Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014 Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is NAPOLI hitastýrt sturtusett 29.990 Reykjavík - Reykjanesbæ Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Ársfundur Land- spítala fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag, þriðjudaginn 6. maí, og stendur frá kl. 13-16. Yfir- skrift fundarins er „Þjóðarsjúkrahús á tímamótum“ og mun Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra ávarpa fundinn. Eins og yfirskrift ársfundarins gefur til kynna þá stendur Landspít- alinn á tímamótum og verður seinni hluta ársfundarins varið í sérstakt málþing um húsakost og uppbygg- ingu spítalans, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundarstjóri verður Guðfinna S. Bjarnadóttir. Fundurinn er öllum opinn og fer skráning fram á heima- síðu spítalans, landspitali.is. Uppbygging Landspítala í for- grunni á ársfundi Páll Matthíasson for- stjóri Landspítala. Andri Karl andri@mbl.is Saksóknari hjá sérstökum saksókn- ara krafðist þess við aðalmeðferð í Imon-málinu svonefnda í gærdag að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yrði dæmdur í að minnsta kosti fimm ára fangelsi. Þá krafðist saksóknarinn þess að Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sama banka, og Steinþór Gunnarsson, fyrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, yrðu dæmd í ekki minna en fjögurra ára fangelsi. Stefnt er að því að ljúka aðalmeðferð málsins í dag. Arnþrúður Þórarinsdóttir, sak- sóknari hjá sérstökum saksóknara, átti sviðið ein í dómsal 101 í gærdag þegar hún hélt rúmlega þriggja tíma málflutningsræðu sína. Augljóst var á hinum ákærðu og verjendum þeirra að ekki fór allt vel ofan í þau sem saksóknari sagði. Þeim gefst hins vegar kostur á að segja sína hlið á málinu í dag. Í Imon-málinu er ákært vegna sölu Landsbankans á eigin bréfum til tveggja félaga, Imon ehf. og Al- zaela Resources Ltd. og lúta ákæru- liðirnir að umboðssvikum og mark- aðsmisnotkun. Sigurjón er ákærður í fjórum liðum, Sigríður Elín í tveimur og Steinþór í tveimur. Saksóknari sagði viðskiptin blekkingarleik og til þess gerð að losa Landsbankann við eigin bréf til þess eins að hann gæti haldið áfram að kaupa fleiri eigin bréf á markaði í lok september og byrjun október 2008. Þannig hefði verði bréfanna verið haldið uppi og markaðurinn blekktur, þegar engin raunveruleg eftirspurn var eftir bréfunum. Tilkynnt án fjármögnunar Til stóð að Landsbankinn fjár- magnaði kaupin og hefðu samtals þrettán milljarðar verið lánaðir til félaganna ef allt hefði gengið eftir. Hins vegar varð „aðeins“ af einni lánveitingu af þremur, upp á fimm milljarða króna til Imon. Fjármögn- un hinna viðskiptanna lauk ekki en engu að síður var Kauphöllinni til- kynnt um viðskiptin og sagði sak- sóknari að það hafi verið gert til að blekkja markaðinn. Saksóknari sagði að á þessum tíma hefði enginn fjárfestir verið tilbúinn að taka fjárhagslega áhættu og kaupa bréf í Landsbankanum. Enda hefði komið á daginn að eig- endur Imon og Azalea lögðu ekki krónu út heldur létu eignalaus félög taka lán fyrir kaupunum. Sömu eig- endur hefðu hagnast ef bréfin hefðu hækkað í verði en gátu ekki tapað á viðskiptunum. Landsbankinn hlaut hins vegar alltaf að tapa á þeim. Inn í bankann hefðu þannig komið fjár- festar sem ekki voru tilbúnir að leggja fram neinar tryggingar, engu að síður fengu eignalaus félög þeirra hlutabréf fyrir milljarða króna. Gríð- arlegt tap á viðskiptunum hefði verið fyrirsjáanlegt en nauðsynlegt til að halda kerfisbundinni markaðsmis- notkun áfram. Saksóknari sagði að brotin ættu sér fá fordæmi varðandi umfang og alvarleika. Þau vörðuðu gríðarlega háa fjárhæð og markaðssvikin hefðu gefið alranga mynd af eftirspurn eft- ir hlutabréfum í bankanum. „Alvar- legar og langvarandi afleiðingar fyr- ir kröfuhafa bankans og íslenskt samfélag þekkja síðan allir.“ Þá kom fram hjá saksóknara að enn væri verið að rannsaka önnur mál sem tengdust sama tímabili hjá Landsbankanum. Krefst 5 ára fangelsis hið minnsta  Saksóknari sagði að athafnir bankafólks hefðu haft alþekktar, alvarlegar og langvarandi afleiðingar Morgunblaðið/Þórður Sóknin Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari á milli aðstoðarkvenna sinna. Hermann Þorsteins- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, lést í gærmorgun, 92 ára að aldri. Hermann fædd- ist 7. október 1921 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Her- mannsdóttir húsfreyja og Þorsteinn Ágústs- son, húsgagnasmiður í Reykjavík. Hermann var fjórði af sex systk- inum og lifði hann þau öll. Hermann starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í nákvæm- lega hálfa öld, eða frá fjórtán ára af- mælisdegi sínum árið 1935 til sama dags árið 1985. Á þeim tíma sinnti hann ýmsum störfum fyrir Sam- bandið, dvaldi um árabil á þess veg- um í Kaupmannahöfn. Eftir að þaðan var komið veitti hann forstöðu Líf- eyrissjóði SÍS í 25 ár. Hermann var virkur í félags- störfum og lagði mörgum góðum málefnum lið. Hermann starfaði bæði fyrir KFUM og var einn af stofnendum Gídeon-félagsins. Her- mann var jafnframt ólaunaður fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíu- félags frá 1965 til ársins 1990 og sá meðal annars um útgáfu Biblíunnar árið 1981. Hermann vann þar að endurreisn og eflingu þessa elsta fé- lags á Íslandi, ásamt þá- verandi biskupi Íslands, hr. Sigurbirni Ein- arssyni, og Ólafi Ólafs- syni kristniboða, en starf þess hafði þá legið niðri um árabil. Eitt helsta hugðar- efni Hermanns var bygging Hallgríms- kirkju, en hann tók sæti í sóknarnefnd kirkj- unnar árið 1960 og tók við forstöðu fram- kvæmdanna árið 1965. Hermann fór á eftirlaun 1985, ári áð- ur en kirkjan var vígð, og eyddi þá öllum starfskröftum sínum næsta ár- ið sem ólaunaður byggingarstjóri þar til kirkjan var loks vígð hinn 26. októ- ber 1986, þremur vikum eftir 65 ára afmæli Hermanns og 41 ári eftir að byrjað var að reisa hana. Er óhætt að segja að þakka megi Hermanni öðr- um fremur að lokið var við kirkjuna, þó að margir hafi lagt þar hönd á plóg. Frú Vigdís Finnbogadóttir sæmdi Hermann fálkaorðunni með þessum orðum: „Fyrir allt sem þú hefur gert fyrir trúna í landinu.“ Hermann var tvígiftur. Fyrri kona hans hét Ingibjörg Magnúsdóttir, en þau giftust 10. maí 1947. Ingibjörg lést 19. september 1993. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er Helga Rakel Stefnisdóttir. Andlát Hermann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.