Morgunblaðið - 04.07.2014, Side 8
VIÐTAL
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Kvíði, þunglyndi, streita og annar til-
finningavandi er algengur, lamandi og
líklegur til þess að vera vangreindur
og meðhöndlaður með ófullnægjandi
hætti hér á landi sem erlendis. Þetta
segir Kristbjörg Þórisdóttir sálfræð-
ingur, sem vill taka upp aðferð sem
gengur út á að finna þá einstaklinga
sem glíma við slíkan heilsubrest með
einföldum skimunartækjum og bjóða
upp á viðeigandi úrræði út frá vanda
viðkomandi. „Við viljum veita almenn-
ingi aðgang að gagnreyndri sálfræði-
meðferð. Samkvæmt klínískum leið-
beiningum sem gefnar eru út af
landlækni á hugræn atferlismeðferð að
vera fyrsta meðferð við kvíða og þung-
lyndi. Hugmyndin gengur út á að
bjóða almenningi aðgang að gagn-
reyndri sálfræðimeðferð í samræmi
við þessar leiðbeiningar,“ segir hún.
Gróf mynd af vandanum
Skimunin færi fram með þeim hætti
að fólki yrði boðið að svara stuttum
skimunarlista og út frá þeim nið-
urstöðum yrði vandinn metinn gróf-
lega. „Það er of margt fólk með
ógreindan vanda sem leitar sér ekki
hjálpar. Við sjáum fyrir okkur að fólk
gæti nálgast þessa lista á þjónustu-
miðstöðum, heilsugæslustöðvum, skól-
um eða á öðrum stöðum í nærumhverf-
inu,“ segir Kristbjörg og bætir við að
með aðferðinni hafi náðst mikill árang-
ur erlendis. „Bretar eru t.a.m. komn-
ir miklu lengra en Íslendingar í
þessum málum. Þeir hafa verið
með verkefni í gangi frá 2006 sem
hefur það markmið að auka að-
gengi að gagnreyndri meðferð
við kvíða og þunglyndi í fram-
línuþjónustu. Verkefnið hef-
ur sýnt góðan árangur og
byggir meðal annars á
þrepaskiptri nálgun þar sem
þjónustan er í takt við alvar-
leika vandans og reynt er að veita að-
stoð eins fljótt og mögulegt er.“
Góð reynsla í Breiðholti
Kristbjörg starfar á Þjónustu-
miðstöð Breiðholts, sem hefur séð um
að skima alla unglinga níunda bekkjar
í grunnskólum Breiðholts frá árinu
2009. „Það er mjög mikilvægt að fólk
fái rétta meðferð sem fyrst, áður en
það verður veikara. Við höfum góða
reynslu af þessu verklagi með ung-
linga hér í Breiðholti þar sem við skim-
um fyrir einkennum kvíða og dep-
urðar. Þeim unglingum sem eru yfir
ákveðnum viðmiðum hefur svo verið
boðið á námskeið í hugrænni atferl-
ismeðferð. Er það von okkar að það
verklag verði sett á fót víðar og jafn-
framt að byggð verði upp svipuð þjón-
usta fyrir fullorðna,“ segir Kristbjörg.
Að sögn hennar er ekki mikil hætta
fólgin í því að vandinn verði ofgreindur
ef margir fari í gegnum ferlið en hún
telur mikilvægt að fólk geri grein-
armun á skimun og greiningu. „Flestir
greinast með væg einkenni og það er
einmitt það sem hugmyndin gengur út
á, að fólk fái strax fræðslu og að gripið
sé í taumana áður en vandinn eykst.“
Þingsályktun lögð fram
Á síðasta þingi var tillaga til þings-
ályktunar lögð fram um aðgerðaáætl-
un um geðheilbrigðisþjónustu fyrir
börn, unglinga og fjölskyldur þeirra,
en Kristbjörg segir þá tillögu snúa vel
að þeirri hugmyndafræði sem hún og
fleiri hafi talað fyrir. „Alþingi náði ekki
að afgreiða tillöguna á síðasta þingi en
vonandi verður hún tekin upp á næsta
þingi. Staðan er þannig í dag að ef for-
eldri ætlar með barnið sitt til sálfræð-
ings er það ekki niðurgreitt af ríkinu.
Það er verulegur skortur á aðgengi að
sálfræðiþjónustu og mikilvægt að við
snúum því við. Skimunum fylgir ekki
mikil kostnaður og ef við náum að
greina vandann snemma spörum við
háar upphæðir vegna kostnaðar í heil-
brigðis- og félagsþjónustukerfinu,“
segir hún að endingu.
Vill koma í veg fyrir vandann
áður en það er of seint
Morgunblaðið/Golli
Heilbrigðisvandi Margir glíma við ógreindan tilfinningavanda eins og
kvíða og þunglyndi en slíkt getur haft mikil áhrif á líf og störf manna.
Margir leita sér ekki hjálpar Einföldum skimunartækjum beitt
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
Ýmsum þykir miður að það kerfisem stendur hjarta og hags-
munum alls þorra fólks svo nærri,
lífeyriskerfið, skuli ekki hafa gert
trúverðuga grein
fyrir því hvers
vegna helstu for-
sprakkar þess
gengu siðlausustu
bröskurum landsins
svo auðveipir á
hönd á bóluárunum.
Hvítþvottsskýrslan skilaði engu,eins og menn muna, nema
óheyrilegum kostnaði. Páll Vil-
hjálmsson skrifar:
Lífeyrissjóðir voru leiksopparauðmanna fyrir hrun. Sjóð-
irnir töpuðu milljörðum króna í
glórulausar fjárfestingar. Fram-
kvæmdastjórar og yfirmenn í sum-
um lífeyrissjóðum þáðu ýmis fríð-
indi frá auðmönnum s.s. ferðir á
knattspyrnuleiki á Englandi.
Eftir hrun var engin hreinsun í
lífeyrissjóðunum, skrifuð var
skýrsla og eitthvað föndrað við
reglur um að mútur væru ekki við
hæfi. Að öðru leyti var haldið
áfram eins og ekkert hefði í skor-
ist.
Lífeyrissjóðirnir eru nánast með
ótakmarkaða getu til að tapa fé.
Innstreymið í sjóðina er sjálfkrafa,
launþegar eru skuldbundnir að
setja hluta launa sinna í hítina.
Sjóðirnir lagfæra bókhaldið sitt
með því að lækka réttindi félags-
manna sinna og munu, ef í harð-
bakkann slær, hækka lífeyris-
tökualdurinn.
Í ljósi reynslunnar af sukksemi
lífeyrissjóðanna á tímum útrásar
er full ástæða til að efast um skyn-
semi þess að lífeyrissjóðirnir verði
ráðandi á hlutabréfamarkaði.“
Hvernig stendur á því að at-vinnulífið lætur þá sem verst
höguðu sér enn hafa úrslitaáhrif í
kerfinu og fyrirtækjum sem kerfið
er að soga undir sig?
Páll Vilhjálmsson
Hreingerningar
þörf
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 14 heiðskírt
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 18 skúrir
Glasgow 17 léttskýjað
London 26 heiðskírt
París 27 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 25 léttskýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 27 heiðskírt
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 21 léttskýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 28 léttskýjað
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:13 23:53
ÍSAFJÖRÐUR 2:11 25:05
SIGLUFJÖRÐUR 1:48 24:53
DJÚPIVOGUR 2:30 23:34
Um þriðjungur er líklegur til að þjást af að minnsta kosti einni geð-
röskun á hverju ári og um helmingur er líklegur til að þjást ein-
hvern tímann á lífsleiðinni. Þunglyndi er talið vera fjórða mesta
orsök örorku í dag og er spáð öðru sætinu 2020. Ómeðhöndl-
aður tilfinningavandi veldur einstaklingum og fjölskyldum mik-
illi vanlíðan og samfélaginu mikilli byrði og kostnaði á hverjum
tíma.
Hugræn atferlismeðferð er að sögn Kristbjargar gagn-
reynd meðferð við þunglyndi, kvíða og öðrum geðrösk-
unum en hún telur að slík meðferð eigi að vera fyrsta
meðferð við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi.
Mikil byrði á samfélaginu
VELDUR MIKILLI VANLÍÐAN
Kristbjörg
Þórisdóttir