Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 13
ekki síður á landsbyggðinni hafa dregið sig út á land. „Þótt ég hafi ekkert sérstakt á móti Reykjavík eða þéttbýli almennt þá kýs ég miklu frekar að búa í dreifbýli sé þess kostur. Allt hefur kosti og galla en ég met kostina við að búa í sveit meiri en gallana; meðal ann- ars nálægð við náttúruna, mögu- leika á að stunda sjálfsþurftar- búskap, frjálsræðið og þátttöku í frábærri menningu sem þrífst í sveitum landsins. Þá hef ég lagt mikið upp úr því að börnin mín myndu alast upp úti á landi og í snertingu við náttúruna og dýra- lífið. Segi stundum í gamni að börnin mín séu alin upp við getnað, fæðingu og dauða og þetta þrennt gert að eðlilegum hluta af lífinu, ekki verið að pakka því inn í glansumbúðir.“ Sýslumaðurinn hefur alltaf haft mikinn áhuga á sjálfsþurftarbúskap og datt þess vegna í hug að fá sér ávaxtatré fyrir nokkrum árum. „Eftir það sá ég að býflugur þurfti til að frjóvga ávaxtatrén og auka- afurðin yrði þá hunang. Gott bý- flugnabú á að geta gefið af sér a.m.k. 15-20 kg af hunangi við góð skilyrði en síðasta sumar, sem ekki var sólríkt eða hlýtt hér sunnan lands, fékk ég reyndar bara 5 kíló.“ Anna birna segir býflugur skemmtilegar; „háþróaðar og gagn- legar skepnur. Einn af kostum þess að halda býflugur er að þá auðgar maður náttúruna í kringum sig, því býflugurnar stuðla að auk- inni frjóvgun plantna og þar af leiðandi meiri gróðursæld.“ Hún bendir á að þegar byrjað er á býflugnarækt þurfi ekki endilega að hafa í huga blómin, heldur séu þær ótrúlega seigar að bjarga sér og sækja í það sem fyrir er á staðnum t.d. hvönn, smára, víði, fíf- il og sóleyjar. „Hunangið sem ég fékk síðasta sumar lyktaði greini- lega af smára og smárabreiður sem hér eru viðfeðmar því verið aðal- viðkomustaður þeirra.“ Lömbin og börnin Anna Birna hefur yndi af öllum hliðum búskaparins. „Hænur eru frábær húsdýr. Þó að þær séu stundum kallaðar sorphænur þá gera þær mikið gagn við að eyða úrgangi heimilisins með því að éta matarleifar. Svo eru þær mjög skemmtilegar og gaman að fylgjast með hátterni þeirra, maður getur reyndar stundum orðið svolítið stirður þegar haninn galar klukkan fjögur að nóttu beint fyrir neðan svefnherbergisgluggann!“ Anna Birna segist stundum hrella börnin sín með því að segj- ast elska kindurnar meira en þau. „Þá dæsa þau mikið. Hitt er annað að þótt mér þyki vænt um kind- urnar þá er ég alveg tilbúin til að lóga þeim að hausti. Það kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir en svona er þetta bara og maður er í þessari ræktun með það að markmiði að fá kjöt á diskinn. Mér líður illa ef ég á ekki a.m.k. 15 lambsskrokka í kistunni. Hér er mikill gestagangur og margir heimagangar sem rekast hér inn í mat.“ Hænur eru skemmtilegar og gaman að fylgjast með hátterni þeirra, segir Anna. Tómstundabóndanum þykir vænt um lömbin; segist elska þau mjög en sé alveg tilbúin að lóga þeim að hausti. Markmið með ræktuninni sé að fá kjöt á diskinn. Sjálfsþurftarbúskapur er gamalt áhugamál Önnu. Hér er hún við kálgarðinn 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Knattspyrnumenn Einherja á Vopnafirði leika á nýjum heimavelli í sumar. Framkvæmdir hafa staðið í vetur en hið nýja gras hylur nú gamla malarvöllinn, steinsnar frá grasvell- inum þar sem keppt hefur verið í mörg ár. Magnús Már Þorvaldsson, formað- ur Einherja, er gríðarlega ánægður með hvernig til hefur tekist. „Þetta er glæsilegur völlur. Svæðið í heild verður um það bil 1.100 fermetrar, aðalvöllurinn er jafn stór Laug- ardalsvelli –105 sinnum 68 metrar – og nýtt æfinga- og upphitunarsvæði þar fyrir aftan. Nú þarf enginn leng- ur að gráta yfir því að alltaf þurfi að æfa á keppnisvellinum!“ Til að nægi- legt rými yrði beggja vegna vallarins og hann þar með löglegur skv. reglum Knattspyrnusambandsins varð að fleyga býsna mikið berg. Það tókst vel, búið er þökuleggja og nú er allt eins og best verður á kosið. Þá hefur vegleg girðing verið reist utan um svæðið. Draumurinn er að byggja vallarhús fyrr en seinna til að þjóna báðum völlunum, segir Magnús. Einherji hefur leik í 3. deildinni um helgina. Fyrst eru þrír útileikir á dagskrá en nýi völlurinn verður vígð- ur miðvikudaginn 11. júní þegar Höttur frá Egilsstöðum kemur í heimsókn. VOPNAFJÖRÐUR Fleyga þurfti stóra klöpp svo nægt rými yrði í kringum nýja knattspyrnuvöllinn. Ljósmynd/Magnús Már „Glæsilegur völlur“ „Það fer mjög vel saman að vera sýslumaður og bóndi,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, en leggur þó áherslu á að hún sé einungis tóm- stundabóndi og afurðirnar bara til heimabrúks. „Við erum með 20 kindur, 8 hænur, nokkur þúsund býflugur, eitt bú, og stóran kálgarð. Þá stundum við veiðar í Holtsósi, sem er hér neðan við bæinn,“ segir sýslumaðurinn í Vík. „Þetta er sitthvort sviðið og gott að hvíla sig á pappírum og rausi vinnunnar með því að gramsa í mold og spjalla við skepnurnar. Á hinn bóginn er gott að hvíla sig í skrifstofuvinnunni, t.d. eftir sauðburðar- törn eins og núna er ný afstaðin, og gott að koma nokkra daga í kyrr- setuvinnu, þótt hún sé ekki heilsusamleg almennt.“ HVORT TVEGGJA HVÍLD FRÁ HINU „Þetta fer mjög vel saman“ Gangbraut við Hof á Akureyri verður máluð sem nótnaborð. Logi Einarsson, Samfylkingu, upplýsti á Facebook að Framkvæmdaráð hefði samþykkt að efna fyrsta kosningarloforð hans – fyrir kosningar! Á léttum nótum Hugmyndir eru uppi um að fjölga orlofshúsum á Illuga- stöðum í Fnjóskadal úr 30 í 60 á næstu árum. Nokkur stéttarfélög eiga húsin, nýting hefur verið góð og gert er ráð fyrir því að að spurn aukist með Vaðlaheiðargöngum. Allt í góðu á Illugastöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.