Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Tengsl milli svefns og megrunar Morgunblaðið/Ernir Háskólinn í Chicago rannsakaði svefn og þyngdartap. *Rannsókn sem háskólinn í Chicago og há-skólinn Wisconsin-Madison sendu frá sérfyrir nokkrum árum sýndi að svefn hefurtöluverð áhrif á þyngdartap fólks. Tveir hóp-ar voru rannsakaðir. Annar fékk að sofa í 5,5tíma en hinn í 8,5 tíma á nóttu. Báðir hóparmisstu svipaða þyngd á svipuðu mataræði en hópurinn sem svaf minna missti minna af fitu og meira af vöðvum . H líðar Skálafellsins hafa dregið til sín skíðafólk í áratugi en þar byggði skíðadeild KR sinn fyrsta skíðaskála árið 1936. KR-ingar eru enn með aðstöðu í Skálafelli þótt óneitanlega hafi Bláfjöllin tekið við af Skálafellinu sem helsta skíðasvæði höfuðborg- arsvæðisins. Lengi vel var að- staðan í Skálafelli ein sú besta á landinu og árið 1961 var fyrsta skíðalyfta landsins tekin þar í notkun en seinna átti eftir að setja upp toglyftur og stærri skíðalyftu. Reykjavíkurborg tók við rekstri Skálafells af KR upp úr 1990 en þá var reksturinn orðinn erfiður í samkeppni við Bláfjallasvæðið. Skíðamenn sækja enn Skálafellið í dag, þó í minna mæli en áður en þeir dagar sem opið er í fjallinu eru fáir og und- anfarin tvö ár hefur aðeins verið opið um helgar. Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíða- deildar KR, telur mikil tækifæri liggja í aukinni uppbyggingu í Skálafelli. „Hugmyndir eru uppi um skíðalyftu í norðurhlíðum Skálafells og myndi það bæta til muna aðstöðuna á svæðinu og gera skíðafólki á höfuðborgar- svæðinu kleift að stunda sína íþrótt vel inn í vorið en snjó tekur ekki að leysa í norður- hlíðum Skálafellsins fyrr en um miðjan maí,“ segir Anna. Alpastemning í Skálafellinu á vorin Útsýnið af toppi Skálafellsins er einstakt og brekkurnar langar og skemmtilegar að sögn Önnu sem segir svæðið vera útivistarparadís. „Frá toppi Skálafells sést vel yfir Þingvallavatn og allt svæðið í kring sem er gífurlega fallegt. Það er því eftir meiru að sækj- ast en bara brekkunum fyrir skíðafólk en hjólreiðamenn hafa lagt hjólabraut á svæðinu og það er tilvalið fyrir göngufólk sem vill njóta náttúrunnar og útsýn- isins.“ Uppbygging í Skálafelli gæti því lengt skíðatímabilið við höf- uðborgarsvæðið og orðið áfanga- staður ferðamanna sem vilja sækja í íslensku náttúruna og njóta útivistar hér á landi. „Á vorin væri hægt að skapa sann- kallaða alpastemningu í Skálafelli þegar fólk rennir sér niður norð- urhlíðarnar í sól og blíðu vors- ins.“ Ljósmyndari/Guðmundur Jakobsson ÁHUGI Á UPPBYGGINGU Í NORÐURHLÍÐUM SKÁLAFELLS Skíðað lengur í lengri brekkum BREKKURNAR Í SKÁLAFELLI ERU MEÐ ÞEIM BETRI Á LANDINU EN AÐSTÖÐUNA MÆTTI BÆTA. ÁHUGA- FÓLK UM UPPBYGGINGUNA TELUR SKÁLAFELL GETA ORÐIÐ FRAMTÍÐARÚTIVISTARSVÆÐI REYKJAVÍKUR. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áhugamenn um bætta aðstöðu í Skálafelli hafa tekið saman nokkra punkta um nauðsyn þess og kosti að bæta aðstöðu í Skálafellinu. 1. Öruggur skíðasnjór alla vetur fram í lok maí. Nægt vatn í Skála- felli til snjófram-leiðslu í suður- hlíðum. Alltaf nægur snjór í norð- urhlíðum. Þar gefst kostur á tvisvar sinnum lengri brekkum en eru í suður-hlíðum fjallsins og í Bláfjöll- um! 2. Lyftur frá bílaplani upp á topp gefa öllum kost á útsýnisferðum allt árið, jafnt frískum sem hreyfi- hömluðum. Útsýnið af toppi Skála- fells er óviðjafnanlegt. Þaðan sér allt austur til Vatnajökuls og jökl- anna á miðhálendinu, Þingvallavatn liggur að fótum, Hekla, Tindfjöll, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Blá- fjöll, Reykjanesskaginn, Reykjavík, Mosfellssveitin, Borgarfjarðardalir, Kjósin og Hvalfjörður o.s.frv. 3. Óviðjafnanlegar gönguleiðir um fjallið opnast fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp en vilja njóta fjallaloftsins á leiðinni niður í áreynsluminni göngu. 4. Fjallahjólaleiðir liggja þegar um fjallið. Með lyftum upp á topp fjalls- ins aukast möguleikarnir 5. Veðurkerfi Kjósarinnar í norð- ur-brekkunum niður í Svínadalinn býður oft upp á veðursæld þó að veðrið í suður-hlíðum sé rysjótt. Oft er bjart á Skálafelli þó að út- synningurinn og þokuloft grúfi sig yfir höfuðborgarsvæðið. Vef- SÍFELLT VAXANDI FERÐAMANNASTRAUMUR BÝÐUR UPP Á NÝ OG SPENNANDI TÆKIFÆRI Átta ástæður fyrir upp- bygginu í Skálafelli Snjórinn troðinn í Skálafellinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg myndavélar leiðbeina um veðrið áður en lagt er í hann. 6. Nýr áfangastaður fyrir alla fjöl- skylduna á góðum stundum. Aukn- ir möguleikar fyrir ferðaþjónustuna en ferðamenn sækja að sjálfsögðu í sömu afþreyingu og Íslendingar vilja sækja í. 7. Framtíðarmöguleikar til áfram- haldandi uppbyggingar með fleiri skíðalyftum til að taka við vaxandi aðsókn og jafnvel með veitinga- rekstri á toppnum. Skálafellið gæti orðið enn stórkostlegri útivistarp- aradís. 8. Aukin umsvif á fjallinu myndu leiða til þess að svæðið allt um- hverfis Skálafell kæmist í alfaraleið en þar gefast fjöldamörg tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar á útivistaraðstöðu í skjólgóðu og fal- legu landslagi. Með því að opna norðurhlíðar Skálafells býðst ekki aðeins skíða- og snjóbrettamönnum af SV-landi veruleg lenging á þeim tíma sem unnt er að stunda íþróttina heldur opnar þetta möguleika fyrir skíða- menn í Evrópu og Bandaríkjunum til að lengja æfingatíma sinn um 1-2 mánuði. Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.