Morgunblaðið - 06.05.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2014
Ég er mjög mikið afmælisbarn en einhvern veginn var ég búinað gleyma afmælisdeginum þangað til í gær,“ segir NannaBryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of
Monster and Men, en hún er 25 ára gömul í dag. Aðspurð segir
Nanna þó að lítið sé um umstang vegna stórafmælisins. „Ég býst
bara við því að ég borði einhvern góðan mat. Mér finnst matur mjög
góður þannig að líklegast mun ég bara borða allan daginn.“ Mun
Nanna þó ekki aðeins borða heldur einnig fara á hljómsveitaræf-
ingu en velgengni Of Monsters and Men undanfarin ár hefur varla
farið framhjá mörgum. „Það er mjög fínt að frétta af hljómsveit-
inni,“ segir Nanna. „Við erum á fullu að æfa og semja lög fyrir
næstu plötu.“
Að sögn Nönnu er ekki vitað hvenær platan kemur út en það mun
líklegast koma í ljós á næstu mánuðum. „Okkur langar auðvitað að
koma henni út eins fljótt og hægt er, en okkur finnst samt líka mik-
ilvægt að taka tíma í þetta og gera góða plötu.“ Engin ferðalög eru
á dagskránni hjá Nönnu eða hljómsveitinni, en sveitin var á miklum
tónleikaferðalögum á seinasta ári. „Nei, við erum bara heima á Ís-
landi núna. Það fylgja því vissulega blendar tilfinningar en ég er
ekkert smáánægð með að vera heima í sumar. Ég var alltaf svo fúl
að missa af íslensku sumri þegar við vorum að ferðast en nú fæ ég
að njóta þess,“ segir Nanna að lokum. audura@mbl.is
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er 25 ára
Morgunblaðið/Golli
Söngkona Nanna Bryndís og félagar hennar í Of Monsters and Men
vinna nú að nýrri plötu, en fyrsta plata þeirra kom út árið 2011.
Góður matur og
hljómsveitaræfing
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Mosfellsbær Anita Rós fæddist
30. ágúst kl. 13.33. Hún vó 2.935 g og
var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru
Anna Karen Kolbeins og Kjartan
Jónsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Guðmundur fæddist
4. ágúst kl. 13.41. Hann vó 3.755 g og
var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Sigrún Elva Guðmundsdóttir og
Sigurður Kristján Jensson.
G
ylfi Dalmann Aðal-
steinsson fæddist í
Reykjavík 6. maí 1964.
Fyrstu sjö árin bjó
hann í Laugarnesinu en
fluttist í Vesturbæinn árið 1972 og
ólst upp á Framnesveginum. Gylfi
var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR árið 1984, BA-
prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla
Íslands árið 1993 og meistaraprófi í
vinnumarkaðsfræðum frá Warwick-
háskóla í Coventry á Englandi árið
1995. Gylfi starfaði á námsárum sín-
um hjá Flugleiðum innanlands, var
verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur
og leiðbeinandi í Félagsmiðstöðinni
Frostaskjóli.
Starfsferill
Þegar Gylfi sneri heim frá fram-
haldsnámi hóf hann störf hjá ráðn-
ingarþjónustu Hagvangs, árið 1997
hóf Gylfi störf hjá VR og starfaði
hann í kjaramáladeild og varð
seinna fræðslustjóri félagsins. Gylfi
starfaði um tíma sem stjórnenda-
þjálfari hjá IMG-Gallup.
Gylfi var ráðinn sem lektor í
stjórnun við viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands árið 2000 og er hann
nú dósent í mannauðsstjórnun og
varaforseti viðskiptafræðideildar.
Gylfi hafði veg og vanda af stofnun
meistaranáms í mannauðsstjórnun
árið 2002 og var umsjónarmaður
þess í ellefu ár. Gylfi hefur að auki
sinnt kennslu við Bifröst, HR og
Endurmenntun Háskóla Íslands.
Auk þess að sinna rannsóknum og
greinaskrifum á sviði vinnumark-
aðs- og mannauðsmála hefur Gylfi
haldið fjölda námskeiða og fyrir-
lestra og sinnt ráðgjöf fyrir fjölmörg
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands – 50 ára
Fjölskyldan Aron Eyrbekk, Magnea, Aðalsteinn Dalmann, Gylfi Dalmann, Gunnar og fremst er Sigurlaug Sara.
Gegnir mikilvægasta
embættinu á Íslandi
Í Skagafirði Hjónin stödd á ættar-
móti sem var haldið 2011.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir.
Meðferðin tekur 30-45 mínútur.
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!
Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur:
Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044
Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070
Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025
Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262
Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791
GK snyrtistofa – s. 534 3424
Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120
Dekurstofan – s. 568 0909
Guinot-MC stofan – s. 568 9916
Snyrtistofan Þema – s. 555 2215
Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132
SG snyrtistofa – s. 891 6529
Landið:
Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616
Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200
Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700
Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867
Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366
www.guinot.is