Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
!"#
$
% &
'''
()* % & ()* +
, +
Innréttingar
Hillu- og skúffukerfi
Fyrir allar
gerðir bíla
• Þrautreynt kerfi
• Öryggisprófað
• Tryggir þig gegn
tjóni
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
Eyrnalokkagöt
Sumarlegt :-)
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
Bolur kr. 7.900 - Fleiri litir
Buxur kr. 5.900 - Fleiri litir
Loftrýmisgæsla Atlantshafs-
bandalagsins við Ísland hefst að
nýju mánudaginn 12. maí nk. með
komu flugsveitar bandaríska flug-
hersins. Alls munu um 220 liðsmenn
taka þátt í verkefninu, þar af um
fimmtán manns á Akureyri þar sem
staðsettar verða þotugildrur og
flugviti. Flugsveitin kemur til
landsins með F-15 orrustuþotur,
C-130 björgunarflugvélar, ásamt
eldsneytisbirgðavél.
Gera má ráð fyrir aðflugsæf-
ingum að varaflugvöllum á Ak-
ureyri og hugsanlega Egilsstöðum
14.-16. maí nk.
Verkefnið verður framkvæmt
með sama fyrirkomulagi og fyrri ár
og í samræmi við loftrým-
isgæsluáætlun NATO fyrir Ísland
og samninga sem í gildi eru. Ráð-
gert er að verkefninu ljúki í byrjun
júní, segir í frétt á heimasíðu Land-
helgisgæslunnar.
Þjálfunarverkefnið „Iceland Air
Meet 2014“ stóð yfir hér á landi í
febrúar sl. Þáttakendur komu frá
Íslandi, Noregi, Hollandi og Banda-
ríkjunu. Einnig tóku þátt í æfing-
unni flugsveitir frá Finnlandi og
Svíþjóð. Á meðan verkefnið stóð yf-
ir annaðist flugsveit Norðmanna
loftrýmisgæslu NATO hér við land.
Bandaríkin
gæta loft-
rýmisins
220 liðsmenn taka
þátt í verkefninu
Morgunblaðið/ÞÖK
Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu Einari K. Guð-
finnssyni, forseti Alþingis, tæplega 70.000 undirskrift-
ir fólks í gær sem lýsir þar yfir vilja sínum til
óskertrar flugstarfsemi í Vatnsmýri. Aldrei hefur jafn
mörgum undirskriftum verið safnað í sögu þjóðarinn-
ar, en þær höfðu áður verið afhentar borgarstjóranum
í Reykjavík, Jóni Gnarr, fyrir rúmum sjö mánuðum.
„Í kjölfar þeirrar afhendingar var ákveðið að koma
á fót svokallaðri Rögnunefnd sem átti að leita að öðr-
um kostum en Vatnsmýri fyrir flugvöll,“ segir Friðrik
Pálsson, annar tveggja formanna Hjartans í Vatns-
mýri.
„Við reiknuðum með því að friður yrði um nefnd-
arstarfið en komið hefur í ljós að borgaryfirvöld vinna
markvisst að því að skipuleggja Vatnsmýrina þannig
að flugvöllurinn verði þar ekki til frambúðar. Við telj-
um því brýna þörf á að vekja athygli Alþingis á stöðu
mála áður en það fer í sumarfrí.“
Spurður um hvort það hafi ekki staðið til frá upp-
hafi að Alþingi fengi undirskriftirnar segir Friðrik að
það hafi alltaf verið ætlunin. „Áskorunin beinist bæði
gegn ríki og borg. Við ákváðum að sjá til og gefa
Rögnunefndinni frið til að vinna. En borgin hefur,
þrátt fyrir þetta samkomulag, unnið ósleitilega að því
að gera þær ráðstafanir sem gera það útilokað að
flugvöllurinn verði þarna áfram. Því afhentum við
undirskriftirnar aftur, til að leggja áherslu á mik-
ilvægi málsins.“ annalilja@mbl.is
Afhentar í annað sinn
Stór bunki Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
með undirskriftirnar, allar 70.000, í gær.
Tók við 70.000 flugvallarundirskriftum á Alþingi í gær
Karlmaður er grunaður um að hafa
reynt að tæla ungan dreng upp í
bifreið í Stakkahlíð í Reykjavík síð-
degis á föstudag. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu bauð maðurinn
drengnum sælgæti. Pilturinn brást
hins vegar rétt við og forðaði sér og
lét foreldra sína vita.
Lögreglan segir að atvikið hafi
átt sér stað um kl. 17 við húsnæði
Kennaraháskóla Íslands. Drengur-
inn, sem er níu ára gamall og nem-
andi við Háteigsskóla, var einn á
gangi þegar maðurinn stöðvaði
stóran jeppa sinn, gekk út og bauð
drengnum sælgæti. Að sögn lög-
reglu var ekki talað um að maður-
inn hefði beðið piltinn um að koma
með sér en lögreglan lítur aftur á
móti á atvikið sem tælingarmál.
Pilturinn gat gefið lögreglunni lýs-
ingu á manninum sem gengur enn
laus.
Grunaður um að reyna að tæla dreng
Yfir 500 jarðskjálftar mældust við
Herðubreiðartögl frá því snemma á
laugardagsmorgun og fram á há-
degi á sunnudag. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu Íslands
kom stærsti skjálftinn aðfaranótt
sunnudagsins og mældist hann 3,9 á
stærð. Varð skjálftans lítillega vart
á Akureyri. Síðan þá hefur hrinan
verið í rénun og fáir skjálftar hafa
náð 2 á Richter-kvarða.
Skv. upplýsingum frá Veðurstof-
unni eru slíkar hrinur algengar á
eldgosabeltinu norðan Vatnajökuls
og engin mælanleg merki um að
þessi hrina muni leiða til eldgoss.
Jarðskjálftahrina við Herðubreið í rénun