Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 2
Hvers vegna er Druslugangan haldin?
Tilgangur Druslugöngunnar er mjög skýr. Við viljum færa ábyrgð kynferðisglæpa
frá þolendum yfir á gerendur. Við viljum uppræta orðræðuna sem tíðkast hefur allt
of lengi á þá vegu að einstaklingur sem verði fyrir kynferðisofbeldi bjóði upp á það
með því að „passa“ sig ekki, t.d. með því að klæða sig á ákveðinn hátt, vera undir
áhrifum áfengis o.s.frv. Við þekkjum öll þessar afsakanir fyrir ofbeldi. Allir þeir sem
mæta í Druslugönguna neita að hlusta á slíkar afbakanir því það er ekki til nein af-
sökun fyrir kynferðisofbeldi.
Er gangan einungis fyrir druslur eða eru ekki-druslur líka
velkomnar?
Það að gangan heiti Drusluganga er vísun í það að árið 2011 var lög-
reglustjóri í Toronto sem sagði opinberlega að ,,Konur ættu að forðast
það að klæða sig eins og druslur til þess að fyrirbyggja það að þeim verði
ekki nauðgað.“ Þannig er orðið „drusla“ og „Drusluganga“ notað til að
hæðast að þessari fáranlegu yfirlýsingu sem svo varð uppsprettan að
Druslugöngum um allan heim. Það eru allir velkomnir í druslugöngu,
hvort sem það eru druslur eða ekki-druslur, það skiptir engu máli.
Kjarninn er sá að það er aldrei réttlætanlegt að beita fólk kynferðisof-
beldi, hvernig sem það er klætt.
Hvaða viðhorfsbreytingar þurfa að verða í þjóð-
félaginu til þess að Druslugangan verði óþörf?
Það þarf mjög mikið að breytast en við erum alltaf á réttri leið. Um-
ræðan hefur opnast og það að ræða kynferðisofbeldi er ekki jafn
mikið tabú og fyrir nokkrum árum. Það er jákvætt en við eigum
ennþá langt í land. Enn þann dag í dag koma fram dómar þar sem
fjölyrt er um áfengismagn, fortíð, aðstæður og svo margt annað sem
kemur þeim verknaði sem þolandi kærir fyrir ekkert við. Kjarni
málsins er sá að það á ekki að setja þolandann í þá stöðu að þurfa að
líða eins og sekum einstaklingi sem sífellt er verið að reyna að fella
með klækjabrögðum í kæruferlinu. Druslugangan verður óþörf þeg-
ar að einstaklingur sem verður fyrir kynferðisofbeldi hugsar sig ekki
tvisvar um og segir strax frá ofbeldinu, fer beint á neyðarmóttöku og
er ekki hræddur við að kæra því hann treystir því að ferlið verði sann-
gjarnt og auðvelt. Það er ógnvænleg tilhugsun að aðeins 10% þolenda kæri
brotið og af þeim sem kæra sé 70% mála vísað frá. Okkar markmið er að
snúa þessum prósentutölum við!
Hvernig finnst þér að takast á við verkefni á borð við
druslugönguna?
Það eru forréttindi að fá að takast við þetta verkefni. Það hafa alveg komið
stundir þar sem ég er alveg að bugast á álaginu og stressinu en þá hugsa ég
alltaf bara til göngunnar í fyrra og það veitir mér mikinn styrk. Tilfinningin
sem braust fram í fyrra var ólýsanleg; að sjá mannhafið labba niður Skóla-
vörðustíginn mætt til að standa með þolendum gegn gerendum, ég mun lifa
á henni það sem eftir er. Það er mér mjög auðvelt að halda boðskapnum á
lofti, því hann er svo sannur og réttur. Minn draumaheimur er sá að allir Ís-
lendingar meðtaki boðskapinn og fari að endurskoða það hvernig þeir hugsa
um þolendur kynferðisofbeldis og að við sem samfélag horfumst í augu við þá
meðvirkni og þöggun sem við höfum lifað með allt of lengi.
Morgunblaðið/Þórður
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014
Já, planið er að skella mér. Mér finnst þetta
virkilega verðugt málefni og hef bara misst af
einni göngu til þessa.
Sara Rós Þórðardóttir
Nei, ég þarf að vera í vinnunni einmitt á
meðan hún stendur yfir.
Snorri Sigurðsson
Nei, ég verð því miður að vinna á meðan
henni stendur. En mér finnst þetta mjög flott
framtak.
Kristín Björk Ingimarsdóttir
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
SPURNING DAGSINS ÆTLAR ÞÚ Í DRUSLUGÖNGUNA?
Já, ég mun alveg örugglega gera það. Þetta er
málefni sem skiptir miklu máli.
Ólafur Hjörtur Kristjánsson
Morgunblaðið/Kristinn
Sveinn Kjartansson, matreiðslu-
meistari og eigandi Borðstof-
unnar, hefur opnað nýjan veit-
ingastað, AALTO Bistro, sem
er í Norræna húsinu. Hann gefur
lesendum Sunnudagsblaðsins
uppskrift að dásamlegum lamba-
kjötsbollum. Matur 28
Í BLAÐINU
Magnbreyting fiskafla
Jan
2013
2014
Feb Mar Apr Maí Jún
Aflamagn í júní um 40% hærra en í fyrra
Heimild: Hagstofan
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Forsíðumyndin.
Samsett mynd.
Sjósund hefur verið að ryðja sér til rúms hér á
landi. Sífellt fleiri skella sér í sjóinn án þess að blikna
og sumir jafnvel um hávetur.
Sundkappar halda því fram að
iðkunin bæti ónæmiskerfið og
sé holl og góð fyrir líkama og
sál. Heilsa 22
Á Brekkustíg í Vesturbænum býr ljósmyndarinn
Áróra Ásgeirsdóttir. Sunnudagsblaðið bankaði
upp á og fékk að skoða þetta snotra og fallega hús.
Innlit 26
Ísraelska þingkonan
Ayelet Shaked hefur
sætt harðri gagnrýni vegna
orða sem þykja ala á hatri
á Palestínumönnum, ekki
síst konum og börnum.
Hún segir um misskilning
að ræða. 6
María Rut Kristinsdóttir var formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands 2013-2014
og hefur verið talskona Druslugöngunnar síðan 2013.
MARÍA RUT KRISTINSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Druslur og ekki-druslur velkomnar