og fórnfýsi, sem stundum getur orðið því að falli.“ Hefur ekki sagt skilið við Everest  Vilborg Arna er sátt með ákvörðun sína en vill þó ekki að slysið verði sín síðustu samskipti við Everest-fjall  „Þú vilt ekki fara með einhvern í áfalli á slysstað þar sem ummerkin eru alls staðar“ Ljósmynd/Vilborg Arna Rætur Everest Vilborg ber mikla virðingu fyrir Everest og ætlar aftur síð- ar. „Þó að þú farir að fjallinu ertu ekki með frímiða á toppinn,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.