Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 38
Vandasamt getur reynst að mynda íþróttamót með mörgum krökkum á fleygiferð. Eitt gott ráð er að hækka ISO stillingu myndavélarinnar þegar það sem mynda á er á mikilli hreyfingu. Hugaðu að myndbyggingunni Í flestum tilfellum viltu forðast að setja myndefnið beint í miðju myndflatarins. Einföld leið til þess að skapa áhugaverða mynd- byggingu er að notast við svo- kallaða þriðjungsreglu. Þá skipt- irðu myndfletinum í þrjá jafna hluta lárétt, og þrjá jafna hluta lóðrétt. Reyndu að stilla mynd- efninu þannig upp að áhugaverð- ur hlutar myndefnisins (t.d. augu) séu staðsettir þar sem þessar þriðjungsreglur í gegnum mynd- flötin skerast. Ef um stórt mynd- efni er að ræða er ágætt að reyna að láta það fylla út í þriðjung (eða tvo þriðjunga) annaðhvort lárétt eða lóðrétt. Langar línur (húsveggi, sjóndeild- arhring) er heppilegt að staðsetja meðfram þriðjungslínum. Með þessari einföldu tækni er hægt að skapa gott jafnvægi í mynd- arammann og eðlilegar uppstill- ingar. Með smáæfingu geturðu svo reynt að nota gullinsniðið, en þá er skiptingin örlítið minni. (62% myndrammans í stað 67%) Mundu samt að hér er um þum- alputtareglur að ræða.. Að því sögðu kalla ákveðin myndefni á að myndefnið sé haft fyrir miðju myndarinnar. Það á einkum við þegar um er að ræða fullkomlega samhverft mynd- efni, og í sumum tilfellum langar beinar línur sem renna út í sjón- deildarhringinn. Lýsingin skap- ar meistarann Lýsing er án efa sá þáttur sem mun hafa mest áhrif á útkomu myndatökunnar. Það er að mörgu að huga þegar kemur að lýsingu, en öllu jafna má segja að meiri lýsing auki líkurnar á vel heppnaðri mynd. Það er hægt að kaupa ýmiss konar aukabúnað til að bæta birtu- skilyrði í ljósmynda- vöruverslunum, en fyrir áhugafólk er oft hægt að komast af með einföldum hús- ráðum sem geta gert herslumun- inn. Dagsbirta er yfirleitt besta birta sem í boði er, en hún getur líka verið vandmeðfarin. Ef þú ert að taka myndir af fólki getur sólarljós skapað leiðinlega skugga í kringum augu og nef, sér- staklega ef sól er hátt á lofti. Við slíkar aðstæður getur verið kjörið að nota leifturljós til þess að lýsa upp andlitið og draga úr skuggum, þó svo að um hábjart- an dag sé að ræða. Rétt notkun leifturljóssins er líka nauðsynleg innandyra. Það er þó rétt að hafa í huga að leift- urljós getur skapað mjög harða og ónáttúrulega lýsingu, sér- staklega ef það lýsir beint á við- fangsefnið. Það getur líka skapað leiðinlega skugga aftan við við- fangsefnið. Við slíkar aðstæður er oft kjörið að nota ljósdreifi sem settur er framan við flassið til að dreifa birtunni og draga úr kast- ljósáhrifum og hörðum skuggum. Í flestum tilfellum er auðvelt að útbúa eitthvað til að dreifa ljósi með einföldum hætti. Í sumum tilfellum nægir að halda hvítu blaði framan við flassið. Ýmiss konar hálfgegnsætt plast er líka kjörið, svo sem úr plastflöskum. Það má útbúa ágætan ljósdreifi með því að nota plasthúðaðan bréfpoka (betur þekktur sem ælupoki) yfir flassið, svo dæmi sé nefnt. Á betri leifturljósum er oft hægt að snúa flassinu og láta birtuna „skoppa“ af öðrum fleti, til dæmist endurkastast af vegg eða lofti, fremur en að beina því beint gegn viðfangsefninu. Annað gott húsráð er að skapa endurvarp náttúrulegrar dags- birtu með því að spegla því af glampandi fleti. Slíkt má auðveld- lega búa til með pappaspjaldi og álpappír. Með réttri staðsetningu endurvarps má með einföldum hætti draga verulega úr skugg- um, og ekki er verra að slíkan búnað má nota með góðum ár- angri bæði innan- og utanhúss. Hreyfing – óvinur ljósmyndarans Einn helsti ógnvaldur ljósmynd- ara er hreyfing, ekki síst þar sem hún getur komið fram bæði hjá ljósmyndaranum og viðfangs- efninu. Það er hægt að draga úr hættu á hreyfðum myndum með nokkrum einföldum ráðum. Ein leið getur verið að nota leiftur- ljós til að frysta myndefnið. Þetta getur reynst mjög vel með myndefni sem er á stöðugri hreyfingu, eins og rennandi vatn. Það má líka nota það á fólk á hlaupum svo eitthvað sé nefnt. Það ætti þó að forðast að nota þetta ráð á hluti sem endurkasta birtu. Ef myndefnið er stærra en svo að hægt sé að lýsa það upp með flassi eða öðrum trixum, þá getur verið gott ráð að auka ljósnæmi vélarinnar með því að hækka ISO-stillinguna. Þannig má taka skýrari myndir við verri birtu- skilyrði eða auka hraðann við betri skilyrði. Þetta getur komið sér vel ef myndefnið er á mikilli hreyfingu, til dæmis á íþrótta- mótum sumarsins. Ef aðstæður leyfa er besta lausnin oft að nota þrífót. Þá er myndavélinni haldið stöðugri og hægt er að taka myndina á minni hraða. Það krefst þess þó að myndefnið sé stöðugt líka. Ef þrífótur er ekki við höndina má oft bjarga sér með öðrum leið- um. Gott getur verið að styðja sig upp við fastan flöt, líkt og húsvegg. Í sumum tilfellum getur verið gott að láta myndavélina sjálfa styðjast við vegg eða ann- að fast yfirborð, svo sem borð eða stein til að halda henni stöð- ugri. Ef slíku er ekki fyrir að fara má einnig útbúa eins konar þrífót með aðstoð snærisspotta. Með því að bregða lykkju um linsuna (enn betra ef hægt er að festa það með öðrum hætti, svo sem í lykkju á þrífótarfestingu) og láta tvo lausa enda ná niður á jörð/gólf má skapa stöðugleika með því að stíga á lausu endana og strekkja á bandinu með því að toga létt á móti með mynda- vélinni. Þetta skapar nægilega spennu til að halda myndavélinni nægilega stöðugri fyrir margar aðstæður. Bjargaðu sumarleyfismyndunum SUMARIÐ ER TÍMINN ÞEGAR MYNDAVÉLAR FARA Á STJÁ, ENDA VILJA ALLIR EIGA GÓÐAR MYNDIR ÚR SUM- ARFRÍINU. ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI ÚR VEGI AÐ SKOÐA NOKK- UR GÓÐ RÁÐ SEM FLESTIR GETA NÝTT SÉR TIL AÐ TAKA BETRI MYNDIR MEÐ EIGINLEGRI MYNDAVÉL, Í STAÐ SÍMANS SEM ALLTAF ER VIÐ HÖNDINA. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Atlantic Star siglir úr höfn. Hér notar ljósmyndarinn gullinsnið til að fanga augnablikið fullkomlega. Morgunblaðið/Þórður * Það er aðmörgu að hugaþegar kemur að lýs- ingu, en öllu jafna má segja að meiri lýsing auki líkurnar á vel heppnaðri mynd. Morgunblaðið/Golli Gott húsráð er að skapa endurvarp náttúrulegrar dagsbirtu með því að spegla því af glampandi fleti. Slíkt má auðveldlega búa til með pappaspjaldi og álpappír. Morgunblaðið/Jakob Fannar Leifturljós getur reynst mjög vel með myndefni sem er á stöðugri hreyfingu, eins og rennandi vatn. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Græjur og tækni Ítalski vöruhönnuðurinn Gianluca Sada útskrif- aðist frá listaháskólanum í Tórínó 2010 þar sem lokaverkefnið hans var samanbrjótanlegt hjól, sem hann kallar Sada hjólið. Er hægt að brjóta hjólið saman og verður það þá jafnstórt og regnhlíf. Spurning hvað verður um dekkin? Samanbrjótanlegt hjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.