Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.5. 2014 Ferðalög og flakk H eimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Brasilíu fimmtudaginn 12. júní næstkomandi með leik heimamanna og Ís- landsbananna Króata í São Paulo. Bara að okkar menn hefðu komist áfram! Í kjölfarið koma 63 leikir en úrslitaleikurinn sjálfur fer fram í Rio de Janeiro sunnudaginn 13. júlí. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð í heimi, utan Ól- ympíuleikanna, og múgur og margmenni mun flykkjast til Brasilíu meðan á mótinu stendur. Bæði til að styðja sitt lið og njóta dýrðarinnar. Þannig hefur komið fram að tugir Íslendinga hafi tryggt sér miða. Þá er alls ekki lokum fyrir það skotið að einhverjir haldi til Brasilíu í þeirri von að fá miða á leikina á staðnum. Í versta falli má þá bara anda að sér stemningunni. Sem verður að líkindum geggjuð. Snargeggjuð. Þetta er í annað skipti sem Brasilía er gestgjafi á HM í knattspyrnu. Síðast lögðu fram- bærilegustu sparksveitir heims leið sína þangað árið 1950. Mótið hefur raunar aðeins fjórum sinn- um áður verið haldið í Suður- Ameríku, síðast fyrir 36 árum í Argentínu. Úrúgvæ hélt fyrsta heimsmeistaramótið, árið 1930 og Chile 1962. Í öll þessi fjögur skipti kom sigurvegarinn úr álf- unni. Úrúgvæ vann 1930 og 1950, Brasilía 1962 og Argentína 1978. Samkvæmt því verður á brattann að sækja fyrir lið frá Evrópu, Asíu og Afríku í sumar. Að ekki sé talað um blessaða Ástralana. Heimamenn munu í sumar leggja allt kapp á að endur- heimta bikarinn, sem þeir hafa unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum. Þeir biðu mjög óvænt lægri hlut fyrir hinum agnar- smáa nágranna sínum Úrúgvæ 1950 að viðstöddum 199.854 áhorfendum á Estádio do Marac- anã í Rio de Janeiro. Þetta er ekki prentvilla, það voru sann- arlega 199.854 áhorfendur á vell- inum þann ágæta dag. 47.511 manns sáu að meðaltali leikina 22 í Brasilíu 1950 sem er vel yfir meðallagi þegar horft er til mótanna nítján sem fram hafa farið frá 1930. Langmest aðsókn var að mótinu í Bandaríkjunum 1994, 68.991 manns að meðaltali. Næst kemur HM í Þýskalandi 2006 með 52.491 gesti að meðaltali á leik. Menn hrista ekki viðburð eins og HM fram úr erminni og stjórnvöld í Brasilíu hafa lagt út í gríðarlegan kostnað vegna mótsins. Tólf leikvangar í jafnmörgum borgum munu hýsa leikina 64. Fimm þeirra eru glænýir, auk þess sem Está- dio Nacional Mané Garrincha í höfuðborginni Brasilíu var jafn- aður við jörðu og reistur á ný. Miklar endurbætur hafa þess ut- an verið gerðar á hinum leik- vöngunum sex. Á ýmsu hefur gengið Á ýmsu hefur gengið við fram- kvæmdirnar, einkum Arena Cor- inthians í São Paulo, þar sem byggingakrani hrundi í nóvember síðastliðnum með þeim afleið- ingum að hluti leikvangsins lask- aðist og tveir verkamenn týndu lífi. Um tíma leit út fyrir að Curitiba yrði að hætta við sem ein af gestgjafaborgunum enda miðaði endurbótum við leikvang borgar- innar, Arena de Baixade, hægar en Alþjóðaknatt- spyrnusambandið gat fellt sig við. Eftir áminningu gyrtu menn sig hins vegar í brók og nú hef- ur verið staðfest að leikið verði á Arena de Baixade í sumar. Leikið var á sex leikvöngum af þessum tólf í Álfukeppninni í fyrrasumar og nú eru þrír til viðbótar tilbúnir. Brasilíumenn fullyrða að síðustu þrír leikvang- arnir verði klárir í tæka tíð. Ekki er nóg að reisa glæsilega leikvanga fyrir HM, Brasilíu- menn hafa þurft að ráðast í stórtækar endurbætur og fram- kvæmdir við flugvelli, lestarkerfi, götur og vegi, auk þess sem ný hótel hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Ef marka má nýjustu fréttir miðar þessum fram- kvæmdum rétt mátu- lega og einsýnt þykir að ekki verði þeim öllum lokið áður en gestir byrja að streyma til landsins í byrjun næsta mán- aðar. Yfirvöld í Brasilíu sverja þó og sárt við leggja að það muni ekki koma að sök. Allir gestir eigi að komast klakklaust til landsins og áleiðis á leikvang- ana og enginn þurfi að halla höfði í almenningsgörðum að næturlagi – nema þá þeir kjósi þann háttinn sjálfir. Alltént. Hún er að bresta á, íþróttaveisla ársins. Þar sem Lio- nel Messi, Neymar yngri, Cris- tiano Ronaldo, Karim Benzema, Andrés Iniesta, Marco Reus, Yaya Touré, Arjen Robben, Luis Suárez og allir hinir kapparnir verða í forgrunni en ég, þú, les- andi góður, og allir hinir sófa- spekingarnir í aukahlutverki. Virku aukahlutverki. STYTTIST Í HM Í KNATTSPYRNU Nú falla öll vötn til Brasilíu TUTTUGASTA HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU FER FRAM Í BRASILÍU Í SUMAR. FJÖLDI GESTA, ÞEIRRA Á MEÐAL ÍSLENDINGAR, STEFNIR NÚ SKÓNUM TIL ÞESSA RÓMAÐA LANDS Í SUÐUR-AMERÍKU SEM UM ÁRATUGA SKEIÐ HEFUR VERIÐ TÁKNGERVINGUR LISTFENGIS Í SPARKHEIMUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Listamaðurinn Ricardo Mell leggur lokahönd á listaverk í úthverfi Rio de Janeiro. Það sýnir Neymar yngri, erki- spyrni Brasilíu í dag, kveðja drauginn frá 1950 með kossi. Borgir sem leikið verður í á HM Porto Alegre Curitiba Manaus Cuibaá Brasília Fortaleza Natal Recife Salvador São Paulo Rio de Janeiro Belo Horizonte B r a s i l í a *Í versta fallimá þá baraanda að sér stemn- ingunni. Glæsilega skreytt gata í Rio de Janeiro í vikunni. Já, HM er að bresta á með allri sinni dýrð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.