Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna 196 stundir að jafnaði *Íbúar jarðarinnar þurfa að hafa mismikið fyr-ir laununum og á milli landa getur verið veru-legur munur á lengd vinnuvikunnar. ÍbúarSuður-Kóreu státa af því að vinna flestarklukkustundir af öllum þjóðum, að jafnaðirösklega. 196 klst. á mánuði. Grikkir eyðalíka miklum tíma í vinnunni eða um 171 klst. á mánuði, samkvæmt Forbes. Tékkar vinna 166 klst. að jafnaði og Ungverjar 165 klst. Aron Bergmann Magnússon leik- myndahönnuður, hugmyndasmiður og teiknari hjá Janúar, er búinn að koma sér vel fyrir eftir nýafstaðna flutninga en fyrirtækið er nú til húsa við Lækjartorg. Þessa dagana fer vinnudagurinn m.a. í að hanna nýtt rými fyrir Ölgerðina og undir- búa málverkasýningu sem Aron heldur í sumar. Hvað eruð þið mörg í heimili? Aðra hvora viku erum við þrjú: ég og litlu prinsessurnar mínar Chloe Anna og Ísmey Myrra. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Kaffi sem er lífsnauðsynlegt, hafra- graut, ost, djús og slatta af bön- unum. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ætli það sé ekki um 35 þús. á viku en er minna þá viku sem ég er einn í búinu. Hvar kaupirðu helst inn? Ég skipti því á milli Krónunnar og Bónuss en þegar það er matarboð laumast ég í kjötborðið í Melabúð- inni eða Nóatúni. Hvað freistar mest í matvörubúðinni? Ég er mjög veikur fyrir góðu brauði, helst nýbökuðu og góðu áleggi á það. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Þar sem ég elda mikið þegar stelp- urnar mínar eru hjá mér á ég það til að elda aðeins of mikið, þá hendi ég oft afgöngum í box og beint í kælinn og er duglegur að hita það upp þegar ég nenni ekki að elda fyrir mig einan. Hvað vantar helst á heimilið? Væri ekkert á móti heitum potti inni í stofu eða eldavél með gasi. Finnst ótrúlega gaman að elda á gashellum. Eyðir þú í sparnað? Held að helsti sparnaðurinn hjá mér sé að leggja bílnum eftir vinnu og reyna að hjóla allt sem ég get miðsvæðis. Skothelt sparnaðarráð? Reyndu að nota allan þann mat sem þú átt á heimilinu. Það er alltaf hægt að henda í dýrindis máltíð úr því sem er í ísskápnum og er að renna út. Og núna þegar sólinn er með okkur megnið af deginum er sniðugt að minnka rafmagnsnotkun og notast við birtuna sem er úti. ARON BERGMANN MAGNÚSSON Vantar heitan pott í stofuna Aron segist vera mjög veikur fyrir góðu brauði. Aurapúkinn hefur yndi af að spara peninga, en hann er líka meðvit- aður um mikilvægi þess að spara tíma. Tímasóun er eitthvað sem aurapúkanum gremst ákaflega og er hann vanur að reikna í huganum út tapað tímakaup í hvert skipti sem tími fer til spillis. Púkinn sperrti því eyrun þegar hann heyrði eitt sinn bandaríska útvarpsmanninn Garrison Keillor úr þáttunum A Prairy Home Companion gefa eftirfarandi ráð: „Settu stóran disk við útidyra- hurðina, nálægt rafmagns- innstungu, og þegar þú kemur heim skaltu setja bíllyklana og veskið á diskinn og stinga farsímanum í hleðslu. Geymdu líka aukaeintak af gleraugum í diskinum. Sá tími sem þú sparar með því að þurfa ekki að leita að þessum hlutum hvern ein- asta dag mun duga þér til að skrifa Stríð og frið eða Messu í B-moll.“ Þetta heyrði púkinn fyrir nokkr- um árum og hefur síðan þá aldrei týnt lyklum eða veski. púkinn Aura- Lykladiskur sparar tímaE ru skáparnir í eldhúsinu fullir af gömlum linsubaun- um sem enginn á heimilinu nennir að matreiða? Var eldað of mikið fyrir saumaklúbbinn og ísskápurinn fullur af afgöngum sem tekur heila eilífð að klára? Er í búrinu veglegt safn af niðursoðnu grænmeti og ávöxtum sem enginn vill snerta? Væri ekki gott að skipta þessum mat út fyrir eitthvað sem heimilis- meðlimir vilja frekar borða? Þar kemur fésbókarhópurinn Matarbýtti til bjargar. Hafdís Bjarnadóttir stofnaði hópinn í byrj- un árs og eru meðlimir í dag orðnir um 460 talsins. „Upphaflega hugsaði ég mér að hópurinn gæti verið hentugur fyrir þá sem búa einir eða með fáum í heimili, og sitja oft uppi með matarafganga þegar eldað er. Þeir gætu þá komist í samband við aðra í sömu sporum og skipst á afgöng- um. Sjálf hef ég notað hópinn m.a. eftir að hafa keypt kjöt úti í búð og uppgötvað að það var of salt fyrir minn smekk. Frekar en að henda afgöngunum vildi ég athuga hvort kjötið gæti ekki nýst einhverjum.“ Gefið og skipt Síðan þá hefur hópurinn þróast og þroskast og segir Hafdís að í dag bjóði fólk þar gefins, eða falast eft- ir skiptum, á bæði afgöngum af elduðum réttum og ýmsu hráefni fyrir eldhúsið. „Um daginn auglýsti t.d. kona á vegg hópsins að hún hefði skráð sig í klúbb og fengið reglulegar sendingar af tei og ætti nokkra ósnerta pakka af tei sem henni þætti ekki gott. Ég fékk sumt af þessu tei og er alsæl, enda mjög hrifin af spennandi og óvenju- legum teblöndum.“ Þeir sem sjá spennandi auglýs- ingu á vegg hópsins geta sett inn athugasemd og gert tilboð, eða sent auglýsandanum einkaskilaboð. „Það er óformleg regla að sá sem eldar fær hinn til sín, með tómt ílát, en annars ræður fólk því alveg sjálft hvaða hátt það hefur á matarbýttunum. Ef fólk er ánægt með skiptin er líka gott að þakka fyrir sig í kommentakerfinu.“ Með þessu segir Hafdís hægt að spara í matarinnkaupunum og ekki síður hægt að hreinsa rækilega úr skápum og skúffum í eldhúsinu sem oft vilja fyllast af alls konar óþarfa. „Hver kannast ekki við að eiga t.d. inni í skáp stauk af kryddi sem var aðeins hægt að kaupa í risastórri pakkningu, til þess eins að setja teskeið út í smákökudeig um síðustu jól? Kannski er einhver þarna úti sem vill einmitt þetta krydd og notar það mikið.“ Býttidagur í vinnunni Hún mælir með því að félaga- samtök og vinnustaðir spreyti sig á matarbýtta-módelinu. „Við héldum vel heppnaðan býttiviðburð í sam- starfi við Kvenfélagasamband Ís- lands. Fólk gat komið þangað með sitt afgangshráefni og tekið með sér heim eitthvað gagnlegra. Á vinnustöðum mætti halda býttidag eða býttiviku og er fólk þá að spara sér að þurfa að fara sérstaka auka- ferð á bílnum til að framkvæma vöruskiptin.“ MATARBÝTTIHÓPURINN HEFUR FARIÐ VEL AF STAÐ Skiptast á mat á Facebook MEÐ MATARBÝTTUM ER HÆGT AÐ SPARA Í MATARINNKAUPUNUM OG HREINSA ÚT ÚR SKÁPUNUM ÓSNERTAN MAT OG HRÁEFNI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er óformleg regla að sá sem eldar fær hinn til sín, með tómt ílát, en annars ræður fólk því alveg sjálft hvaða hátt það hefur á matarbýttunum,“ segir Hafdís. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.