Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Þrátt fyrir að búa ekki að eigin sýn- ingarrými verður Nýlistasafnið áfram virkt í sýningarhaldi. Fram undan eru sýningar á Suðurgötu 7, Árbæjarsafni í samstarfi við Minja- safn Reykjavíkur og Listahátíð. „Þetta er verkefni sem við höfum unnið að í heilt ár og því fylgir vegleg útgáfa um Suður- götu 7,“ segir Þor- gerður. Þá eru fyrirhug- aðir gjörningar og viðburðir í sumar sem kalla ekki á fast sýningarrými. Spurð hvort það hafi verið skipulagt með hliðsjón af stöðunni í húsnæðis- málum safnsins segir Þorgerður stjórnina hafa gert tillögur að „hreyfanlegri dagskrá“ sem þýddi að safnið gæti athafnað sig utan síns eiginlega sýningarrýmis. Sem dæmi má nefna að Páll Haukur Björnsson mun fremja gjörning vikulega í sumar og kana- díska listakonan Amy Howden- Chapman mun vinna að verki í Gálgahrauni. Einnig verða viðburðir á Menningarnótt. Þá nálgaðist Byggðasafn Akraness stjórnina og lýsti yfir áhuga á því að setja upp „ögrandi sýningu“ í samstarfi við Nýló. Að opna listheiminn Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 þegar Níels Hafstein og Magnús Pálsson kölluðu eftir opnum fundi myndlistarmanna til að ræða stefnur í menningarpólitík. Stofnendur Nýló voru breiður hópur myndlist- armanna á ýmsum stigum á ferli sín- um, sumir hverjir höfðu verið með- limir í SÚM-hreyfingunni og aðrir voru enn við nám. Tilgangur með stofnun Nýlista- safnsins var fyrst og fremst að opna listheiminn á Íslandi fyrir nýjung- um, með það að markmiði að gefa fleiri myndlistarmönnum kost á að vinna að list sinni hérlendis, að því er fram kemur á heimasíðu safnsins. Það varð fljótt mikilvægt hlutverk Nýlistasafnsins að koma íslenskri samtímalist á framfæri erlendis og einnig að kynna það markverðasta í erlendri list fyrir landsmönnum. Ný- listasafnið varð þannig snemma að miðstöð fyrir nýja strauma og tilraunir í myndlist. Úr kvikmynd um Hrein Friðfinnsson í sýningarsal Nýló á Skúlagötunni. Áfram virkt í sýningar- haldi Páll Haukur Björnsson Listamennirnir sem gefa verk sín eru langflestir úr röðum fulltrúa Nýló, stofnendur þess og yngri kynslóð. Meðal annarra: Anna Hall- in, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjarki Bragason, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Eggert Pét- ursson, Franz Graf, Guðjón Ketilsson, Guðrún Einars- dóttir, Haraldur Jónsson, Hreinn Friðfinnsson, Jan Voss, Karlotta Blöndal, Katrín Sigurðardóttir, Kees Visser, Margrét Blöndal, Páll Haukur Björnsson, Ragna Róberts, Rúna Þorkels, Rúrí, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guð- mundsson, Steingrímur Ey- fjörð, Tumi Magnússon, Unn- ar Örn og Unndór Egill Jónsson. Þorgerður og Eva sem og stjórn Nýlistasafnsins gefa einnig verk til styrktar átak- inu. Verkefnastjóri upp- boðsins er Kristín María Sigþórsdóttir. Þ að er ekkert í hendi en við erum að kanna nokkra möguleika og munum halda áfram að leita,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, formaður stjórnar Ný- listasafnsins, en eins og fram hefur komið hefur safnið misst húsnæði sitt á Skúlagötu og stendur síðasta sýningin nú yfir, æ ofaní æ, á verk- um Hreins Friðfinnssonar. Borgarráð samþykkti í vikunni að úthluta Nýlistasafninu 400 fer- metra húsnæði í Völvufelli 13-21 í Breiðholti undir safneignina sem er mikil vöxtum. Þorgerður lýsir mik- illi ánægju með nýja rýmið, auk þess sem samningurinn sé mjög góður. Flutt verður í Breiðholtið eftir þrjár vikur. Ekki geymslurými, heldur „lifandi safneign“ Hún tekur fram að ekki sé um geymslurými að ræða, heldur aðsetur fyrir „lifandi safn- eign“ og munu verk úr safn- eigninni verða til sýnis. „Heimildasöfnin okkar verða þarna líka framan af, auk þess sem við ætlum að bjóða upp á fræðslu og rannsóknaraðstöðu,“ segir Þorgerður. Starfsmenn safnsins munu hafa veg og vanda af flutningnum en safneign- arfulltrúi er Eva Ísleifsdóttir og segir Þorgerður starf hennar aldrei hafa verið mikilvægara. Ásmundur Sturluson arkitekt hannar rýmið fyrir safneignina. „Við erum mjög spennt,“ segir Þorgerður. Til að byrja með verður opið hluta úr viku í Völvufellinu. Sýn- ingatímar verða auglýstir síðar. Þorgerður fagnar því að safn- eignin sé komin í öruggt skjól í Breiðholtinu og þakkar Reykjavík- urborg fyrir hennar aðkomu að málinu. „Nýló hefur alltaf átt gott samstarf við borgina en við erum einstaklega hamingjusöm núna. Menntamálaráðuneyti hefur líka styrkt okkur dyggilega gegnum ár- in og án fjárlaganna er ekki víst hvað yrði um Nýlistasafnið.“ Völvufell er ef til vill ekki mið- svæðis en Þorgerði líst eigi að síð- ur vel á staðinn. „FabLab er þarna rétt hjá og svo verður gott að geta fengið sér pylsur í Pólsku búðinni. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er líka á næstu grösum. Það er helst að það vanti gott kaffihús en bak- aríið er svaka fínt.“ Ekki áður virk starfsemi á tveimur stöðum Nýlistasafnið hefur ekki í annan tíma haft virka starfsemi á tveimur stöðum og Þorgerður segir því um stórt skref að ræða hjá núverandi stjórn safnsins. „Þetta er ákveðin tilraun en gaman verður að sjá hvernig hún æxlast.“ Fjáröflun vegna nýs sýning- arhúsnæðis er í gangi og mun standa fram á haust. Hápunkt- inum verður náð með lifandi upp- boði í september, þar sem verk sem allt að fjörutíu listamenn hafa gefið safninu verða boðin upp. „Listamenn úr röðum fulltrúa Nýló hafa verið að gefa verk og það hefur gengið mjög vel og fólki er mjög hlýtt til safnsins síns,“ segir Þorgerður. Fyrsti kostur að kaupa Spurð um væntingar kveðst Þor- gerður vona að sýningarrými finn- ist sem fyrst. „Safnið hefur hins vegar brennt sig oft á því að flytja í húsnæði á almennum leigumark- aði og eyða ómældum fjármunum í lagfæringar og annað slíkt. Þess vegna viljum við vanda valið að þessu sinni. Við munum ekki stökkva á fyrsta húsnæðið sem býðst, heldur bíða eftir því rétta. Fyrsti kostur er að kaupa hús- næði,“ segir Þorgerður. Hún segir staðsetninguna líka skipta máli enda sé Nýlistasafnið fyrir almenning en ekki þröngan sérhagsmunahóp og þurfi fyrir vikið að vera aðgengilegt. „Það getur tekið tíma að finna þannig húsnæði en biðin verður vonandi þess virði.“ Þorgerður Ólafsdóttir og Eva Ísleifsdóttir við ný húsakynni Nýlistasafnsins í Völvufelli í Breiðholtinu. Þar verður hin verðmæta safneign Nýló geymd og sýnd. Morgunblaðið/Golli UNGIR SEM ALDNIR Listakonan Rúrí Mikilvægt að vanda valið NÝLISTASAFNIÐ TRYGGÐI SÉR Í VIKUNNI HÚSNÆÐI UNDIR SAFNEIGN SÍNA Í BREIÐHOLTI EN LEITIN AÐ SÝNINGARRÝMI HELDUR ÁFRAM ÞVÍ EINS OG FRAM HEFUR KOMIÐ STENDUR NÚ YFIR SÍÐASTA SÝNING SAFNSINS Á SKÚLAGÖTU 28. ÞORGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR, FORMAÐUR STJÓRNAR SAFNSINS, SEGIR MIKILVÆGT AÐ VANDA VALIÐ AÐ ÞESSU SINNI OG HELST KAUPA HÚSNÆÐIÐ ENDA HAFI NÝLÓ OFTAR EN EKKI BRENNT SIG Á LEIGUMARKAÐINUM GEGNUM ÁRIN. * Enginn alvöru listamaður sér hlutina eins og þeir eru.Gerði hann það hætti hann að vera listamaður. Írski rithöfundurinn Oscar Wilde.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.