Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 K jör Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna markaði tímamót. Og það var ekki aðeins vegna þess að hann var talinn vinstrisinnaðasti stjórnmálamaðurinn til að ná kjöri forseta þar. Slitnir stimplar og ólíkir Merkimiðinn „vinstri“ og „hægri“ er vissulega óljós orðinn víðast hvar og hann er að auki dálítið öðruvísi í laginu í Bandaríkjunum en hér á landi og í öðrum evr- ópskum löndum. Bandaríkjamenn kannast vissulega við „kommana“ en sá stimpill var nær því að vera hreinn landráðastimpill en að vera eyrnamark á áköf- um vinstrisinnum. Kommúnistarnir voru vestra taldir eins konar fimmta herdeild, sem drægi taum óvinanna í kalda stríðinu. Hinar alræmdu yfirheyrslur „óam- erísku nefndarinnar“ tóku mið af því. Merkimiðann „liberal“ væri iðulega nær að þýða sem „sossi“ eða „kommi“, miðað við það hvernig orðið „liberal“ er not- að vestra, en með beinu þýðingunni „frjálslyndur“. Í bandarískri stjórnmálafræði virðist mælingin sem sýna á hvar stjórnmálamaður er á kvarðanum „frjáls- lyndur“, „óháður“ og „íhaldssamur“ vera gerð í þinginu og eru þá atkvæði viðkomandi þingmanns um einstakar tillögur flokkuð og vegin saman. Lengi var slík mæling talin sýna að Edward heitinn Kennedy væri yst til vinstri á ás „liberala“. En á síðasta spretti Kennedys í þinginu var Obama talinn hafa náð sætinu af honum. Svartur maður í Hvítt hús Clinton-hjónin og Kennedyarnir voru lengi talin góðir samherjar. Þess vegna vakti það athygli, þegar Ed- ward og bróðurdóttir hans, Caroline Kennedy, tóku ákveðna afstöðu með Obama gegn Hillary Clinton um útnefningu á forsetaefni Demókrataflokksins. Car- oline var síðar verðlaunuð fyrir stuðninginn þann og gerð að sendiherra í Japan. En það voru auðvitað ekki aðaltíðindin að vinstrimaður eins og Obama skyldi ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Það yfirgnæfði allt annað, að blökkumaður skyldi afreka slíkt. (Obama er talinn blökkumaður þótt hann sé að hálfu hvítur). Hann hefur allt yfirbragð blökkumanns, og auðvitað öll hans nánasta fjölskylda. Það eru senn 150 ár frá láti Abrahams Lincolns forseta, sem var myrtur skömmu eftir að mannskæðri borgarastyrjöld lauk með sigri hans og þeirra sem vildu afnema þrælahald. Með hlið- sjón af því ætti kjör blökkumans sem forseta ekki að sæta neinum tíðindum. En þegar nær nútímanum er horft þá er það kjör töluvert undur. Heilli öld eftir dauða Lincolns þurfti þannig að beita valdi í suður- ríkjum Bandaríkjanna svo svört kona mætti setjast í sæti í strætisvagni. Alríkisstjórnin í Washington varð að senda lið á vettvang svo að svartur stúdent mætti innritast í háskóla og ríkisstjórinn í Alabama stóð sjálf- ur í dyragætt skólans til að koma í veg fyrir það. Og enn í dag berast fréttir sem þykja sýna að blökkumenn eigi undir högg að sækja vestra. En flestu hefur miðað í rétta átt. Blökkumaðurinn Colin Powell varð æðsti yfirmaður hers Bandaríkjanna (næstur forsetanum) og utanrík- isráðherra og manneskja, sem var fulltrúi tveggja hópa, sem hafa átt upp brekku að sækja, Condoleezza Rice, varð einnig utanríkisráðherra. Tveir blökku- menn settust í Hæstarétt Bandaríkjanna og mörg mikilvæg skref af slíku tagi hafa verið stigin. En samt trúðu flestir því að forsetaembættið væri enn fjarri því að vera innan seilingar fyrir „afkomendur þrælanna“ eins og það er stundum orðað. Það var vafalítið gott bæði fyrir ímynd og sjálfsmynd Bandaríkjamanna að blökkumaður skyldi kosinn „valdamesti maður heims- ins“. Einstaklingurinn Obama er þó hvorki betri né verri forseti fyrir það að hann sé dökkur á hörund. Því mið- ur bar á því í kosningabaráttunni að reynt væri að fipa andstæðinga Obama með því að segja að gagnrýni þeirra markaðist af kynþætti hans og þá kynþáttahatri þeirra, eða að minnsta kosti af snerti af því. Segja má að svo lengi hafi menn goldið þess að vera svartir að sanngjarnt hafi verið að fulltrúi þeirra allra hafi notið þess þegar honum lá mikið við. Obama hlaut gott end- urkjör fjórum árum síðar og þá hlaut mat á störfum hans að hafa ráðið mestu. Síðustu árin hefur gagn- rýnin vaxið á verk hans eða verkleysi. Furðu oft er því nú haldið fram að svo harða gagnrýni þyrfti aðeins „afrískur Ameríkani“ að þola. George W. Bush, Carter og Nixon bjuggu löngum við mun þyngri gagnrýni en Obama nú. Hún var iðulega mjög óvægin, en engum dytti í hug að skýra það með því að þessir þrír voru Menn þroska ekki umræðu með því að kæfa hana - og það er ekki víst að hún kafni *Heittrúaðir „trúleysingjar“ sjáengin mörk í slíkum efnum ogtrúleysi þeirra virðist eins konar trúarleg gagnályktun og beinast sér- staklega að hinum trúarlega menn- ingararfi þjóðanna sem þeir tilheyra. Þeir sömu fara mun varlegar gagn- vart öðrum trúarbrögðum. Reykjavíkurbréf 16.05.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.