Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Síða 22
Heilsa og hreyfing Tengsl milli svefns og megrunar Morgunblaðið/Ernir Háskólinn í Chicago rannsakaði svefn og þyngdartap. *Rannsókn sem háskólinn í Chicago og há-skólinn Wisconsin-Madison sendu frá sérfyrir nokkrum árum sýndi að svefn hefurtöluverð áhrif á þyngdartap fólks. Tveir hóp-ar voru rannsakaðir. Annar fékk að sofa í 5,5tíma en hinn í 8,5 tíma á nóttu. Báðir hóparmisstu svipaða þyngd á svipuðu mataræði en hópurinn sem svaf minna missti minna af fitu og meira af vöðvum . H líðar Skálafellsins hafa dregið til sín skíðafólk í áratugi en þar byggði skíðadeild KR sinn fyrsta skíðaskála árið 1936. KR-ingar eru enn með aðstöðu í Skálafelli þótt óneitanlega hafi Bláfjöllin tekið við af Skálafellinu sem helsta skíðasvæði höfuðborg- arsvæðisins. Lengi vel var að- staðan í Skálafelli ein sú besta á landinu og árið 1961 var fyrsta skíðalyfta landsins tekin þar í notkun en seinna átti eftir að setja upp toglyftur og stærri skíðalyftu. Reykjavíkurborg tók við rekstri Skálafells af KR upp úr 1990 en þá var reksturinn orðinn erfiður í samkeppni við Bláfjallasvæðið. Skíðamenn sækja enn Skálafellið í dag, þó í minna mæli en áður en þeir dagar sem opið er í fjallinu eru fáir og und- anfarin tvö ár hefur aðeins verið opið um helgar. Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíða- deildar KR, telur mikil tækifæri liggja í aukinni uppbyggingu í Skálafelli. „Hugmyndir eru uppi um skíðalyftu í norðurhlíðum Skálafells og myndi það bæta til muna aðstöðuna á svæðinu og gera skíðafólki á höfuðborgar- svæðinu kleift að stunda sína íþrótt vel inn í vorið en snjó tekur ekki að leysa í norður- hlíðum Skálafellsins fyrr en um miðjan maí,“ segir Anna. Alpastemning í Skálafellinu á vorin Útsýnið af toppi Skálafellsins er einstakt og brekkurnar langar og skemmtilegar að sögn Önnu sem segir svæðið vera útivistarparadís. „Frá toppi Skálafells sést vel yfir Þingvallavatn og allt svæðið í kring sem er gífurlega fallegt. Það er því eftir meiru að sækj- ast en bara brekkunum fyrir skíðafólk en hjólreiðamenn hafa lagt hjólabraut á svæðinu og það er tilvalið fyrir göngufólk sem vill njóta náttúrunnar og útsýn- isins.“ Uppbygging í Skálafelli gæti því lengt skíðatímabilið við höf- uðborgarsvæðið og orðið áfanga- staður ferðamanna sem vilja sækja í íslensku náttúruna og njóta útivistar hér á landi. „Á vorin væri hægt að skapa sann- kallaða alpastemningu í Skálafelli þegar fólk rennir sér niður norð- urhlíðarnar í sól og blíðu vors- ins.“ Ljósmyndari/Guðmundur Jakobsson ÁHUGI Á UPPBYGGINGU Í NORÐURHLÍÐUM SKÁLAFELLS Skíðað lengur í lengri brekkum BREKKURNAR Í SKÁLAFELLI ERU MEÐ ÞEIM BETRI Á LANDINU EN AÐSTÖÐUNA MÆTTI BÆTA. ÁHUGA- FÓLK UM UPPBYGGINGUNA TELUR SKÁLAFELL GETA ORÐIÐ FRAMTÍÐARÚTIVISTARSVÆÐI REYKJAVÍKUR. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áhugamenn um bætta aðstöðu í Skálafelli hafa tekið saman nokkra punkta um nauðsyn þess og kosti að bæta aðstöðu í Skálafellinu. 1. Öruggur skíðasnjór alla vetur fram í lok maí. Nægt vatn í Skála- felli til snjófram-leiðslu í suður- hlíðum. Alltaf nægur snjór í norð- urhlíðum. Þar gefst kostur á tvisvar sinnum lengri brekkum en eru í suður-hlíðum fjallsins og í Bláfjöll- um! 2. Lyftur frá bílaplani upp á topp gefa öllum kost á útsýnisferðum allt árið, jafnt frískum sem hreyfi- hömluðum. Útsýnið af toppi Skála- fells er óviðjafnanlegt. Þaðan sér allt austur til Vatnajökuls og jökl- anna á miðhálendinu, Þingvallavatn liggur að fótum, Hekla, Tindfjöll, Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull, Blá- fjöll, Reykjanesskaginn, Reykjavík, Mosfellssveitin, Borgarfjarðardalir, Kjósin og Hvalfjörður o.s.frv. 3. Óviðjafnanlegar gönguleiðir um fjallið opnast fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp en vilja njóta fjallaloftsins á leiðinni niður í áreynsluminni göngu. 4. Fjallahjólaleiðir liggja þegar um fjallið. Með lyftum upp á topp fjalls- ins aukast möguleikarnir 5. Veðurkerfi Kjósarinnar í norð- ur-brekkunum niður í Svínadalinn býður oft upp á veðursæld þó að veðrið í suður-hlíðum sé rysjótt. Oft er bjart á Skálafelli þó að út- synningurinn og þokuloft grúfi sig yfir höfuðborgarsvæðið. Vef- SÍFELLT VAXANDI FERÐAMANNASTRAUMUR BÝÐUR UPP Á NÝ OG SPENNANDI TÆKIFÆRI Átta ástæður fyrir upp- bygginu í Skálafelli Snjórinn troðinn í Skálafellinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg myndavélar leiðbeina um veðrið áður en lagt er í hann. 6. Nýr áfangastaður fyrir alla fjöl- skylduna á góðum stundum. Aukn- ir möguleikar fyrir ferðaþjónustuna en ferðamenn sækja að sjálfsögðu í sömu afþreyingu og Íslendingar vilja sækja í. 7. Framtíðarmöguleikar til áfram- haldandi uppbyggingar með fleiri skíðalyftum til að taka við vaxandi aðsókn og jafnvel með veitinga- rekstri á toppnum. Skálafellið gæti orðið enn stórkostlegri útivistarp- aradís. 8. Aukin umsvif á fjallinu myndu leiða til þess að svæðið allt um- hverfis Skálafell kæmist í alfaraleið en þar gefast fjöldamörg tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar á útivistaraðstöðu í skjólgóðu og fal- legu landslagi. Með því að opna norðurhlíðar Skálafells býðst ekki aðeins skíða- og snjóbrettamönnum af SV-landi veruleg lenging á þeim tíma sem unnt er að stunda íþróttina heldur opnar þetta möguleika fyrir skíða- menn í Evrópu og Bandaríkjunum til að lengja æfingatíma sinn um 1-2 mánuði. Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.