Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 47
hvítir. Nokkur samhljómur er um að þessir forsetar hafi átt skilinn drjúgan hluta af þeirri gagnrýni, sem á þá féll. Það má skjóta því inn í hér að hinn kunni frétta- skýrandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, Bill O’Reilly, átti eitt af einkaviðtölum sínum við Obama forseta í Hvíta húsinu í vor. Þá spurði hann forsetann efnislega á þessa leið: Getur ríkt nokkur vafi á því, að þú sért „the most liberal“ forseti sem hér hefur setið? O’Reilley, sem er alkunnur íhaldsmaður, fékk svo óvænt svar við þessari spurningu sinni, að hann varð orðlaus og eru ekki mörg önnur dæmi um það. Svar Obama hlýtur raunar að hafa komið flestum, ef ekki öllum áhorf- endum hans á óvart: „Nei, ég er það ekki, það var Richard Nixon.“ Obama miðaði augljóslega ekki við meint kommúnistahatur Nixons heldur við þá laga- bálka í innanlandsmálum sem Nixon tókst að fá sam- þykkta í forsetatíð sinni. Ofurkonan ósigrandi Repúblikanar óttast nú mjög að demókrötum takist að halda Hvíta húsinu eftir næstu kosningar, haustið 2016, þrátt fyrir hratt dvínandi vinsældir Obama. Það er Hillary Clinton, forsetafrú og síðar utanríkis- ráðherra, sem skýtur repúblikunum slíkan skelk í bringu. Þeir segja, að rétt eins og „fyrsti blökkumað- urinn“ hafi, þrátt fyrir meinta fordóma, gefið Obama 4-5 prósenta forskot á keppinautinn, þá muni mögu- leikinn á því að fá að kjósa „fyrsta kvenforsetann“ gefa Hillary svipaða forgjöf. Ekki verði auðvelt að finna frambjóðanda úr röðum repúblikana, sem ætti mögu- leika á kjöri gagnvart slíkri forgjöf. Ný skoðanakönnun sýnir að 57% kjósenda segjast vera jákvæðir í garð framboðs Hillary en 43% nei- kvæðir. Athygli vekur að fjórðungur repúblikana sagð- ist hafa jákvæða afstöðu til hennar. Og stuðningsmenn Hillary eru þegar teknir til við að lýsa gagnrýni á verk, frammistöðu og skoðanir hennar sem bersýnileg merki um kvenfyrirlitningu. T.d. þegar fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush benti á að spurningar hlytu að vakna um heilsufar Hillary, sem féll í yfirlið fyrir ári eða svo og skall með höfuðið á harðan hlut við fallið og var frá störfum í 30 daga. Ráðgjafinn sagði einnig að aldur Hillary hlyti að vera áleitin spurning, en hún er 66 ára (svo bréfritara þykja þetta auðvitað fráleitar vangaveltur). Talsmenn Hillary sögðu að þannig væri aldrei rætt um karlkyns frambjóðendur og þetta sýndi enn og aftur kvenfyrirlitninguna. Sú fullyrðing var þó út í bláinn. Demókratar gerðu sér mikinn mat úr háum aldri Bobs Dole á sínum tíma og það með nokkrum ár- angri. Þeir reyndu svo sannarlega að beita því bragði á Ronald Reagan. En frambjóðandinn sá sneri slíkum vangaveltum sér í hag með sveiflu í frægum sjónvarps- þætti. En sama vopni var svo sannarlega beitt gegn McCain, andstæðingi Obama í kosningunum 2008, og það með góðum árangri. Varaforseta McCains, Sarah Palin, var ekki hlíft vegna kynferðis, enda virðast kyn- ferðisrökin eingöngu gagnast konum á vinstrikant- inum, eins og fyrsti forsætisráðherrann úr röðum breskra kvenna fékk svo sannarlega að reyna. Meira að segja íslenskir femínistar gátu ekki glaðst yfir kjöri hennar og sögðu, sem frægt varð, að ástæðan fyrir þeirri fýlu sinni væri sú, að frú Thatcher væri karlkona en ekki kona. Skaðleg skinhelgi Stjórnmálalegur rétttrúnaður er aldrað fyrirbæri, sí- breytilegur og nýr. Þeir tilburðir kunna stöku sinnum að vera góðkynja og jafnvel göfugir, en því fer fjarri að það sé meginreglan. Iðulega er rétttrúnaði fylgt eftir af yfirvöldunum á hverjum stað, veraldlegum eða and- legum. Sagan á margvísleg dæmi um það. Þá er ríkis- skipaður rétttrúnaðurinn orðinn eitt helsta tæki til kúgunar, ekki síst ef einveldi eða alræðisríki eiga í hlut. Einstaklingurinn á þá engan annan kost en að gefa sig rétttrúnaðinum á vald. Þótt lýðræði hafi sótt á, sem sú leikregla sem best henti við stjórnun ríkja, stundum sú illskásta, þá býr minnihluti mannkyns enn við það. En einnig þar sem byggt er á lýðræði glittir oftar en hollt er í rétttrúnaðinn. Þegar litið er yfir sög- una, einnig þá nýliðnu, hlýtur niðurstaðan um rétt- trúnaðinn að falla honum í óhag. Hann er langoftast til bölvunar og þá mestrar bölvunar þar sem skilyrðin til að beita honum af afli eru hagfelldust. Margir Evrópumenn hafa á örfáum árum gerst mjög umburðarlyndir gagnvart fjandsamlegri umfjöllun um kristna trú, og virðist engu skipta hversu langt er gengið. Heittrúaðir „trúleysingjar“ sjá engin mörk í slíkum efnum og trúleysi þeirra virðist eins konar trúarleg gagnályktun og beinast sérstaklega að hinum trúarlega menningararfi þjóðanna sem þeir tilheyra. Þeir sömu fara mun varlegar gagnvart öðrum trúar- brögðum. Það skerðir ekki vilja til ýkts umburðar- lyndis af því tagi, þótt slíkum trúarbrögðum sé fylgt fram af miklum ofsa eða útfærsla þeirra stangist al- gjörlega á við viðtekin sjónarmið heima fyrir, svo sem í afstöðu til hlutverks og réttinda kvenna, sem jafnvel verða að sæta andlegum og líkamlegum hryðjuverkum í öfgafyllstu tilfellunum með vísun til trúarlegra heim- ilda. Áleitnar spurningar gufa ekki upp Það getur ekki verið deiluefni að þjóð sem ákveður að bjóða erlendu fólki landvist og síðar hlutdeild í sínu þjóðríki hlýtur að gera það af heilum hug og vita að þar sé enginn millivegur. Sérhver nýr borgari, sem þannig hefur verið boðinn velkominn, hlýtur að verða frá og með því augnabliki jafngildur þeim sem fyrir eru. Eng- in önnur aðferð er til. En í Vestur-Evrópu, þar með talið á Íslandi, hefur almenningur aldrei verið spurður að því, hvort hann sé sáttur við hversu hratt útlendingum fjölgi í landi þeirra. Hefðbundnir stjórnmálamenn flokka slíkar spurningar sjálfkrafa sem opinbera kynþáttafordóma og lýsa því yfir, að þeir sem orði þær séu „ekki stjórn- tækir,“ þótt þeir fá lýðræðislegan stuðning til að eiga sæti á þjóðþingi viðkomandi lands. Lýðræðislegt um- boð þeirra sé með öðrum orðum ógilt. En þessi þöggun leiðir eingöngu til þess að umræðan færist undir yfirborðið. En tilfinningarnar sem bældar eru og spurningarnar sem ekki eru virtar svars munu fyrr eða síðar brjótast fram, og þá einatt með óheppi- legum hætti og jafnvel ógeðfelldum. Það er ekkert rangt við það, að fólk vilji fá upplýst, hvort engu skipti fyrir það, ef annarra þjóða fólk sæki bæði hratt og í miklum mæli inn í velferðarkerfi, sem það hefur ekkert lagt til, og muni sennilega frá fyrsta degi þurfa mjög á að halda. Það felast engir kynþáttarfordómar í slíkum spurn- ingum. Og það hefnir sín að kæfa í fæðingu varfærn- islega umræðu af því tagi. Í rauninni er illskiljanlegt að margir skuli frekar óttast ábyrga og öfgalausa um- ræðu um rétttrúnaðarefnin en afleiðingarnar af því að bannfæra hana. Hún mun brjótast út, fyrr eða síðar, eins og dæmin sanna og þá er hætt við að öfgar og ábyrgðarleysi muni einmitt einkenna hana. Og engu verði lengur um þok- að. Morgunblaðið/Golli 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.