Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 15
ræna. Þarna voru meistarar í sínu sviði að miðla á örlátan, kröfu- harðan en um leið uppljómandi hátt og sameinuðu svo vel þær áherslur sem ég sjálf hef leitað eftir og kalla fram það besta í mér svo þarna varð ákveðinn vendi- punktur á mínum ferli. Ég hef síð- an reglulega sótt síþjálfunarnám- skeið hjá SITI Company til að viðhalda og auka færni mína og næra hugann.“ Daðraði enn við hugmyndina Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara í meira nám? „Leikstjórnin tók sér bólstað í mér fyrir mörgum árum eftir að ég hóf að færa út mínar eigin list- rænu kvíar. Það blundaði í mér þörf fyrir að skapa mínar eigin sýningar og ástríðan fyrir því að leikstýra hefur smám saman ýtt sér fram fyrir þörfina að leika og draumur að fara í meistaranám í leikstjórn við Columbia. Það var hugljómun að hitta og starfa með þeirri einstöku listakonu og vir- tuósa sem Anne Bogart er en um leið var það fjarlægur draumur að eiga þess kost að komast inn í þann útvalda sex manna hóp nem- enda sem stunda nám við leik- stjórnardeildina þar á ári. Svo var það síðla hausts 2013 að mér varð ljóst að ef ég væri ennþá að daðra við hugmyndina að langa í þetta nám að þá væri ekki eftir neinu að bíða og ég yrði að láta reyna á það með því að sækja um, ég yrði Pálína og Ugla er mjög nánar mæðgur og góðar vinkonur. ið að mér leikstjórn samhliða leik- listarkennslu og oftlega fyrir Kvik- myndaskólann sem er með leiksmiðjuverkefni sem fastan áfanga innan leiklistardeildar skól- ans en þar hef ég leikstýrt nokkr- um uppfærslum. Það er einmitt ánægjulegt hversu gott fagfólk er þar við störf og margir kennarar sem hafa einmitt verið við nám í kvikmyndadeild Columbia- háskólans sem er einmitt ein sú albesta í heiminum. Þess utan hef ég búið til tíma til að geta einnig verið í sveitasælunni í Lónkoti í Skagafirði á jörð foreldra minna þar sem ég hef undanfarin tvö ár rekið lítið sveitahótel og veitinga- hús á sumrin.“ Pálína útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands árið 2009 í kennslu- fræðum leiklistar og fór þar á eftir í sumarnám við Columbia- háskólann undir stjórn Anne Bog- art SITI Company. Þar lærði hún ákveðnar leiklistaraðferðir, Suzuki, Viewpoints og Compositon. Pálína: „Þessar aðferðir hafa æ síðan verið meginuppistaðan í þeim kennsluaðferðum sem ég hef beitt í minni leiklistarkennslu. Námið fór langt fram úr þeim væntingum sem ég hafði og samspilið við kennara og nemendur var með þeim hætti að mér leið eins og ég hefði ratað inn í „rétt herbergi“ og inn í nýja gátt í leiklistarlegu sam- hengi. Þetta var klárlega besta leiklistarnám sem ég hafði reynt á eigin skinni bæði hvað varðar verklegan þátt þess og hinn hug- þá að minnsta kosti einu skrefi nær möguleikanum á því að kom- ast inn.“ Það er ekki hlaupið svo glatt að því að komast inn í Columbia í New York og segir Pálína inn- tökuferlið hafa verið krefjandi. Pálína: „En mánuði eftir að um- sóknin flaug yfir hafið fékk ég boð frá skólanum að mæta í inntöku- próf yfir eina helgi ásamt hinum 25 umsækjendum sem var boðið úr öllum umsóknunum sem ég veit ekki hvað voru margar. Námið er bæði fræðilegt og verklegt og skiljanlegt að kalla leikstjóraefnin í hæfileikapróf til að skera úr um hverjir eigi raunverulegt erindi í námið að mati skólans. Það var heitt gólf að standa á og svefnlaus helgi leikstjóraefna sem kepptust við að sýna og sanna hvað í þeim byggi. Prófið var lagt fyrir jafnóðum og stærsti hluti þess leikatriði sem hver leikstjóri þurfti að búa til og sýna fyrir full- um sal af fólki. Þetta var býsna ögrandi próf en ég gekk sátt út í lok þess með mitt framlag sem var góð tilfinning. Tíu dögum síðar hringdi svo síminn að kvöldi til frá New York og í tólið mælti Anne Bogart að hún vildi bjóða mig vel- komna í skólann! Ég reyni ekki að lýsa þeirri tilfinningu sem hélt mér á lofti þá nótt með kampavín í hendinni áður en ég steig upp í vél til Noregs þangað sem ég fór að leikstýra smágiggi.“ New York eins og annað heimili Pálína og Ugla eiga sterka teng- ingu við stórborgina en báðar hafa þær haft búsetu þar til styttri eða lengri tíma. Pálína: Ég flutti með Uglu til New York haustið 2004 og var með fasta búsetu þar til 2008. Ég hef allar götur síðan farið á milli eftir þörfum. Ugla: Það er alveg merkilegt hvað New York dregur mig alltaf til sín. Ég bjó hérna með pabba mínum þegar ég var tíu ára gömul, flutti síðan aftur út með mömmu sem unglingur, síðan komst ég inn í Cooper Union og þar á eftir í Col- umbia. Það eru góðir straumar sem draga mig hingað og er því spenn- andi að sjá hvað gerist næst. Ég er að vinna handrit að mjög spennandi bíómynd sem mig langar að leik- stýra á Íslandi eftir útskrift. Ann- ars hefur draumurinn minn alltaf verið að vinna á milli landanna. Eftir 10 ára dvöl í New York er ég komin með góð sambönd hér, en heimalandið togar líka alltaf í mig. *Ég hafði mikla unun af því að leik-stýra og einhvern veginn fannst mérkvikmyndagerð sameina áhugamál mín. Þessi upplifun kveikti eld í mér og hann hefur ekki slokknað síðan, segir Ugla. 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi,staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI BORGHESE MODEL 2826 LEÐUR CT 15 – L220 D103 H73/93 VERÐ 449.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.