Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Menning M ig hafði lengi dreymt um að vinna sýningu með listamönnum frá Grænlandi og Færeyjum og nú er sá draumur loks orðinn að veruleika,“ segir Margrét Vilhjálmsdóttir, leikstjóri leiksýningarinnar Fantastar sem sýnd verður í Brimhúsinu við Geirs- götu 11 dagana 22. maí til 5. júní. Hátt í fimm ár eru liðin frá því að Margrét fékk hugmyndina að sýn- ingunni, þá stödd í menningarhús- inu Norðurbryggju í Kaupmanna- höfn. „Fljótlega fékk ég Tinnu Ottesen, sem er útlitshönnuður sýn- ingarinnar ásamt fleirum, með mér í lið,“ segir Margrét og tekur fram að nokkurn tíma hafi síðan tekið að fjármagna verkefnið sem og finna samstarfsfólk. Aðrir listrænir stjórnendur sýn- ingarinnar eru: Marianna Mørkøre, Janus Bragi Jakobsson, Haukur Þórðarson, Inuk Silis Høegh, Jens L. Hansen, Ada Bligaard Søby, Lárus Björnsson, Ólafur Björn Ólafsson, Jessie Klemman, Gunnvá Zachariasen, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Tue Biering, Julie Edel Hardenberg, Nicolaj Falck, Klæmint H. Isaksen, Frosti Frið- riksson, Katla Kjartansdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir. „Við komumst að því að tengsla- netið milli listheima þessara landa er afar lélegt. Það má því segja að val á listafólkinu sem þátt tekur sé tilkomið eftir ábendingum listafólks sem við þekkjum auk þess sem ræðismaður Íslands í Nuuk á Grænlandi reyndist okkur vel eftir að skrifstofan var opnuð þar í landi sl. haust,“ segir Margrét og tekur fram að furðu megi sæta hversu lítil samskipti hafi verið milli Íslands og Grænlands í gegnum tíðina. „Ég hafði oft farið sem gestur til Grænlands og séð hvað þetta land er ægifagurt og mikið töfraland. Þetta er eins og að hafa Himalaya-- fjöllin við hliðina á sér, með þessar ofboðslegu ísmyndanir og fegurð í fjöllum. Við vitum svo lítið um þessa þjóð og höfum í gegnum tíð- ina hvorki verið mjög forvitin um þessa nágrannaþjóð okkar né nógu frændrækin.“ Lygin er hluti sannleikans „Árið 2012 héldum við vinnubúðir hérlendis með listafólkinu sem þátt tekur í sýningunni og þar kviknaði grunnhugmyndin að því hvernig við vildum vinna saman. Okkur langaði til að skoða hvernig við lítum á okk- ur sem þjóðir í dag þó við tökum fortíðina vissulega með í hæfilegu magni. Við erum þannig að vinna með þjóðtrú og þjóðsögur þessara landa ásamt því sem við skoðum hvernig við lítum á okkur sem þjóð og hvort sjálfsmynd þjóðanna stemmir við raunveruleikann,“ segir Margrét og tekur fram að hópurinn vinni jafnt með sögur sem og lyga- sögur, enda sé yfirskrift sýningar- innar: „Lygin er ekki andstæða sannleikans, heldur hluti af honum.“ Að sögn Margrétar munu áhorf- endur hitta fyrir alls konar persón- ur. „Við köllum þá fantasta og það- an kemur nafn sýningarinnar. Fantast á dönsku og ensku merkir draumóramaður eða athafnaskáld, en þau eru víða. Segja má að lista- maðurinn sé fantasti í sjálfu sér, þar sem hann er oft að framkvæma hið ómögulega.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Margrét að fljótlega í vinnuferlinu hafi sú hugmynd kviknað að nota hvalinn sem aðaltákn sýningarinnar. „Eitt af því sem við uppgötvuðum í samstarfinu var að íbúar á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum eru sér mjög meðvitaðir um hina yfirvof- andi ógn sem birtist eyjaskeggjum í ýmist aftakaveðrum eða náttúru- hamförum, en þessi ógn gerir það að verkum að við erum alltaf með- vituð um hættur náttúrunnar og berum samtímis mikla virðingu fyr- ir henni. Til að fanga þessa skynjun langaði okkur að búa til eitthvað sem væri miklu stærra en við sjálf og þar kemur hvalurinn til sög- unnar,“ segir Margrét og bendir á að hvalurinn sé í hinum ýmsu trúarbrögðum táknmynd endurfæð- ingar. „Skáldsagan Moby Dick eftir Herman Melville hefur verið nokk- urs konar biblía þessarar sýningar, en í þeirri bók er hvalurinn tákn- mynd einhvers sem við ráðum ekki við. Að vera gleyptur af hval er þekkt tákn úr trúarbrögðum til að sýna fram á að einstaklingurinn ræður ekki við þá stöðu sem hann er kominn í og verður þess vegna að iðrast og finna fyrir auðmykt áð- ur en hann getur endurfæðst,“ seg- ir Margrét og vísar þar m.a. til sög- unnar um Jónas í hvalnum, en bendir á að einnig komi leið- arminnið fyrir í ævintýrinu um Gosa. Bjargvættur við hendina „En hvalurinn gat líka falið í sér lífsbjörg, enda engin tilviljun að notað er orðið hvalreki yfir óvænt stórhapp. Hvalur sem rak á land gat mettað heilt þorp í heilan vetur og veitt mikilvægt byggingarefni og efni í áhöld á borð við skjólur,“ seg- ir Margrét og tekur fram að margir geri sér ekki grein fyrir að afurðir hvala hafi verið nýttar með marg- víslegum hætti í tímans rás. „Hval- urinn hefur í gegnum tíðina verið notaður í ótrúlegustu hluti, t.d. voru beinin notuð sem byggingarefni, skíðin voru notuð í regn- og sól- hlífar sem og korselett og krínólín kvenna, amberinn er enn notaður í ilmvötn, hvalafitan er notuð í alls kyns iðnað, en olían lýsti upp allar borgir Evrópu og Ameríku á sínum tíma,“ segir Margrét og tekur fram að vísað sé til þessarar forsögu nýt- ingar með beinum og óbeinum hætti í sýningunni. Aðspurð um sýningarstaðinn seg- ir Margrét að hópurinn hafi verið staðráðinn í því að sýningin yrði að fara fram við höfnina. „Því þetta er í ákveðnum skilningi hvalreki hér. Við förum bókstaflega með áhorf- endur í ferðalag gegnum hvalinn og færum þá í gegnum a.m.k. tuttugu mismunandi rými sem öll hafa beina vísun í tiltekin líffæri hvals- ins,“ segir Margrét og bendir á að rýmin taki mið af vísindalegum lýs- ingum Hermans Melville eins og þær birtast í Moby Dick. „Á þriðja tug þátttakenda taka þátt í sýningunni með marg- víslegum performönsum, en við blöndum saman dansi, hreyfingu og hljóðfæraleik auk þess sem hljóð- myndir, sem m.a. byggja á viðtölum við eyjaskeggja, skapa sterkt and- rúmsloft. Aðeins er pláss fyrir rúm- lega hundrað áhorfendur á hverri sýningu, en áhorfendum er skipt niður í hópa sem ferðast gegnum rýmið með sínum bjargvætti. Ferðalagið í gegnum hvalinn verður einhvers konar andleg endurfæðing þar sem þátttakendur þurfa að finna auðmýktina og fyrirgefn- inguna meðan við leiðumst í gegn- um sýninguna og höldum í lífsins haldreipi,“ segir Margrét og bætir samstundis leyndardómsfull við: „Við getum lofað því að fólki verður bjargað úr hvalnum í lokin.“ Virkari áhorfendur Fantastar er fjórða rýmissýningin, þ.e. leikverk sem byggir á innsetn- ingum, sem Margrét leikstýrir, en 2007 leikstýrði hún fyrir Listahátíð í Reykjavík Gyðjunni í vélinni sem Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur setti upp um borð í varðskipinu Óðni og 2009 leikstýrði hún Orbis terræ – ORA í Þjóðmenningarhús- inu fyrir Listahátíð í Reykjavík, en seinasta leikstjórnarverkefni hennar var Hnykill í Norðurpólnum síðla árs 2009. Spurð hvað það sé við rýmissýn- ingar sem tali til hennar sem lista- konu svarar Margrét: „Rýmissýn- ingar gefa mér tækifæri til að sameina mörg ólík listform í eitt. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi safna og því að safna hlutum í eitt hús eða á einn stað og segja marg- ar sögur. Auðvitað er hægt að segja margar sögur á leiksviði í leikhúsi, en það er eitthvað sérlega spenn- andi við það að færa áhorfendur til í rýminu og gera þá þannig virk- ari,“ segir Margrét og bætir við: „Í þessu ljósi má segja að Fantastar sé nokkurs konar hvalasafn, en líka safn ólíkra hugmynda.“ Eins og fyrr sagði verða aðeins sjö sýningar á Fantöstum hérlendis, en að sögn Margrétar mun sýningin eiga sér framhaldslíf erlendis. „Við verðum með sýninguna í Þórshöfn í Færeyjum í sumar og í Nuuk á Grænlandi í haust ef guð lofar. Síð- an dreymir mig um að sýningin verði sett upp á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þar sem það hús var kveikjan að verkinu.“ Spurð hvort ekki verði erfitt að færa innsetningar skapaðar fyrir Brimhúsið milli landa svarar Mar- grét því neitandi. „Við unnum þessa sýningu að stórum hluta til út frá spuna og unnum hvert rými út frá þeim efnivið sem okkur áskotnaðist, m.a. frá hinum ýmsu fiskvinnslu- fyrirtækjum, og myndum vinna sýninguna með sama hætti erlendis í náinni samvinnu við heimamenn. Slík nálgun er ótrúlega gjöful og skemmtileg.“ Allar nánari upplýsingar um sýn- inguna má nálgast á vefnum nordpa.blogspot.com. „Fantast á dönsku og ensku merkir draumóramaður eða athafnaskáld, en segja má að listamaðurinn sé fantasti í sjálfu sér,“ segir Margrét Vilhjálmsdóttir. MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR LEIKSTÝRIR FANTÖSTUM Í BRIMHÚSINU Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Hvalreki við höfnina LISTAFÓLK FRÁ ÍSLANDI, GRÆNLANDI, FÆREYJUM OG DANMÖRKU BÝÐUR ÁHORFENDUM AÐ FARA Í FERÐALAG Í GEGNUM HVAL SEM FELUR Í SÉR ANDLEGA ENDURFÆÐINGU. MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR, LEIKSTJÓRI SÝNINGARINNAR, LOFAR ÞVÍ AÐ ÁHORFENDUM VERÐI BJARGAÐ ÚR HVALNUM. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Margréti Vilhjálmsdóttur leikstjóra finnst spennandi að færa áhorf- endur til í sýningarrýminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.