Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 13
Það sem mér finnst hins vegar verst við veikindin er að mín tilvera bitnar á þeim sem mér þykir vænst um. Félagskerfið hefur verið tregt að taka við sér og nær öll mín að- stoð hefur þurft að koma frá mömmu og kærustunni minni. Það er ömurlegt að horfa upp á þær þreyttar í bakinu og veikar en þurfa samt að biðja þær um hjálp. Þetta finnst mér versti hluti þess að hafa veikst. Félagskerfið virðist líta þannig á að hafi maður einhvern sem er tilbúinn að stökkva inn í að- stæður og hjálpa manni, þá þurfi maður ekki á þjónustu félagskerf- isins að halda. Ég er margbúinn að segja félagsþjónustunni að mamma er í fullu starfi, hún er virtur vís- indamaður og eftirsótt í háskóla- stofnunum um allan heim. En hún getur ekki farið því hún er föst hér heima með mér. Maður upplifir sig sem ankeri í tilveru annarra. Það er ekki góð tilfinning.“ Bitinn af skógarmítli Hvaða greiningu hefurðu fengið á veikindum þínum? „Greining liggur í raun ekki fyrir. Fyrst var ég greindur með heilaæxli og var sagt að bíða í sex mánuði til að sjá hvernig það þróaðist. Ég tók það ekki í mál heldur fór út til Bandaríkjanna á sjúkrahúsið Mayo Clinic. Þar var ég greindur með slæma útgáfu af MS. Þegar ég kom heim aftur hitti ég nýjan lækni, Sverri Bergmann, sem fannst báðar tilgáturnar ólíklegar og þar með var ég aftur orðinn ógreindur. Í dag þykir læknum hins vegar líklegast að þetta hafi verið einhver veira eða baktería, mögulega Lyme disease, sem hlýst af Borrelia-bakteríunni, en hún getur smitast með biti skóg- armítils. Ég var bitinn af skógar- mítli sem barn og fékk engin ein- kenni Lyme disease í æsku en ferðaðist hins vegar víða þegar ég var orðinn eldri og gæti þá hafa sýkst af einhverju öðru, sem hugs- anlega gæti hafa komið gömlu sýk- ingunni af stað.“ Hvað fer í gegnum huga ungs manns sem skyndilega fer að missa mátt? Hvað hélstu að væri að koma fyrir þig? „Í byrjun hélt ég að ég væri bara í lélegu formi. Síðan tók við afneitun en þegar ég gat ekki gengið án þess að draga á eftir mér fæturna, þá kom að því að ég þurfti að horfast í augu við að þetta væri ekki kvefpest sem ég gæti hrist af mér. Á tímabili hélt ég að ég væri að deyja og var búinn að sætta mig við það. Það var sérstök upplifun og frelsandi að ein- hverju leyti. Maður fer í gegnum áfallið, afneitunina og reiðina en kemur síðan út hinum megin – fyrst ég er að deyja, hvað ætla ég þá að gera við þann tíma sem ég á eftir? Þetta gefur hverri mínútu lífsins mikið vægi. Allir vita að þeir munu einhvern tíma deyja en fyrir flestum er sú stund of fjarri til að þeir geri sér grein fyrir því hvaða merkingu það hefur að vera ekki eilífur. Það endurskilgreinir tilveruna að horfast í augu við dauðann. Maður leitar að tilgangi lífsins og finnur hann kannski ekki. Að mínu mati er eng- inn tilgangur með lífinu, sem er gott, því þá getur maður sjálfur val- ið sér sinn tilgang.“ Maður þarf að vera frekur Þú hugðist nýta þér þjónustu fé- lagskerfisins eftir útskrift af sjúkra- húsi. Hvernig var sú upplifun? „Þvílík pína. Ég varð fyrir miklu sjokki þegar ég komst að raun um gang mála í félagskerfinu. Ég bjóst við því að þetta væri eins og tram- pólín sem hjálpaði manni á fætur aftur en þetta er eins og köngulóar- vefur. Maður lendir í kerfinu og ein- faldlega festist. Ég hafði lært um kerfis- og samfélagsgreiningu, sál- fræði og félagsfræði og beitti því sem ég hafði lært á reynslu mína af félagskerfinu, með það í huga að greina mótunaráhrif þessa kerfis á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda. Hvert stýrir kerfið manni? Hvernig á maður að hegða sér? Ég komst að þeirri niðurstöðu að mað- ur þarf að bera sig ótrúlega aum- lega, ef maður á að fá eitthvað. Maður þarf að skilgreina allar þarfir sínar og gefa þær upp fyrirfram, t.d. hversu oft þeir þurfa að fara á klósettið yfir daginn, hversu oft þeir þurfa að borða o.s.frv. Manni er síð- an boðið að hjúkrunarkona komi daglega í heimsókn. Hún stoppar við í hálftíma eða klukkutíma, því hún þarf auðvitað að heimsækja fleiri. Þar af leiðandi þarf maður að forgangsraða þörfum sínum, því það er ekki tími til að sinna öllu. Hvort maður vill pissa eða borða, til dæm- is. Þetta fyrirkomulag gengur engan veginn fyrir mig og í staðinn lendir þetta mestmegnis á mömmu og kærustunni minni. Þetta er mikið stapp, ég hef mætt með lögfræðinga með mér og maður þarf að vera frekur.“ Og ert þú frekur? „Ég kann ekki að vera frekur og finnst leiðinlegt að vera frekur. En svona er kerfið. Þetta er líka sér- staklega furðulegt fyrirkomulag þegar maður hefur það í huga að notendur félagskerfisins eru ein- staklingar sem lent hafa í miklum erfiðleikum, glíma kannski við af- leiðingar slysa, hafa fengið krabba- mein eða geðræna sjúkdóma. Þetta er fólkið sem þarf mest á jákvæðni að halda en hana er ekki að fá í þessu kerfi. Það er líka kaldhæðn- islegt að fólkið sem maður talar við í félagskerfinu er oftast alveg frá- bært – en það hefur bara ekki ákvörðunarvald. Þvert á móti, þá er eins og því sé ætl- að að vera demp- arar fyrir ákvörð- unarvaldið. Þrýstingurinn á kerfið um að spara ræður of miklu. Fatlaðir einstaklingar eiga rétt á stuðningi til heimilishalds, at- vinnusóknar og tómstunda. Því fer hins vegar fjarri að þessu sé öllu sinnt. Vinnsla mála fer í marga hringi. Þetta er skrýtin nálgun. Maður spyr „get- urðu hjálpað mér?“ og svarið er „nei“. Það er áfall að fá slíkt svar þegar maður getur sjálfur enga björg sér veitt.“ Ekkert er ómögulegt Þrátt fyrir fötlun þína fer því fjarri að þú sitjir aðgerðalaus dagana langa, eða hvað? „Það er rétt. Eftir að ég veiktist hef ég farið að mála með pensilinn í munninum og hlaut til þess styrk nú í vor. Það er eitthvað við mál- unina og ég ætla að halda henni áfram. Ég mála mikið náttúru- myndir og eftirspurn eftir verkum er þó nokkur. Svo held ég höfðinu við með námskeiðum sem ég get tekið í gegnum netið. Ég lá lengst í sex mánuði og gat þá einungis hreyft hálsinn og andlitið. Ég var hins vegar með tölvu sem ég stýrði með röddinni, gat horft á fyrirlestra frá erlendum háskólum á netinu og notaði tímann til að læra. Upp á síð- kastið hef ég síðan verið að vinna að verkefni í sambandi við gróðurhús sem ekki eru úr gleri heldur tvö- földu plasti og með sápukúlum á milli laganna. Þetta skilar betri ein- angrun og þar af leiðandi betri orkunýtingu. Ef þetta gengur vel, ætlum við að reyna að búa til lokað vistkerfi inni í gróðurhúsunum. Við sem stöndum að verkefninu höfum í hyggju að gefa grunnskólunum gróðurhús, svo að krakk- arnir geti upplifað hvernig það er að rækta sitt eigið grænmeti.“ Það er göf- ugt markmið. Þú lætur sem sagt gott af þér leiða? „Já, eins og ég get. Ég gæti auðvitað gefið samfélaginu meira, hefði ég til þess betri aðstoð. Ég finn t.d. mik- inn mun þegar ég fer í endurhæf- ingu en hún tekur mjög á mig. Þá daga sem ég er í endurhæfingu þarf ég miklu meiri aðstoð að kvöldi til, einfaldlega af því að ég er örmagna. Þessa aðstoð hef ég ekki og get því ekki sótt endurhæfinguna að því marki sem ég myndi vilja en bind miklar vonir við að komast inn á Reykjalund í haust. En það er nauðsynlegt að gefa af sér til sam- félagsins. Ég á t.d. dróna sem ég hef talsvert notað en einnig lánað, bæði í rannsóknir, t.d. jarðfræði- rannsóknir en einnig í myndatökur, t.d. fyrir eldsvoðann í Skeifunni um daginn. Ég var síðan einn af stofn- endum Flygildafélags Íslands, sem hefur það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun í tengslum við dróna á Íslandi. Á döfinni hjá mér er að fara með drónann upp á hálendi, ná myndum af alþekktum náttúrufyr- irbærum eins og t.d. Herðubreið, en frá nýju sjónarhorni með hjálp flyg- ildisins. Síðan langar mig að mála eftir myndunum. Annað „samfélags- verkefni“ er tengt þrívíddarprent- urum. Ormsson gaf Sprotamiðstöð- inni, fyrirtæki sem starfar að nýsköpun, einn þrívíddarprentara fyrir nokkru. Ég er viðriðinn Sprotamiðstöðina og við fórum með prentarann upp í Myndlistaskóla Reykjavíkur, kynntum fyrir kenn- urum þar tæknina og sögðum þeim að þeir mættu hafa þennan prent- ara, með því skilyrði að þeir héldu námskeið í þrívíddarprentun fyrir krakka. Þetta er tækni sem er að ryðja sér til rúms á mjög mörgum sviðum samfélagsins, m.a. er farið að prenta líffæri, og mér finnst mik- ilvægt að krakkarnir læri strax að nota þetta. Myndlistaskólinn hefur þegar haldið eitt svona námskeið og er að skipuleggja annað. Næsta vet- ur ætlum við síðan að reyna að finna fjármagn til að kaupa betri þrívíddarprentara fyrir námskeiðin, sá sem við fengum gefins er orðinn úreltur, tækninni hefur fleygt fram.“ Verkefnin þín eru ótrúleg – hvernig koma hugmyndirnar til þín? „Maður á alltaf að byrja með þann hugsunarhátt að ekkert sé ómögulegt. Þegar hugmyndin er síðan komin, kemur maður sér aftur inn í raunveruleikann – hvert er næsta skref? Hvað þarf ég að gera til að hugmyndin verði að veru- leika?“ Þú ert greinilega uppfullur af hugmyndum. Hefurðu leitt hugann að því að fara í pólitík? Brandur hlær. „Eitthvað, já. Pí- ratarnir eiga vel við mig. Það höfðar til mín að leyfa sér stöðugt að skoða hlutina í nýju ljósi og finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. En annars held ég að það sé leið- inlegt að starfa í pólitík. Þannig að nei, ég held að ég stefni ekki inn á Alþingi. Mér myndi leiðast.“ Brandur segir að sér finnist mikilvægt að gefa af sér til sam- félagsins. Það hefur hann sannarlega gert. Morgunblaðið/Styrmir Kári * „Allir vita aðþeir munu ein-hvern tíma deyja en fyrir flestum er sú stund of fjarri til að þeir geri sér grein fyrir því hvaða merk- ingu það hefur að vera ekki eilífur.“ 27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Tvöföld hamingja Tvær flugur í einu höggi Bjóddu elskunni þinni skjól með ástarregnslánni gegn veðri og vindum og þið getið hlýjað hvort öðru um leið. Fæst líka í svörtu og kostar 900 kr. Sendum í póstkröfu. S: 528-8200 Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.