Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 106. tölublað 102. árgangur
HERMANNA-
BRAGGI SELDUR
FYRIR TRAKTOR
KEPPNIN
LEGGST VEL
Í STRÁKANA
DRAUMABÍLAR
OG DRAUM-
ÓRABÍLAR
EUROVISION 30 MERKILEG SÝNING BÍLARÁ SLÓÐUM ÓLA SKANS 10
„Þó svo að vöxtur gagnavera Ad-
vania og Verne hafi verið þónokkur
erum við að dragast aftur úr með
hverju árinu sem líður. Vöxtur
gagnaveramarkaðarins er slíkur að
við þyrftum að vera að vaxa marg-
falt á við það sem við gerum í dag,“
segir Eyjólfur Magnús Kristinsson,
framkvæmdastjóri hjá Advania og
formaður Samtaka gagnavera, um
þróun gagnavera hér á landi. Aðeins
tvö gagnaver eru starfandi; Advania
Thor Data Center í Hafnarfirði og
Verne Global á Ásbrú, en ekkert
hefur orðið af öðrum áformum.
Eyjólfur segir Ísland í harðri sam-
keppni við önnur lönd, einkum Ír-
land, Svíþjóð, Finnland og Noreg.
Þangað hafi stórfyrirtæki á borð við
Google og Microsoft leitað með sín
gagnaver. Kallar Eyjólfur eftir
meiri stuðningi stjórnvalda við að
skapa samkeppnishæft umhverfi.
Þó eru jákvæð teikn á lofti. Ad-
vania undirbýr nú byggingu 2.500
fermetra gagnavers á Fitjum í
Reykjanesbæ og hugar að stækkun í
Hafnarfirði. »20
Ísland að
dragast
aftur úr
Hörð samkeppni
um gagnaverin
Lítil breyting milli ára
» Að mati Vinnumála-
stofnunar voru 1.620 háskóla-
menntaðir án vinnu í mars
2013, en 1.571 í mars sl.
» Þeir voru 1.907 í mars 2012
og 2.169 í mars 2011.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vinnumarkaðurinn er ekki að skapa
nógu mörg störf fyrir háskólamennt-
að fólk og er áfram útlit fyrir tölu-
vert atvinnuleysi meðal þessa hóps.
Þetta segir Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri Hagvangs, sem
telur að vegna fárra tækifæra muni
margir sem ljúka háskólanámi í sum-
ar kjósa að fara í lengra nám.
„Ef nú væri eðlilegt árferði væri
verið að ráða fólk inn í fyrirtæki sem
eru af stærri gerðinni. Þar má nefna
stór þjónustufyrirtæki og fjármála-
stofnanir. Þau eru hins vegar ekki að
taka við nýju fólki.“
Katrín bendir á að störfum fyrir
sérhæft starfsfólk muni fækka með
því að slitastjórnir, skilanefndir og
bankar draga saman seglin.
„Það munar gríðarlega um þetta,“
segir Katrín sem áætlar að þarna sé
samtals um að ræða hundruð starfa.
Lárus Blöndal, deildarstjóri hjá
Hagstofu Íslands, telur Vinnumála-
stofnun beita aðferð sem mæli minna
atvinnuleysi en Hagstofan áætlar.
„Við hjá Hagstofunni myndum því
að öllu jöfnu telja að atvinnuleysið
hjá okkur væri hærra – að skráð at-
vinnuleysi hjá Vinnumálastofnun
myndi vanmeta atvinnuleysið.“
MTelur atvinnuleysi »12
Gráður ekki ávísun á störf
Sérfræðingur telur háskólafólk munu velja frekara nám í stað atvinnuleysis
Deildarstjóri hjá Hagstofunni telur Vinnumálastofnun vanmeta atvinnuleysi
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt
framtíð eru stærstu flokkarnir á
Akranesi samkvæmt nýrri könnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands fyrir Morgunblaðið á fylgi
flokka í bænum.
Meirihlutinn í bæjarstjórn er fall-
inn. Flokkarnir þrír sem mynda
meirihlutann, Framsókn, Samfylk-
ingin og Vinstri-græn, tapa allir
miklu fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist
nú 43,1%. Fengi flokkurinn fjóra
fulltrúa í bæjarstjórn en hefur nú
tvo. Björt framtíð mælist með
20,5% fylgi. Hún fengi tvo fulltrúa.
Samfylkingin tapar miklu fylgi.
Stuðningur við hana mælist nú
19,2% og fengi hún tvo bæjar-
fulltrúa kjörna. Í kosningunum
2010 fékk flokkurinn 34,8% at-
kvæða og fjóra bæjarfulltrúa.
Frjálsir með Framsókn njóta
stuðnings 11,2% kjósenda. Fram-
boðið, sem er arftaki framboðs
framsóknarmanna og óháðra 2010,
fengi einn mann í bæjarstjórn en
hefur nú tvo. VG mælist með 5,4%
fylgi og fær engan bæjarfulltrúa, en
hefur nú einn. »16-17
Fylgissveifla til Sjálfstæðisflokksins
Ný könnun á Akranesi Meirihlutinn fellur Björt framtíð með tvo menn
Fylgi flokka í bæjarstjórn Akraness
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 25. apríl - 1. maí 2014.
Sjálfstæðisflokkurinn 43,1%
Björt framtíð 20,5%
Samfylkingin 19,2%
Frjálsir með Framsókn 11,2%
Vinstri - grænir 5,4%
Aðrir 0,6%
43,1%
20,5%
19,5%
11,2%
5,4%
0,6 %
Borgarbúar hafa notað vel hlýindin sem verið
hafa síðustu daga. Gönguskórnir og reiðhjólin
eru tekin úr geymslum. Margir hafa skráð sig í
átakið Hjólað í vinnuna sem hefst á morgun.
Spáð er mildu veðri áfram en búast má við vætu
á Suður- og Vesturlandi í dag.
Morgunblaðið/Kristinn
Hjólað
út í vorið
Þrír veitinga-
staðir sem leggja
áherslu á fisk-
meti hefja þessa
dagana starfsemi
í nágrenni við
Reykjavíkurhöfn.
Í Tryggvagötu
eru Icelandic
Fish and Chips og
Reykjavík Fish.
Þá var nýverið
opnaður sjávarréttastaðurinn Kjall-
arinn í Aðalstræti 2. Veitingamenn
hafa ekki áhyggjur af offramboði
staða, ferðamönnum fjölgi enn og
þeir þurfi að borða. »4
Ferðamannafjöldinn
þarf að borða
Icelandic Fish and
Chips, Hafnarhvoli.
Veggjald sem
yrði rukkað inn
með hraða-
myndavélum
myndi fjármagna
framkvæmdir við
Reykjanesbraut
svo hægt yrði að
auka leyfðan
ökuhraða upp í 110 km/klst.
Þetta er meðal hugmynda Sam-
göngufélagsins en það sendi nýver-
ið bréf til Samtaka sveitarfélaga á
Suðurnesjum með tillögum um úr-
bætur á Reykjanesbraut til að geta
hækkað hraðatakmörk þar og stytt
ferðatímann á milli höfuðborg-
arsvæðisins og Keflavíkur. »6
Fjármagnað með
gjaldi á 110 km hraða