Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 25
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 M ikill vöxtur er í lengri og styttri göngum um ís- lenska náttúru og sér- staklega yfir sumartím- ann þegar náttúruan býður göngumönnum upp á sitt besta. Því má búast við því að fjöldi nýrra göngumanna taki sér göngustaf í hönd og kynnist íslensku náttúrunni í lengri og styttri göngum. Þá getur verið gott að vita hvað skal taka með sér í nesti. Mörg okkar hafa áhyggur af fatnaðinum en nestið er ekki síður mikilvægt og segir Linda Udenga- ard, leiðsögumaður hjá Útivist, helsta boðorðið vera að taka með sér mat sem fólki finnst góður. „Það er stranglega bannað að vera í megrun á fjöllum og mikilvægt að fólk taki með sér mat sem það borðar reglu- lega og finnst góður. Fjallaferðir eru ekki staðurinn til að gera gífurlegar breytingar á mataræðinu. Við þurf- um næga orku í ferðinni og það er betra að taka með sér mat heim en að vera svangur á fjöllum,“ segir Linda. Vatn er nauðsynlegt og þó svo ís- lenska fjallavatnið sé eitt það besta í heiminum gleymum við því oft að ekki er alltaf hægt að fylla á brúsann. „Fyrir dagsgöngu þarf að gera ráð fyrir 1 lítra af vatni og 0,5 til 1 lítra af heitu vatni. Veðrið getur verið alla- vega á Íslandi og ef það rignir eða kalt er í veðri er mjög gott að geta fengið sér heitt kaffi, kakó eða te- bolla. Þá má líka nota heita vatnið í bollasúpu.“ Linda segir mikilvægt að borða góðan morgunmat fyrir allar göngur og taka með sér nesti fyrir morgunsnarl eins og banana eða hálfa samloku. Í hádeginu er borðað vel og þá á fólk að smyrja sér góðar brauðsneiðar, flatbökur eða annan orkuríkan og góðan mat. Í síðdeg- iskaffi er fínt að taka með eitthvað smurt og kannski kexköku eða smá súkkulaði. „Fjallasnarl er líka nauð- synlegt en það er eitthvað sem við er- um að gæða okkur á milli mála þegar þarf orku í brekkurnar. Margir taka með sér hnetur, súkkulaði, salt- stangir eða harðfisk sem er þá gott að hafa í poka í vasanum.“ Góður matur er lykilatriði á fjöllum og betra er að taka meira með sér og taka matinn aftur heim en að vera svangur í fjallaferðum. Morgunblaðið/Eyþór Enga megrun á fjöllum Gott brauð með osti og agúrku auk banana er fínt morgunsnarl á fjalli. NESTISBOXIÐ ÞARF AÐ VERA FULLT AF GÓMSÆT- UM MAT ÞEGAR FARIÐ ER Í GÖNGUFERÐIR Á FJÖLL. HVAÐ Á AÐ VERA Í NESTISBOXINU Á FJÖLLUM? A nna Hulda Ólafsdóttir er doktorsnemi í iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands. Hún var kjörin lyftingakona ársins 2012 og 2013, á fjögur Íslandsmet í ólympískum lyftingum og varð fyrsta íslenska konan til að keppa á Evrópumeist- aramóti í ólympískum lyftingum þegar hún keppti í Ísr- ael í apríl síðastliðinn. Þá varð hún einnig fyrsta konan til að komast á pall á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum en það var árið 2012. Anna komst í úrslit á heimsmeistaramótinu í crossfit í fyrra með liðinu sínu frá Crossfit Reykjavík og er núna að keppa á Evrópu- meistaramótinu í crossfit um helgina og keppir svo á Norðurlandamótinu í lyftingum eftir tvær vikur. Gælunafn: Var stundum kölluð Anna massi þegar ég var í menntó og grunnskóla ;) Íþróttagrein: Ólympískar lyftingar og crossfit. Var í landsliðinu í áhaldafimleikum þegar ég var yngri. Hversu oft æfir þú á viku? Það er ofsalega misjafnt. Ég reyni að æfa alltaf þegar tími gefst. Þegar það eru tarnir í náminu eða vinnunni þá kemst ég stundum ekkert í ein- hvern tíma. En svo koma tímabil sem ég get mætt á hverjum degi. Svona að jafnaði reyni ég að ná 4-5 æfingum á viku í 60-90 mín. í senn. Hver er lykillinn að góðum ár- angri? Það er vafalaust mjög persónubundið. Hjá mér hjálpar það rosalega að hafa einhver markmið, t.d. einhver mót til að stefna að. En það sem er líklega mikilvæg- ast er umgjörðin í kringum líf hvers og eins. Mataræði, venjur, vinir og þeir sem standa manni næst. Hvernig er best að koma sér af stað? Finna sér íþrótt sem við- komandi hefur gaman af. Vera óhrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt. Ekki sakar að hafa einhvern með sér sem er dríf- andi. Hvað ráðlegg- urðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Finna sér félaga sem er í sömu hugleiðingum eða jafnvel kominn enn lengra. Það hjálpar mikið að hafa ein- hvern sér við hlið til að koma manni af stað. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Við Gunni minn, maðurinn minn, erum dugleg að fara í fjallahlaup þegar við erum í fríi. Ef það eru engin fjöll nálægt má yfirleitt finna crossfit-box einhvers staðar nálægt. Annars hafa undanfarin frí hjá okkur öll snúist í kringum einhverjar keppnisferðir hjá mér svo þá er sjálfkrafa mikil hreyfing í fríinu. Annars þarf líkaminn líka tíma til að hvíla sig. Ertu almennt meðvituð/ur um mataræðið? Ég er mjög meðvituð um mataræði. Sjálf er ég hálfgerð grænmetisæta og passa vel upp á það að borða hollan og góðan mat. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Pro VX vegan prótein frá Sci-MX og BCAA amínósýrur frá sama merki. Svo er ég tíður gestur hjá Gló sem er að mínu mati allra besti veitingastaðurinn í Reykjavík. Þar fæ ég mér yfir- leitt RAW rétt eða grænmetisrétt. Hvaða óhollusta freistar þín? Súkkulaði og ostur. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Taka lítil skref í einu og prófa sig áfram. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öllum. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Gildi hreyfingar sem slíkt felst í því að geta tekist á við þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða. Hreyfing hefur ekki síður andlega jákvæð áhrif á mig en líkamlega. Einnig er þetta svo frábær samvera með vinum og fjölskyldu. Við Gunni njótum þess í botn að hreyfa okkur saman og takast á við nýjar áskoranir saman.Ekki skemmir það að litla daman okkar nýtur hreyfingarinnar líka. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ég tel að margir sem stunda líkamsrækt sér til heilsubót- ar einvörðungu séu oft að þjálfa mikið til einangraða vöðvahópa og hugs- anlega minna í svona náttúrulegum hreyf- ingum eins og hné- beygju eða rétt- stöðulyftu. Hverjar eru fyrir- myndir þínar? Ég á margar fyr- irmyndir í lífinu en þó verð ég að segja að mín helsta fyrirmynd er hún móðir mín heitin, Guð- rún Þórsdóttir. Hún var sannkölluð hreystikona og til fyrirmyndar í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. KEMPA VIKUNNAR ANNA HULDA ÓLAFSDÓTTIR Vöðvastæltur verkfræðingur Byrjendur sem lengra komnir hlauparar verða að hafa það í huga að eftir hvert hlaup skal teygja á vöðvum meðan þeir eru enn heitir. Þetta gildir alveg óháð þreytu eftir hlaupið. Teygjur draga úr líkum á meiðslum eins og tognun á liðböndum og vöðvum. Teygjum strax eftir hlaup* Aldur er engin fyr-irstaða - nema í huganum. – Jackie Joyner-Kersee frjálsíþróttakona Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 VERÐ FRÁ 79.500,- Mikið úrval áklæða og leðurs Syrusson - alltaf með lausnina! GLÆSILEIKI OG ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.