Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Baltacha látin þrítug að aldri 2. „Ég rændi stúlkunum ykkar“ 3. Var látin þegar sjúkrabíllinn kom 4. Gunnar Hansson og frú selja íbúðina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þungarokkshljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle mun ekki fara fram á Íslandi í ár en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2009. Sigur- sveitir keppninnar hér á landi hafa tekið þátt í lokakeppni Wacken á tón- listarhátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi þar sem fulltrúar 30 landa berjast um sigursætið. Þátt- tökuþjóðum hefur farið fjölgandi, þær eru nú 40 og þar sem aðeins 30 lönd komast að þurfa tíu að sitja hjá ár hvert og er nú komið að Íslandi. Ís- lenska rokksveitin The Vintage Ca- ravan mun hins vegar leika á hátíð- inni. Wacken Metal Battle-keppnin verður aftur haldin á Íslandi 2015. Ísland ekki með í Wacken-keppninni  Peter Tompkins óbóleikari og Val- gerður Andrés- dóttir píanóleikari koma fram á tón- leikum í sal Tónlist- arskóla Garða- bæjar í kvöld kl. 20 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ. „Þar sem að gróa gullin blóm“ er yfirskrift tónleikanna. Flutt verða ensk þjóðlög og verk eftir Alan Richardson, Madeleine Dring, Vaug- han Williams, Carl Nielsen, Jón Ás- geirsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Klassík í Garðabæ  Bíó Paradís mun sýna frá öllum keppniskvöldum Eurovision- söngvakeppninnar í beinni útsendingu og er frítt á allar sýningar. Fyrra undanúrslitakvöld- ið er í kvöld og hefst keppnin kl. 19. »30 Söngvakeppni í bíósal Á miðvikudag Austlæg átt 3-10 m/s og bjartviðri, en rigning með köflum austanlands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast vestanlands. Á fimmtudag Norðaustan og austan 5-13 m/s. Hiti 1 til 11 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s. Þurrt að mestu á norð- vestanverðu landinu, annars rigning með köflum, einkum suðaust- anlands. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR Haukar unnu nauman eins marks sigur á ÍBV, 29:28, í fyrsta leik liðanna í úrslit- um Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöld á Ásvöllum. Leikurinn var jafn og æsispennandi og ef það sem áhorfendur fengu að sjá í gærkvöld er reyk- urinn af réttunum sem verða bornir fram í þessu úrslitaeinvígi er hægt að eiga von á góðu í þessu úr- slitaeinvígi. »2-3 Reykurinn af rétt- unum á Ásvöllum FH og Breiðablik skildu jöfn í lokaleik 1. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, 1:1, þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yf- ir snemma leiks en Hólmar Örn Rún- arsson jafnaði metin fyrir FH-inga. Blikar stóðust pressuna og geta verið sáttir við sinn hlut úr þessum fyrsta leik tímabilsins. »2-3 Stigum skipt í Kapla- krika milli FH og Blika ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir Björn Jóhann Björnsson „Það var afskaplega gaman að syngja í Hörpu með þessum stór- snillingi, Kristni. Alveg einstakur karakter,“ segir Árni Bjarnason á Uppsölum í Blönduhlíð en hann söng ásamt karlakórnum Heimi á tónleikum sl. sunnudag í Eldborg- arsal Hörpu ásamt Kristni Sig- mundssyni söngvara. Árni er elsti félaginn í skagfirska karlakórnum og meðal þeirra elstu sem hafa sungið á tónleikum í Hörpu. Árni er 82 ára og hefur verið í kórnum frá 1959 eða í 55 ár. Um 65 ára aldursmunur er á elsta og yngsta kórfélaganum. Árni hefur ferðast víða um heim með kórnum og telur líklegt að annars hefði hann ekki ferðast jafnmikið. Hann segir kórstarfið auka samkennd auk þess sem það sé gott fyrir hvert sveitar- félag að hafa starfandi kór. „Það er gaman að starfa saman í gleði og standa saman í erfiðleikum.“ Ekki að hætta Spurður hvaða tónleikar séu eftirminnilegastir segist hann ekki geta gert upp á milli. Þó hafi verið stórkostlegt að syngja á Heimssýn- ingunni í Hannover árið 2000. Þar hafi mannfjöldinn verið ansi mikill. Árni er ánægður með nýliðunina í kórnum, sem hefur verið þónokkur undanfarið. „Það er gott að fá unga menn inn, annars er þetta sjálfdauð stofnun.“ Sjálfur segist Árni ekki vera á þeim buxunum að hætta. Hann sé þakklátur fyrir að vera nokkuð heilsuhraustur. „Annars segi ég að það sé um að gera að vera nógu kærulaus og latur í lífinu og ekki hafa óþarfa áhyggjur,“ seg- ir hann hressilega. Honum finnst alltaf gaman að koma fram á nýjum stöðum. Harpa hafi ekki verið nein undantekning og ekki þótti honum verra að sonur hans Eyþór, sem er sviðs- stjóri í Hörpu, tók vel á móti honum og öllum kórnum. Tilfinningarík stund „Ég var mjög stressaður að taka á móti þeim. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega að sópa og gera fínt,“ segir sonurinn Eyþór Árna- son, sviðsstjóri Hörpu. Þriðjungur kórfélaga er skyldur honum, mágur hans syngur í Heimi og hinir tengj- ast Eyþóri vinaböndum. „Ég sagði við þá að þeir yrðu að taka besta lagið sitt; Undir blá- himni. Annars væri það eins og Bítl- arnir kæmu saman og tækju ekki Yesterday,“ segir Eyþór og bætir við að þetta hafi verið tilfinningarík stund. Árni á Uppsölum elstur í Heimi  Sviðsstjórinn í Hörpu tók á móti föður sínum Ljósmynd/Hjalti Árnason Feðgar Eyþór Árnason, sviðsstjóri í Hörpu, og Árni Bjarnason, elstur í Karlakórnum Heimi, ánægðir með tón- leikana. Árni er með þeim elstu sem stigið hafa á svið í Eldborg, 82 ára, og hefur sungið í 55 ár með Heimi. Árni Bjarnason og félagar í Karla- kórnum Heimi voru ekki bara í Hörpu um helgina. Kristinn Sigmundsson söng einnig með þeim á tónleikum í Miðgarði á laugardags- kvöldinu í Sæluviku Skagfirðinga. Tónleikarnir í Hörpu voru hins vegar þeir stærstu sem Heimir hefur hald- ið hér á landi í 87 ára sögu kórsins. Á tónleikunum var látin fjúka vísa um Kristin Sig- mundsson sem kom til af því að áhyggjur voru uppi meðal kór- félaga um að Kristinn myndi skyggja á tenórana í „fremstu röð“ Heimis og Stefán R. Gíslason kór- stjóri gæti ekki séð til þeirra: Skyggja mun hann engan á, enda góður flytjandi. En fleiri Stefán fengi að sjá ef flytti hann lögin sitjandi. Skyggja mun hann engan á Á TVENNUM TÓNLEIKUM MEÐ KRISTNI UM HELGINA Kristinn Sigmundsson Jóhann Gunnar Einarsson, besti leik- maður Íslandsmóts karla í hand- knattleik á síðustu leiktíð, hefur ákveðið að taka fram skóna á ný eftir eins árs hlé. Jóhann Gunnar samdi í gær til eins árs við ný- liða Aftureldingar í Mosfellsbæ. »1 Jóhann Gunnar samdi við Aftureldingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.