Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Þessa dagana er stór hópur þýskra áhuga- manna um tónlist þýska tónskáldsins Rich- ards Wagners á landinu, skoðar sig um, hlýð- ir á fyrirlestra og sækir tónleika. Á laugardag klukkan 17 stendur hópurinn fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu sem eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Þrír stórefnilegir söngvarar frá Þýskalandi eru í för með hópnum og koma þeir allir fram á tónleikunum, ásamt píanóleikurunum Richard Simm og Selmu Guðmundsdóttur. Söngvararnir eru sópraninn Friedericke Mauß, mezzósópraninn Idunnu Münch og Karel Ludvik baritón. Söngvararnir hafa allir hlotið styrk til að koma fram á Wagner-- hátíðinni í Bayreuth í ár. TÓNLEIKAR Í HÖRPU WAGNER-LÖG Þýska áhugafólkið um list Wagners sótti fyrir- lestra í Reykholti í Borgarfirði í vikunni. Söngsveitin Fílharmónía, sem er hér á æfingu, mætir Kór Akureyrarkirkju á tónleikunum. Tveir kórar mætast í sameiginlegri söngveislu í Akureyrarkirkju á sunnudag klukkan 16. Söngsveitin Fílharmónía kemur norður og syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Kór Akureyrarkirkju kemur einnig fram en honum stjórnar Eyþór Ingi Jónsson. Einsöngvari á tónleikunum er Michael Jón Clarke og orgelleikari er Sigrún Jóna Þór- steinsdóttir. Kórarnir hyggjast flytja eigin efn- isskrá en einnig syngja þeir saman nokkur vel valin lög, íslensk og erlend, og má búast við fögrum og kröftugum söng eins og kórarnir eru báðir þekktir fyrir. TÓNLEIKAR Á AKUREYRI SÖNGVEISLA Bjarni H. Þórarinsson, sem jafnan er kenndur við sjónháttafræði, hefur opn- að sýningu með nýjum verkum í Týsgalleríi að Týsgötu 23 í Reykjavík. Sýninguna kallar Bjarni „Þróunarvíðrófið“. Bjarni hefur undanfarna áratugi verið áberandi í menningarlífinu, eða síðan hann útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1977. Bjarni var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7, sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar hér á landi, og enn fremur var hann einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins árið 1978. Þróunarvíðrófið er kerfi sem Bjarni teikn- ar upp í formi vísirósa og verða fyrstu níu af tuttugu og fimm til sýnis í Týsgalleríi. Þær bera yfirskriftina: Afl, Andi, Eðli, Form, Gangur, Geð, Háttur og Hugur. BJARNI SÝNIR Í TÝSGALLERÍI ÞRÓUNARVÍÐRÓF Bjarni H. Þórarinsson Kór Breiðholtskirkju heldur upprisutónleika í „tjaldkirkjunni“í Mjódd í dag, laugardag klukkan 17. Örn Magnússon,stjórnandi kórsins, segir að nú ríki gleðidagar í kirkjunni, tengdir páskahátíð og upprisu, og beri efnisskrá kórsins þess merki. Flutt verður páskakantata Johanns Sebastians Bach, „Christ lag in Todesbanden“, byggð á sálmatexta Marteins Luthers sem kom út árið 1524 eða fyrir 490 árum. Árið 1724 flutti Bach, sem þá var kantor í Tómasarkirkjunni, verkið í Leipzig í tilefni af 200 ára afmæli sálmsins. Auk kantötu Bachs verða fluttar tvær kant- ötur eftir Dietrich Buxtehude, „Alles was ihr tut“, og upprisu- kantatan „Surrexit Christus hodie“. Sú fyrri er byggð á sálma- laginu sem Íslendingar þekkja við texta Hallgríms Péturssonar, „Son Guðs ertu með sanni“, en sú síðari á fornum páskasálmi. Buxtehude var fæddur og alinn upp í Danmörku og hóf þar sinn organistaferil, þótt hann starfaði mestan hluta ævi sinnar í Lübeck í Þýskalandi. Örn segir ekki ómögulegt að íslenskir kirkjugestir í Danmörku þess tíma hafi hlýtt á meistarann unga við orgelið í kirkju Ólafs helga eða Maríu meyjar á Helsingja- eyri. Seinna átti ungur tónlistarmaður, Johann Sebastian Bach, eftir að taka sér ferð á hendur alla leið frá Saxlandi norður til Lübeck til að nema um nokkurra mánaða skeið hjá meistara Buxtehude, sem var einn mesti tónlistarmaður Evrópu á sínum tíma. Barokksveit Breiðholtskirkju leikur með kórnum á tónleikunum, en kórfélagar syngja aríurnar í kantötunum. Upprisukantötu Bux- tehudes flytja þau Júlía Traustadóttir, Marta Guðrún Halldórs- dóttir og Þorbjörn Rúnarsson ásamt hljómsveitinni. Leikið verður á upprunaleg hljóðfæri barokktímans. Stjórnandi á tónleikunum, eins og fyrr segir, verður Örn Magnússon. UPPRISUTÓNLEIKAR KÓRS BREIÐHOLTSKIRKJU Kantötur Bachs og Buxtehudes Örn Magnússon stjórnar Kór Breiðholtskirkju á æfingu fyrir tón- leikana. Barokksveit kirkjunnar leikur undir, á upprunaleg hljóðfæri. Morgunblaðið/Eggert KANTÖTUR TVEGGJA MEISTARA ÁTJÁNDU ALDAR HLJÓMA Í BREIÐHOLTSKIRKJU Á LAUGARDAG. Menning V erkið er samið við nokkur ljóð eftir Gyrði Elíasson, sem birtust í bókinni Hér vex enginn sí- trónuviður. Ég hef löngum kunnað að meta skáldskap Gyrð- is, hann er hógvært skáld og einstaklega vandað,“ segir Atli Heimir Sveinsson tón- skáld. Verkið sem hann talar um verður frum- flutt á opnunartónleikum Listahátíðar í Norð- urljósasal Hörpu á fimmtudagskvöldið kemur. Það verður flutt af Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu og Pierrot-hópi Kammersveitar Reykjavíkur; flautu, bassaklarinetti, píanói, fiðlu og sellói, auk þess sem drengjasópran og slagverksleikari taka þátt í flutningnum. Kammersveitin flytur einnig verkið „Pierrot lunaire“ eftir Schönberg. Það hljómaði fyrst hér á landi á Listahátíð í Reykjavík árið 1980. Atli Heimir er staddur í vordýrðinni í Flat- ey á Breiðafirði, þegar hann svarar í símann. Hann hefur séð fyrstu kríurnar og heldur áfram að dásama skáldskap Gyrðis. „Ég hef ekki lesið allt eftir hann en reyni að fylgjast með. Þetta eru ákaflega falleg kvæði, og eftirminnileg. Ég reyni að gera þannig músík að hún skyggi ekki á kvæðin heldur útmáli þau í tónalitum. Ég reyni að kallast á við þau, að ná andblæ kvæðanna,“ segir hann. „Gyrðir er ákaflega vandað skáld, og ekki er hann stórorður, en getur sagt ansi mikið í fáum orðum. Það er kannski það sem okkur hefur þótt gott við skáldskap, alveg frá byrj- un!“ Hann hlær og bætir svo við að hann hafi gengið út frá því frá upphafi að Hanna Dóra myndi flytja ljóðin. „Hún er afburða söngkona sem hefur lengst af starfað í Þýskalandi og sungið í óp- erum og á einsöngstónleikum. Þá hefur hún verið mikið í ljóðasöng. Gegnum tíðina hef ég haft gott samband við Kammersveitarmenn og þegar ég vakti máls á þessu verki þá var því tekið vel.“ Hvetjandi að vera á Listahátíð Hér vex enginn sítrónuviður er nýjasta ljóða- bók Gyrðis og einstaklega vandað verk, eins og búast má við þegar eitt helsta skáld þjóð- arinnar á í hlut. Atli Heimir segist ekki geta svarað því hvernig hann fór að því að velja sér ljóð að semja við en hann segist alltaf hafa verið ljóðaunnandi. Ljóð Gyrðis eru ekki háttbundin en Atli Heimir hefur áður til dæmis samið sönglög við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, sem eru háttbundin. Er munur á því fyrir tónskáldið? „Ekki nokkur!“ segir hann ákveðinn. „Bara að manni detti eitthvað þokkalegt í hug. En vissulega var líka gaman að gera músík við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, þó að ekki væri nema vegna þess að þá las ég öll verkin hans upp á nýtt. Hann er yndislegt skáld. En að gera lög við rímuð ljóð og rímlaus, ég hef aldrei séð neinn mun á því. Líttu til dæmis á skáldskap Steins Steinars. Hann yrkir jafnt rímað og órímað, með stuðlasetningu og án, og allt er þetta dýrindis skáldskapur. Andinn og hugmyndaflugið skipta máli.“ Nú verður þetta nýja verk Atla Heimis flutt á opnunartónleikum Listahátíðar. Verk hans hafa verið flutt á fyrri hátíðum og hann sat einnig í stjórn hennar um skeið. „Já, ég var þar um hríð en er hættur öllum nefndarstörfum. En Listahátíð? Ég held að hún hafi verið til góðs. Þar eru til einhverjir fjármunir til að fá góða og þekkta listamenn til landsins og ég held það hafi alltaf skilað sér. Að þetta hafi útvíkkað huga okkar. Þegar maður ber þetta saman við ýmislegt sem kostar í okkar þjóðfélagi, þá eru þetta ekki ægilega háar upphæðir,“ segir hann. „Og hátíðin hefur opnað nauðsynlega glugga út í heim. Það hefur alltaf þurft að gera; ég held að þannig hafi þetta verið með okkar gömlu bókmenntir. Höfundar Íslend- ingasagnanna hafa lesið eitthvað meira en var skrifað hér.“ Svo hafa alltaf komið fram innlendir lista- menn líka á Listahátíð og Atli Heimir segir það vera hvetjandi fyrir þá sem það gera. „Ég held að menn leggi töluvert á sig ef þeim er boðið að koma fram á Listahátíð,“ segir hann. „Og kannski ráðast listamen og menningarstofnanir þá í verkefni sem annars hefðu ekki verið framkvæmd. En tónlistarlífið hefur annars alltaf verið líflegt hér, enda hafa eldhugar búið hér og starfað. Ég fór í tónlistarnám til Þýskalands og var þokkalega vel undirbúinn úr Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Þar voru ágætiskenn- arar og ég var orðinn þokkalegur píanóleikari. Rögnvaldur Sigurjónsson kenndi mér, og svo lærði ég tónfræði hjá doktor Róbert Abraham Ottóssyni sem gerðist Íslendingur. Hann var frá Berlín og mér þótti það fallegt að hann skrifaði doktorsritgerð sína um íslenskt efni, Þorlákstíðir, á íslensku! Þegar ég kom út var ég allvel undirbúinn en þá hófst vinnan, í góð- um skólum.“ Svo kom Atli Heimir heim með farangur sinn og við höfum notið góðs af. „Ég var nú skammaður svolítið en það var allt í lagi, það hafði engin áhrif á mig, breytti mér ekki neitt,“ segir hann. Af hverju var fólk að skammast? „Þetta var öðruvísi músík en það átti von á. En ég hélt alltaf áfram mínu starfi. Gagnrýni, slæm eða góð, breytir mönnum ekki, ef undir- staðan er þokkaleg og þeir hafa trú á því sem þeir eru að gera.“ TÓNVERK ATLA HEIMIS SVEINSSONAR VIÐ LJÓÐ GYRÐIS ELÍASSONAR FRUMFLUTT Á LISTAHÁTÍÐ „Reyni að gera þannig músík að hún skyggi ekki á kvæðin“ „ANDINN OG HUGMYNDAFLUGIÐ SKIPTA MÁLI,“ SEGIR ATLI HEIMIR SVEINSSON TÓNSKÁLD UM LJÓÐ SEM HANN HRÍFST AF. NÝTT VERK HANS VIÐ LJÓÐ GYRÐIS VERÐUR FRUMFLUTT Á OPNUNARTÓNLEIKUM LISTAHÁTÍÐAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.