Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Page 41
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 É g óttast mest þessa dagana að ég verði eins og gamli maðurinn sem fékk pláss á Hrafnistu 1992 og mætti alveg flottastur inn á heimilið í útvíðum brúnum pólíester-jakkafötum, með yfirvara- skegg, svolítið sítt hár, greitt yfir skallann og með skyrtuna opna niður á nafla. Í barminum var hann með merki og á því stóð „Jesus is the Lord“. Í hvert skipti sem ég rakst á hann á göngum Hrafnistu (ég vann í garðinum) hugsaði ég með mér að hann liti út fyrir að hafa sofnað í partíi 1972 og verið að vakna. Þegar ég horfi til baka hefði maðurinn í pólíester-jakkafötunum getað verið einn af genginu í kvikmyndinni American Hustle sem frumsýnd var á síðasta ári og var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Hvað maðurinn var að gera þarna á dvalarheimilinu Hrafnistu sér til dægrastyttingar verður ekki farið út í hér. Þótt ég væri ekki mjög vel sigld á þessum árum áttaði ég mig á því að hann kynni líklega að lifa lífinu og væri að lifa því til fulls. Í myndinni American Hustle eru kjólar Diane Von Furstenberg áberandi en Amy Adams var ekki bara í bundnum kjólum frá tísku- hönnuðinum heldur svoleiðis í loð- feldum, með risastór sólgleraugu, í flegnum skyrtum sem gyrtar voru ofan í útvíðar buxur eða pils, í ljós- um rykfrökkum eða kápum og í pallíettukjólum. Auk þess var hún með Chanel-tösku sem er eitthvað sem flestar konur með mikinn tískuáhuga dreymir um að eignast. Ég meina … sumir fjárfesta í lista- verkum meðan aðrir kaupa tösk- ur … Þetta er bara beisik! Hárið á Amy Adams alltaf svipað, krullað með krullujárni og allt rúllað inn (nema í einni senunni – þá var hún með spólupermanett). Að rúlla hárið inn lyftir því fallega frá rótinni og gerir krullurnar svolítið stríðsáralegar en samt með áttunda áratugstvisti. Þær sem eru svolítið að vinna með krullujárnið eins og undirrituð vita um hvað ég er að tala. Það kemur nefnilega allt annað útlit ef kvenpeningurinn krullar inn – ekki út! Það verður aðeins vandaðra og stundum þurfa konur nauðsyn- lega á því að halda að spila svolítið með útlitið og láta líta út fyrir að þær séu saklausari en þær eru í raunveruleikanum. Svo var það förðunin. Þar var glansinn í forgrunni – sjæní húð og rúst- rautt gloss við sanseruð augnlok og mjög daufan appelsínugulan kinnalit. Einhvern veginn náði búningahönnuður myndarinnar að fanga stemn- ingu áttunda áratugarins á svo sjarmerandi hátt að ósjálfrátt var mann farið að langa í allt sem Adams klæddist í myndinni. Sem mikill aðdáandi ekta ljósra Burberry-kápa og stórra sólgleraugna þá óttast ég það að ég muni fest- ast í þessu tímabili líkt og vinur minn af Hrafnistu. Nenniði að pikka í mig ef ég verð ennþá að krulla svona á mér hárið þegar ég verð komin í þjónustuíbúð og ennþá í Burberry-kápunni? Það sem kemur eiginlega langverst út fyrir mig er að mér er eiginlega farið að finnast svolítið varið í svona feita gæja í út- víðum buxum með skegg og greitt yfir skall- ann. Ég veit ekki á hvaða stað maður er kominn með líf sitt þegar þetta liggur svona ljóst fyrir. Og þá má alveg spyrja sig að hvort ég þurfi að hringja upp í Víðidal og panta lógun? Konur með þennan smekk mega eiginlega ekki lifa … martamaria@mbl.is Sofnaðir þú í partíi 1972? Búningarnir í myndinni eru fáránlega flottir. Amy Adams bar af í myndinni. Seafolly - Sumar 2014 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Stjarna fyrir nýstúdentinn 14 karata gull kr. 19.500 Silfur kr. 6.900 Hálsmen og prjónn Það er eitthvað við svona rykfrakka sem ekki er hægt að standast. Amy Adams í hvítri kápu með hvít- um feld og með hatt í stíl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.