Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Matur og drykkir Þ etta eru æskuvinir mínir, við vorum saman í Menntaskólanum í Reykjavík og höfum haldið hópinn vel. Við köllum þetta prjónó en erum líklega bara tvö sem prjónum og þar stend ég mig allra verst,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir tónlist- arkona sem bauð heim í girnilegt forréttarnasl, lax í aðalrétt og berjaeftirrétt með vanillurjóma. „Ég reyni að halda góðum tengslum við vini og fjölskyldu og býð þeim gjarnan heim í mat en þar sem ég bý ekki í stórri íbúð og er ekki með stórt borðstofuborð höfum við gjarnan þann háttinn á í stærri boðum að hafa bara hálfgert hlaðborð og fólk getur þá sest með diskinn sinn þar sem hentar og það myndast góð stemning. Það gerðum við einmitt núna þar sem við vorum átta.“ Af öðrum boðum en kvöldverðarboðum má nefna að vöffluboð Gretu Salóme eru orðin víðfræg og eru það engar hefðbundnar vöfflur með sultu og rjóma sem eru þá bornar fram heldur belgískar af bestu gerð með alls konar meðlæti. Tónlistarkonan segir það þó vera gert spari. Og slík boð séu allsvakaleg og kalli á aukahlaup daginn eftir. Matseðillinn var ákveðinn út frá því að boðið yrði sumarlegt og létt. „Mér finnst lax alveg rosalega góður. Við erum gjarnan með hann á boðstólum en þá yfirleitt í hefðbundnari útgáfu með bökuðu grænmeti en þetta er spariútgáfa okkar af rétt- inum. Hópurinn var mjög sáttur við matinn.“ Greta segir að hún hafi það lík- lega úr uppeldinu að finnast gaman að halda matarboð. „Ég er alin upp við það hjá mömmu og pabba á æskuheimili mínu í Mos- fellsbæ að þar voru mjög gjarnan haldin matarboð og veislur. Ég man svo vel eftir þessari tilfinningu þegar búið var að þrífa allt, maturinn var tilbúinn og verið var að bíða eftir gestunum. Þessu logni á undan storminum sem var svo skemmtilegt. Án efa hef ég erft sitt hvað af áhuga mínum úr for- eldrahúsum.“ Hinum sérstaklega girnilega laxarétti stungið inn í ofn. Elvar Þór Karlsson og Greta Salóme Stefánsdóttir. MATARBOÐ HJÁ GRETU SALÓME Ekki of flókið en gott * „Ég man svovel eftir þessaritilfinningu þegar bú- ið var að þrífa allt, maturinn var tilbú- inn og verið var að bíða eftir gestunum. Þessu logni á undan storminum sem var svo skemmtilegt.“ Gamli vinahópurinn úr MR frá vinstri: Erna Svanhvít Sveinsdóttir, Elsa Bjarnadóttir, Guð- geir Sturluson, Birgitta Engilberts, Garðar Þór Jónsson, Elvar Þór Karls- son, Gyða Erlingsdóttir og Greta Salóme sjálf. TÓNLISTARKONAN GRETA SALÓME STEFÁNSDÓTTIR BAUÐ HEIM Í SPARIÚTGÁFUNA SÍNA AF LAXARÉTTI OG MATURINN SLÓ Í GEGN. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Fyrir átta Um 1,5 kg laxaflök ½ -1 sítróna salt og pipar eftir smekk ½-1 krukka mangó chutney 1 msk. fersk engiferrót, rifin 1 rauð paprika 1 camembertostur pistasíukjarnar Skerið laxaflökin í bita og raðið í eldfast mót. Kreistið safann úr sí- trónunni yfir og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Smyrjið þá mangó chutney yfir laxinn og er magnið valið eftir smekk. Strá- ið þá rifnu engiferrótinni yfir. Skerið papríkuna í litla bita og setjið yfir. Þar næst er camem- bertosturinn skorinn í þunnar sneiðar og þeim raðað ofan á. Pistasíukjörnum er stráð yfir allt í lokin. Bakið í ofni við um það bil 200°C gráður í 20 mínútur. Lax með mangó chutney og camembert Það var sumar- stemning í boðinu og bleikur for- drykkur í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.