Morgunblaðið - 04.07.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
SKARTAÐU ÞÍNU
FEGURSTA
Bankastræti 4 I sími: 551 2770 I www.aurum.is
Skartgripalínan Svanur fæst
í verslun Aurum, Bankastræti 4.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ýmsum lykilspurningum í launa-
deilu Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra er enn ósvarað eftir að
Ríkisendurskoðun birti í fyrrakvöld
úttekt á málskostnaðargreiðslum
Más vegna málsóknar hans gegn
Seðlabanka Íslands. Fór bankaráð
Seðlabankans fram á slíka úttekt.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær er það meginniðurstaða Ríkis-
endurskoðunar að Láru V. Júlíus-
dóttur, þáverandi formanni banka-
ráðs, hafi borið að bera þá ákvörðun
undir ráðið að Seðlabankinn greiddi
málskostnaðinn. Um þetta segir orð-
rétt í svari Ríkisendurskoðunar:
Átti að bera undir ráðið
„Þá hefur athugun stofnunarinnar
ekki leitt í ljós að í gildi séu reglur,
samþykktir eða umboð til handa for-
manni bankaráðsins til þess að taka
tilteknar ákvarðanir f.h. bankaráðs-
ins utan funda, svo sem um útgjöld
tengd bankastjóranum. Með vísan til
þessa og í ljósi þess að hér var um
umtalsverð útgjöld að ræða hefði að
mati Ríkisendurskoðunar átt að bera
ákvörðun um greiðslu þeirra upp til
samþykktar í bankaráðinu.“
Þegar óskað var viðtals við Láru á
lögmannsstofu hennar fékk blaða-
maður það svar að hún væri komin í
sumarfrí fram á mánudag. Hún svar-
aði ekki símaskilaboðum í gær.
Óskað var upplýsinga um nöfn
þeirra einstaklinga sem kallaðir voru
til viðtals hjá Ríkisendurskoðun
vegna efnisöflunar fyrir skýrsluna.
Svar Ríkisendurskoðunar var að
rætt hefði verið við fleiri aðila en þá
sem vísað væri til í skýrslunni. Nöfn
heimildarmanna eru ekki tilgreind,
heldur koma fram stöður þeirra.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
18. mars eru ekki til sérstakar skrár
í stjórnarráðinu yfir samtöl Jóhönnu
Sigurðardóttur, þáverandi forsætis-
ráðherra, á tímabilinu þegar hún
ræddi við Má um launakjör hans, í
júní 2009. Hefur Már vísað til þeirra
samtala og samtala við Ragnhildi
Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í
forsætisráðuneytinu á þeim tíma.
Af því tilefni var það borið undir
Svein Arason ríkisendurskoðanda
hvort Jóhanna væri á meðal þeirra
sem starfsmenn stofnunarinnar
ræddu við. Svar hans var svona:
„Í svarinu [við erindi bankaráðs]
er fjallað um mat okkar á viðbrögð-
um vegna úrskurðar kjararáðs,
málshöfðunar og greiðslu máls-
kostnaðar í framhaldi af ákvörðun
bankaráðs um kjör seðlabankastjóra
og breytingu á lögum um kjararáð.
Það var mitt mat að viðtal við fv. for-
sætisráðherra myndi ekki bæta
neinu við svarið.“
Aðdragandinn enn á huldu
Vekur þetta athygli í ljósi þess að
annars staðar í svari Ríkisendur-
skoðunar segir orðrétt um afstöðu
Más til þess að taka við starfi seðla-
bankastjóra:
„Áður en hann tók endanlega
ákvörðun um að taka starfinu telur
hann sig hafa, fyrir orð ráðuneytis-
stjóra forsætisráðuneytisins, fengið
loforð forsætisráðherra um að laun
hans yrðu ekki lægri en tæplega 1,5
milljónir kr. á mánuði jafnvel þó svo
að breytingarnar kynnu að verða
gerðar á lögum um kjararáð.“
Um aðdraganda þessa loforðs seg-
ir síðan orðrétt í úttektinni:
„Svo sem áður er getið kom
bankaráðið sem slíkt ekki að ákvörð-
un um greiðslu málskostnaðarins og
er ekki að finna bókanir um hana í
fundargerðabók þess. Ekki liggur
nákvæmlega fyrir hvenær eða
hvernig ákvörðun um að bankinn
greiddi kostnaðinn bar að enda eng-
in skrifleg gögn um hana.“
Fram kemur í svari Ríkisendur-
skoðunar að kostnaður Seðlabank-
ans við álitsgerð Andra Árnasonar
hrl., sem greitt var fyrir í júlí 2010,
hafi numið 362.174 kr. Til saman-
burðar kostaði málarekstur lög-
fræðistofu seðlabankastjóra, fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæsta-
rétti, 4.148.116 kr. og kostnaður lög-
fræðistofu Seðlabankans var alls
3.283.240 kr. Kostnaðurinn við mála-
reksturinn, að frátalinni álitsgerð
Andra, var því 7.069.182 kr.
Ekki hlutverk stofnunarinnar
Kostnaðurinn við álitsgerðina
hafði ekki komið fram áður og af því
tilefni óskaði Morgunblaðið upplýs-
inga hjá Ríkisendurskoðun um
hvernig hinn hluti kostnaðarins væri
tilkominn. Var svar Ríkisendurskoð-
unar að það væri ekki hlutverk henn-
ar að veita þessar upplýsingar. Sama
spurning var send Seðlabanka og
hafði svar ekki borist í gærkvöldi.
Þá sagði ríkisendurskoðandi, að-
spurður um kostnað stofnunarinnar
og fjölda vinnustunda vegna skýrslu-
gerðarinnar, að „almennt gæfi
[stofnunin] ekki upp hvað skýrslur
kosta“, né heldur hefði hún tekið
saman kostnaðinn. Hins vegar upp-
lýsti hann að haldið væri utan um
verktímann í verkbókhaldi. Þá vekur
athygli að haft er eftir Láru í svarinu
að bankaráðið hafi tekið ákvörðun
um að óska eftir áliti Andra:
„Ég var formaður bankaráðs
Seðlabanka Íslands á þessum tíma.
Bankaráðið hafði beðið Andra Árna-
son hrl. um lögfræðilega álitsgerð
um réttarstöðu seðlabankastjóra þar
sem hann var meðal annars spurður
hvort hægt væri að lækka laun seðla-
bankastjóra á skipunartíma og frá
hvaða tímapunkti ætti að greiða
seðlabankastjóra laun samkvæmt
ákvörðun kjararáðs.“
Höfðu efasemdir um skref Láru
Í úttektinni segir hins vegar að
efasemdir hafi verið í ráðinu:
„Rétt er að geta þess að á fundi
bankaráðsins hinn 27. maí 2010 var
m.a. fjallað um breytingar á launa-
kjörum seðlabankastjóra í tilefni af
úrskurði kjararáðs frá 23. febrúar
2010 þar um. Af því tilefni tilkynnti
þáv. formaður bankaráðsins að hann
hefði óskað eftir lögfræðiáliti frá
Andra Árnasyni hrl. um það hvernig
standa skyldi að launabreytingun-
um. Í fundargerð fundarins er greint
frá því að fulltrúar í bankaráðinu
hafi allir lýst afstöðu sinni til málsins
og jafnframt að komið hafi fram efa-
semdir um hvort formaður banka-
ráðs gæti óskað eftir lögfræðiáliti án
fulltingis ráðsins sjálfs.“
Lykilspurningum ósvarað
Ríkisendurskoðun kannaði ekki aðdraganda þess að Seðlabankinn ákvað að greiða málskostnað Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra Efasemdir voru í bankaráði um álitsbeiðni þáv. formanns ráðsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabankinn Í úttekt Ríkisendurskoðunar um launadeilu Más Guðmunds-
sonar seðlabankastjóra segir að rætt hafi verið við fleiri en þar er vísað til.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi
segir það eiga sér eðlilegar skýr-
ingar að ekki skuli hafa verið rætt
við fv. fulltrúa í bankaráði SÍ.
„Sé úttektin lesin sést að spurn-
ingarnar beinast að allt öðru en
bankaráðinu sjálfu. Það sem við
töldum eðlilegt var að ræða fyrst og
síðast við þáverandi formann og
síðan ræddum við ritara bankaráðs-
ins. Ásamt því að lesa fundargerðir
ráðsins líka töldum við okkur hafa
nægar upplýsingar um það sem
gerðist á fundinum varðandi þau
mál sem um var spurt.“
– Hvers vegna taldi Ríkisendur-
skoðun ekki tilefni til þess að leita
til Jóhönnu Sigurðardóttur, í ljósi
þess að hún er beinn málsaðili?
„Það lá fyrir ákvörðun banka-
ráðs um launakjör seðlabanka-
stjóra í mars 2009. Það er ekkert
sem breytir því
fyrr en ákveðið
er að fella launa-
mál Más, ásamt
málum fleiri for-
stjóra ríkisstofn-
ana, undir kjara-
ráð. Þau lög eru
samþykkt í ágúst
2009, rétt áður
en Már hefur
störf. Kjararáð
úrskurðar í máli hans í febrúar
2010. Um leið og búið var að fella
launakjörin undir ákvörðun kjara-
ráðs tekur við nýr kafli í þessu máli.
Kjararáð ákveður launakjör. Það
sem áður hefur verið gert hefur því
enga þýðingu lengur.“
– Fram kemur í úttektinni að
Lára V. Júlíusdóttir hafi tekið þátt í
umræðum um starfskjör æðstu yfir-
manna Seðlabankans innan yfir-
stjórnar bankans. Er þér kunnugt
um hvaða fulltrúar í stjórn Seðla-
bankans áttu samræður við þáv.
formann bankaráðs um þau mál?
„Nei. Við litum svo á að yfir-
stjórnin hefði verið æðstu stjórn-
endur bankans á þeim tíma.“
– Má draga þá ályktun að Már
hafi verið í þessum hópi?
„Nei, ég held einmitt að það hafi
ekki verið hann. Þetta laut einmitt
að afleiddum þáttum í úrskurði
kjararáðs, enda eru launakjör
starfsmanna [SÍ] bundin hlutföllum
af launum seðlabankastjóra.“
Spurður hvers vegna ekki sé tek-
in afstaða til skattalegrar með-
ferðar á málskostnaðargreiðslum
SÍ segir Sveinn „ekki komið að því
enn þá“. „Við leggjum til að banka-
ráðið taki ákvörðun um þessi mál.“
Sveinn
Arason
Nóg að ræða við Láru, ritara
bankaráðs og lesa fundargerðir
Ríkisendurskoðun fjallar um fyrir-
spurn Ásmundar Einars Daðasonar,
þingmanns Framsóknarflokksins,
sem dreift var á Alþingi hinn 13.
nóvember 2012, til fjármála- og
efnahagsráðherra um kostnað við
málaferli Más og þá hvort seðla-
bankastjóri myndi greiða kostn-
aðinn. Ríkisendurskoðun telur að
svar Seðlabankans við fyrir-
spurninni hefði „að sönnu mátt
vera nákvæmara“, en í svari bank-
ans við fyrirspurn þingmannsins í
janúar 2013 kom ekki fram að
bankinn myndi greiða kostnaðinn
að fullu. Már sagði hins vegar orð-
rétt í útvarpsþættinum Sprengi-
sandi í vor: „Hins vegar lá það fyrir
að þegar úrskurður var kominn í
héraðsdómi, þá var ég búinn að
ákveða það að halda ekki áfram
með málið nema ég fengi til þess
einhvern atbeina frá bankanum,“
sagði Már. Það var því forsenda
áfrýjunar hans til Hæstaréttar að SÍ
greiddi málskostnað, en málinu var
áfrýjað hinn 20. nóvember 2012.
Ríkisendurskoðun vísar hins veg-
ar til þess að að endanleg niður-
staða málsins fyrir Hæstarétti hafi
ekki legið fyrir þegar svar Seðla-
bankans var gefið.
Svar mátti vera „nákvæmara“
AFSTAÐA RÍKISENDURSKOÐUNAR TIL SVARBRÉFS SÍ