Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Qupperneq 43
É g skoðaði París í kringum 1920, þegar súrrealisminn er að mótast og hug- myndafræðin er að verða til. Ég er að skoða heiminn í París, umhverfið og stemningu og setja það í samhengi við þarfir nútímakonunnar,“ segir Sigríður María eða Sigga Maija um inn- blástur fyrstu línu sinnar. Sigga lagði ríka áherslu á textíl í línunni og hannaði munstur meðal annars út frá gamalli teikningu eftir föður sinn sem henni þótti gefa munstrinu meiri persónuleika og vægi. „Efni og textíll er stór þáttur í mínu ferli og það stjórnar oft ákveðnum útfærslum en mikil rann- sóknarvinna liggur að baki hönnuninni,“ segir Sigga Maija. Línan er ákaflega breið og er meðal annars unnin úr silki, prjóni, mokkaskinni, leðri ásamt roði í aukahluti. Skilningur á prjóni jókst hjá Soniu Rykiel Sigga Maija fór til Parísar ári eftir að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2012 og fékk stöðu sem lærlingur hjá franska tískuhúsinu Sonia Rykiel og vann þar sem aðstoðarkona yfirhönn- uðar prjónadeildar tískuhússins. „Ég hef alltaf haft áhuga á prjóni en skilningur minn á prjónavöru og ferlinu í prjóni jókst mikið eftir dvölina í París. Þeir eru beintengdir við verk- smiðjuna og við gerum rann- sóknir á áferðum og munstrum og það er sent í verksmiðjuna og er tilbúið tveim dögum seinna. Það var rosalega gaman að kynn- FATNAÐUR ER TÆKNILEGT FYRIRBRIGÐI Krefjandi en skemmtilegt ferli ast því hvernig þetta fer fram í þessum stóru tískuhúsum.“ Sigga segir að hjá Soniu Rykiel hafi hún áttað sig betur á að í fatahönnun skiptir ekki bara máli að vera hugmyndarík, heldur sé einnig mikilvægt að geta útfært hugmyndir og vera í samstarfi við aðra fagaðila. „Ferlið sjálft í framleiðslu er gríðarlega krefj- andi. Fatnaður er tæknilegt fyr- irbrigði. Það helst allt í hendur, tækni og sköpun.“ Ný töskulína væntanleg Í samstarfi við Leðurverkstæðið, Sigurjón Kristensen og Arne Friðrik Karlsson, hefur Sigga hannað nýja og spennandi útgáfu af leðurtösku sem fyrirtækið framleiddi um 1960 og var gíf- urlega vinsæl á sínum tíma. „Þetta er sjálfbær vara, allt framleitt á Íslandi og ég hlakka til að halda áfram að þróa það. Ég mun reyna að nýta eingöngu íslenskar afurðir í framleiðslu á töskunni.“ Töskulínan er vænt- anleg með haustinu. Sigga Maija í Jör Sigga leggur nú lokahönd á fram- leiðslu fatalínunnar. „Ég er meðfylgjandi sjálfbærni og ég ætla að reyna að framleiða sem mest hérna heima. Síðan verður restin af línunni framleidd í Evrópu.“ Sigga Maija hefur sölu á lín- unni í verslun Jör í haust. Sigga Maija sótti innblástur til Par- ísar um 1920. Morgunblaðið/Eggert Fiona Cribben fatahönnuður hannar fallega skartgripi sem hún útfærði í anda línunnar. Línan er meðal annars unnin úr silki, prjóni, mokkaskinni og leðri. Sigríður María Bjarnadótt- ir fatahönnuður segir efni og textíl stóran þátt í hönnunarferlinu. SIGRÍÐUR MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR MUN Í HAUST HEFJA SÖLU Á SINNI FYRSTU FATALÍNU FYR- IR FYRIRTÆKI SITT, SIGGA MAIJA. SIGGA KYNNTIST FRAM- LEIÐSLUFERLI Á FÖTUM ÞEGAR HÚN STARFAÐI HJÁ SONIU RYKIEL OG SEGIR MIKILVÆGT AÐ GETA ÚTFÆRT HUG- MYNDIR OG VERA Í SAMSTARFI VIÐ AÐRA FAGAÐILA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Spennandi út- færsla á prjóni. 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Gallabuxur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.