Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 36
Græjur og tækni *Vísindamenn við Iowa-háskóla í Bandaríkjunumhafa lagt til að kjúklingar framtíðarinnar fái sýnd-argleraugu sem geri þeim kleift að upplifa sig ímeira rými en þeir eru raunverulega í. Tilraunirmeð framleiðslu slíkra gleraugna hafa þegar veriðgerðar, þó mun ekki vera mikil alvara að baki verk-efninu sem nefnist The Second Livestock. Sýndarveruleiki fyrir kjúklinga Þó að umræða um hljóm fari ekki háttalla jafna, velta allmargir slíku fyrirsér, spá í magnara, spilara og hátalara og kýta gjarnan um hvort betra sé að nota lampa- eða smáramagnara og ekki síður á hvaða formi best sé að hafa músíkina – á bandi, vínyl eða geisladiski. Deiluna um það hvort betra sé að hlusta á músík af vínyl eða geisladisk þekkja eflaust margir, en málið er að þessi form bæði standa höllum fæti gagn- vart stafrænni tækni – víst bygg- ist geisladiskurinn á stafrænni tækni, en það sem marg- ir horfa til í dag er að sleppa því að sleppa diskum og plötum og nota þess í stað músíkina ómeng- aða, ef svo má segja, notast við stafrænar skrár frá upptöku til afspilunar. Eðli málsins samkvæmt glatast alltaf eitt- hvað þegar tónlist er tekin upp – það er tvennt ólíkt að hafa hljómsveit inni í stofu eða að hlusta á tónlist hennar í hljóm- tækjum. Framfarir í upptökutækni og hljóm- tækjum hafa einmitt byggst á því að reyna að minnka þann mun, eða reyna að gera upplifunina heima í stofu sem líkasta þeirri sem fæst í hljóðveri eða tón- leikasal. Í þeim anda beita menn allskyns brögðum í mótun á tón- listinni, sníða hana til eftir því hvort tekið er upp fyrir 45 snún- inga vínylplötu í ferðaspilara í unglingapartí eða SACD geisla- disk í tónlistarherbergi græju- geggjara. Ekki er ástæða til að kafa of djúpt í fræðilega grein- ingu á því sem fram fer þegar menn eru að sýsla með tíðnisvið og bitafjölda í upptökufræðum, en nóg að nefna að ekkert hljómkerfi til heimabrúks nær að endurskapa fullkomlega það sem á sér stað í upptökuferli fullkomins hljóðvers, niðurstaðan er alltaf málamiðlun, en miðar þó í rétta átt eins og heyra má á nýlegri græju frá Sony, HAP-Z1ES. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd virð- ist Sony HAP-Z1ES vera eins og hver annar magnari, en því fer fjarri – þetta er í raun tónlistarspilari, spilastokkur, með terabætis harðan disk innbyggðan. Ólíkt áþekkum apparötum afritar hann tónlistarskrár inn á sig og snýr þeim á DSD-snið, Direct-Stream Digital, sem er sama gagnasnið og Sony og Philips notuðu, og Sony notar enn, fyrir Su- per Audio-geisladiskakefið (SACD). Þegar hann er búinn að snúa tónlistinni á viðeig- andi gagnasnið er síðan hægt að streyma henni yfir þráðlaust net eða netsnúru eða tengja magnara beint við tækið og láta hana hljóma í gegnum hljóðkerfi heimilisins. Ekki er hægt að nota hann til að streyma efni beint í gegnum hann, til að mynda úr síma eða af vefsíðu, en það er hægt að tengja fleiri harða diska við hann ef maður á mikið af músík (200.000-300.000 lög komast fyrir á terabætis diski – eitt terabæti er 1.024 gíga- bæti). Stóra spurningin er náttúrlega hvort það sé til markaður fyrir tónlist í svo miklum gæðum, er þorri fólks ekki bara sáttur við MP3-þjappaða tónlist? Sony-bændur telja að það sé mark- aður fyrir meira og þegar græjan var kynnt sl. haust kom fram að samkvæmt könnum sem Sony lét gera voru 60% tilbúin til að greiða meira fyrir meiri gæði, svo fram- arlega sem það væri ekki á kostnað þæg- inda. Í sömu könnun kom reyndar líka fram að fólk kann almennt ekki skil á þeim grúa gagnasniða sem eru í notkun í dag og getur þar af leiðandi illa greint á milli FLAC eða MP3 eða DSD – munurinn er augljós um leið og maður hlustar, en þarf þekkingu til að skilja tæknilegan mun. Tónlist í iTunes verslun Apple er á AAC- sniði 256 kílóbita á sek., en hjá Tónlist.is er gagnasnið á íslenskri tónlist 320 kb/sek MP3, en erlend tónlist sem þar er til sölu 192 til 320 kb/sek MP3. Á síðustu mánuðum hafa sprottið upp netverslanir sem selja tón- list í meiri gæðum, til að mynda http:// store.acousticsounds.com/ sem selur tónlist á DSD-snið en líka þrennskonar FLAC-skrár, 192 kHz/24 bita, 176 kHz/24 bita, 96 kHz/24 bita og 88 kHz/24 bita. Í þessu sambandi er gott að hafa í huga að iTunes og Tónlist.is nota gagnasnið sem þjappa meðal annars með því að og henda út upplýsingum (tíðni- sviðum), en FLAC og DSD ekki. Í LEIT AÐ FULLKOMNUN * Snoy HAP-Z1ES kostar sitt, lista-verð er 475.000, og aðeins hefur einn slíkur spilari borist hingað til lands, sér- pantaður. Einnig er hægt að fá áþekkan spilara með innbyggðum magnara, Sony HAP-S1/S, sem er með 500 GB disk og hentar kannski betur til heimabrúks - nema menn vilji það besta. * Eins og getið er um hér til hliðarvarpar Sony HAP-Z1ES spilarinn hljoð- skrán á DSD-gagnasnið, en lest flest önnur gagnasnið; tætir til að mynda í sig í sig grúa gagnasniða til að mynda DSD (DSF, DSDIFF), DSF, MP3, PCM, WAV, WMA, AAC, FLAC, ALAC, AT- RAC og AIFF svo nokkur algeng snið fyrir tónlist séu talin. * Þó HAP-Z1ES sé nettengdur í bakog fyrir er ekki hægt að nota hann til að streyma tónlist beint af netinu eða úr síma/spjaldtölvu. Á baki spilarans eru tengi fyrir útgang, en líka fyrir netsnúru og USB tengi til að bæta við diskum ef terabæti er ekki nóg. Með fylgir fjar- stýring en líka er hægt að stýra spil- ararnum úr farsíma (Android eða iOS). Græjan ÁRNI MATTHÍASSON EF HLJÓMURINN SKIPTIR MÁLI Á ANNAÐ BORÐ ER SKILJANLEGT AÐ MENN LEITI LEIÐA TIL AÐ NÁ HONUM SEM BESTUM. EIN LEIÐ TIL ÞESS ER AÐ YFIRGEFA EFNIÐ, HÆTTA AÐ SPILA MÚSÍK AF BÖNDUM, PLÖTUM EÐA DISKUM, OG NOTA BARA STAFRÆNAR SKRÁR OG ÞÁ STAFRÆNAR SKRÁR SEM EKKI HEFUR VERIÐ ÞJAPPAÐ SAMAN EÐA SPILLT – HREINLEIKINN SKIPTIR HÖFUÐMÁLI. Eins og getið er um hér til hliðar er einn Sony HAP-Z1ES spilari til hér á landi. Honum er fyrir komið í tónlistarherbergi áhugamanns um hljómgæði. Straumur í kerfið kemur um sérstaka lögn inn í húsið og á sér öryggi. Hann er leiddur í tæki sem breytir honum í jafn- straum og síðan í aftur í riðstraum, stöð- ugan 230 volta straum. Að sögn eiganda tækjanna skiptir þetta gríðarmiklu og hef- ur hann nokkuð til síns máls því þar sem við stöndum og virðum tækin fyrir okkur sést að straumbjögun inn í húsið er 2,1, og getur aukist fyrirvaralaust, en útúr tækinu ekki nema 0,6. Formagnari í kerfinu er Pass Labs Aleph P og kraftmagnari tveir 300 W Aleph 2 monoblock magnarar. Formagnari er Sony Esprit, en einnig eru í stæðunum geislaspil- ari frá Maranz og fyrsta flokks plötuspilari. Glæsilegar græjur en ekkert eins glæsilegt þó og hátalararnir, Quad ESL 2905 rafstö- ðuhátalarar, sem verður að telja lykilinn að kerfinu, með fullri virðingu fyrir öðrum hlutum þess. Til að tryggja hljóminn enn betur eru tækin á sértökum borðum til að tryggja að enginn hristingur berist í þau og hann segir að hafi gríðarlega mikið að segja. Því til viðbótar er hann síðan með sérstaklega smíðaða fætur undir tækin, sem einnig eru hannaðir til að tryggja að ekkert hafi áhrif á tækin. Allt kostar þetta sitt, einhverjar millj- ónir giska ég á, en get vottað það að hljómurinn er ævintýralega góður, svo góður að ég hef ekki heyrt betri hljóm í heimatækjum, hvort sem það er klassík eða djass eða rokk. Bestur er hljómurinn þegar spilaðar eru DSD-skrár í HAP-Z1ES – hver nóta færa að njóta sín og engar hvassar brúnir. EINI SONY HAP-Z1ES SPILARINN HÉR Á LANDI Ævintýralegur hljómur Hluti græjustæðunnar í tónlistarherberginu sem getið er í greininni. Sony HAP-Z1ES spilarinn er neðan við plötuspilarann. Næst sést annar Aleph 2 kraftmagnarinn. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.