Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 59
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Í skáldsögunni Og fjöllin endur- ómuðu eftir Khaled Hosseini er rekin sextíu ára saga fátækt- ar, stríðsátaka og landflótta í Afganistan en um leið sögð saga fjölskyldna og fólks sem tekst á við veröldina með ólík- um hætti. Fátækur faðir sér ekki annað ráð en að selja unga dóttur sína ríkum hjónum en það setur mark sitt á ungu stúlkuna og eldri bróður henn- ar fyrir lífstíð. Fyrri bækur höfundar, Flug- drekahlauparinn og Þúsund bjartar sólir, hlutu metsölu og öfluðu honum heimsfrægðar. Þessi skáldsaga hefur sömu- leiðis slegið rækilega í gegn og trónað á metsölulistum er- lendis. Hún kemur nú út í kilju. Metsölubók í kilju Ekki er algengt að norrænir rithöfundar komist ofarlega á metsölulista í Bretlandi en þess finnast þó nokkur dæmi. Tveir norrænir höfundar eru að vekja þar athygli með bókum sínum. The Son er nýjasta spennusaga Norðmannsins Jo Nesbø, en hún er í efsta sæti á lista Sunday Times yfir inn- bundnar bækur og þess má geta að enska útgáfan selst mjög vel hér á landi. Hin er bók sem nefnist á ensku The Girl who Saved the King of Sweden eftir hinn sænska Jonas Jonasson, en hún komst nýlega í fjórða sæti á kiljulista Sunday Times. Sú bók kom út á íslensku í fyrra og nefn- ist Ólæsinginn sem kunni að reikna og seld- ist gríðarvel, eins og fyrsta bók höfundar, Gaml- inginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Nesbø hefur í nokkurn tíma átt góðu gengi að fagna í hinum enskumælandi heimi og Jonasson er að ná þar fótfestu en Gamlinginn vakti þó nokkra athygli í Bretlandi við útkomu og Ólæsinginn sigl- ir í kjölfar þeirra vinsælda. Þetta góða gengi Jon- asar hlýtur að vera honum hvatning til frekari af- reka en víst er að margir bíða spenntir eftir næstu skáldsögu hans, sem verður sú þriðja í röðinni. NESBØ Á TOPPNUM HJÁ SUNDAY TIMES Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø er á metsölulista Sunday Times og þar er líka bók eftir Jonas Jonasson. Ein þekktasta og vinsælasta sjálfsævisaga sem skrifuð hef- ur verið á Íslandi er Dægra- dvöl Benedikts Gröndals, en hún er skrifuð á seinustu áratugum 19. aldar. Bókin kemur nú út í kilju. Þetta er frábærlega vel skrifað verk, fullt af merkilegum mannlýs- ingum og einstaklega skemmtilegt. Önuglyndi höf- undar er nánast ómót- stæðilegt. Ein af þeim bókum sem fólk verður að lesa. Tær snilld! Snilldarverk Benedikts Gröndals Kuggur, Dægradvöl og furstinn góði NÝJAR BÆKUR DÆGRADVÖL GRÖNDALS ER KOMIN Í KILJU OG EKKI NÓGSAMLEGA HÆGT AÐ MÆLA MEÐ ÞEIRRI BÓK. SIGRÚN ELDJÁRN SENDIR FRÁ SÉR TVÆR BÆKUR UM KUGG. BASIL FURSTI ER ENN Á KREIKI OG LENDIR Í ÆSI- LEGUM ÆVINTÝRUM. METSÖLUBÓK KHALED HOSSEINI ER SVO KOMIN Í KILJU. Vestfirska forlagið hefur endur- lífgað hinn snjalla Basil fursta og gefur nú út 8. heftið um æsileg æv- intýri hans. Eins og í fyrri bókum á Basil hér í höggi við skúrka og ill- menni og Svarti prinsinn kemur mjög við sögu. Eins og bóka- forlagið bendir sjálft á eru bæk- urnar um Basil fursta enginn verð- launaskáldskapur, en skemmtilegar eru þær. Engum ætti að leiðast. Basil fursti og Svarti prinsinn Tvær nýjar bækur um Kugg eru komnar út, en höfundur þeirra er Sigrún Eldjárn. Fyrri bókin er Listahátíð og sú seinni Ferðaflækjur. Í Listahátíð ákveður mamma Málfríðar að taka þátt í Listahátíð og Kuggur, Mosi og Málfríður hjálpa til. Í Ferðaflækjum býður Málfríður mömmu sinni, Mosa og Kuggi í ferðalag á nýja jarðknúna bílnum sínum. Á leiðinni þurfa þau að glíma við ýmiss konar þrautir og ferðaflækjur. Kuggur og félagar í ævintýrum * Ég get staðist allt nema freistingar.Oscar Wilde BÓKSALA 6.-13. MAÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Skuggi sólkonungsÓlafur Arnarnson 2 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 155 Ísland áfangastaðir í alfaraleiðPáll Ásgeir Ásgeirsson 4 Átta gönguleiðir í nágr. ReykjavíkurEinar Skúlason 5 Nikký og slóð hvítu fjaðrannaBrynja Sif Skúladóttir 6 ParadísarfórnKristina Ohlsson 7 Frosinn - ÞrautirWalt Disney 8 Maxímús Músíkús kætist í kórHallfríður Ólafsdóttir/Þórarinn Már Baldursson 9 Eða deyja ellaLee Child 10 Húsið við hafiðNora Roberts Kiljur 1 ParadísarfórnKristina Ohlsson 2 Eða deyja ellaLee Child 3 Húsið við hafiðNora Roberts 4 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker 5 DægradvölBenedikt Gröndal 6 HHhHLaurent Binet 7 Marco- áhrifinJussi Adler Olsen 8 SkuggasundArnaldur Indriðason 9 ÓlæsinginnJonas Jonasson 10 AfbrigðiVeronica Roth MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Hver dregur dám af sínum sessunaut. Sigurður dýralæknir – afmælisrit holar@simnet.is Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næst- komandi. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminning- um Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmti- legu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og er hann lipur vísnasmiður. Í fyrrnefndu afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr. 6.480 m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu brynjar@holabok.is og í síma 698-6919.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.