Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 Stofutónleikar Gljúfrasteins eru vinsælir meðal áhugafólks um tónlist. Næstu tón- leikar fara fram sunnudaginn 27. júlí kl. 16 og fram mun koma tvíeykið Funi sem sam- anstendur af söng- og kvæðakonunni Báru Grímsdóttur og söngvaskáldinu Chris Fost- er. Á efnisskránni verður bæði íslensk og ensk þjóðlagatónlist en Funi leikur gjarnan þjóðlög í eigin útsetningum. Tvíeykið syngur, leikur á langspil, gítar, kantele og íslenska fiðlu. Textarnir sem eru sungnir eru bæði ný- ir og gamlir, allt frá sálmum og þjóðkvæðum frá 17. öld til kvæða ortra af föður Báru. Funi hefur gefið út geisladiskana Funa og Flúr sem vel var tekið. Ljóst er að áhugaverð dagskrá bíður gesta Gljúfrasteins á sunnudag. Á GLJÚFRASTEINI ÞJÓÐLEGT Tvíeykið Funi leikur þjóðlagatónlist af list. Jón Þorsteinsson tenór og Eyþór Ingi Jónsson organisti koma fram í Akureyrarkirkju. Síðustu Sumartónleikar sumarsins í Akur- eyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 27. júlí kl. 17. Fram koma Jón Þorsteinsson ten- ór og Eyþór Ingi Jónsson organisti en þeir hyggjast flytja íslenska sálma og söngverk eft- ir J.S. Bach og G.F. Händel. Tónlistin eftir þann síðastnefnda er að mestu tekin úr stór- verkinu „Messías“. Jón og Eyþór hafa oft unnið saman áður og þá yfirleitt flutt sálma en þeir leggja sig fram við að draga fram fal- legar laglínur sálmalaganna og að túlka texta þeirra af virðingu og ástúð. Skemmtileg til- breyting hjá þeim frá hefðbundnum flutningi sálma er spunakenndur undirleikur. SUMARTÓNLEIKAR Á AKUREYRI SÁLMATÓNLIST Áhugamenn um myndlist gætu haft gaman af því að leggja leið sína í Grasa- garðinn í Laugardalnum. Þar er fleira að finna en falleg blóm og jurtir en sýning á verkum myndlist- arkonunnar Lilju Bjarkar Egilsdóttur var opnuð síð- astliðinn föstudag í Café Flóru í Grasagarðinum. Á sýningunni vinnur Lilja með rýmið og sýnir málverk og skúlptúra með áherslu á gegnsæi og orku. Lilja Björk hefur starfað við mynd- list frá árinu 1990, mest við konseptlist en undanfarið hefur hún lagt meiri áherslu á málverkið. Lilja hefur verið búsett og starfað erlendis í tvo áratugi. Uppruni hennar, tilfinn- ingaleg tengsl og minningar um íslenska nátt- úru eru áhrifavaldar í verkum hennar. Sýn- ingin stendur til 10. ágúst og er opin daglega á afgreiðslutíma Café Flóru kl. 10-22. LILJA BJÖRK Í CAFÉ FLÓRU UNNIÐ MEÐ RÝMI Lilja setur upp eitt verka sinna. Föstudaginn 25. júlí verður opnuð ljósmynda- og hreyfimynda-sýning í anddyri Norræna hússins. Sýningin ber yfirskrift-ina „Jump in Diorama“ en höfundar hennar eru Annika Dahlsten og Markku Laakso frá Finnlandi. Þau hafa á ferli sín- um lagt áherslu á ljósmyndir, fjölmiðlaverk og gjörninga en verk þeirra hafa verið sýnd víðsvegar, innan Finnlands sem utan. Sýningin „Jump in Diorama“ leggur áherslu á heimildagildi ljósmyndanna og sviðsetningu. Hún ýtir auk þess undir vangavelt- ur um það hvað er „ekta“ og hvað ekki, en listamennirnir tóku myndir og myndbandsbrot í mismunandi náttúrulandslagi í finnska Lapplandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Á sumum mynd- unum gefur einnig að líta dýr og menn og jafnvel slæðast lista- mennirnir sjálfir inn á myndirnar. Þeir eru þá íklæddir Sam- aþjóðbúningum en verkefnið sótti innblástur til föðurafa og -ömmu Marrku Laakso, sem ferðuðust árið 1930 til Þýskalands í þeim tilgangi að verða sýnd sem Samar í dýragörðum. Í ferðinni var fólkið 31 talsins frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og ferðaðist á milli þýskra dýragarða í átta mánuði og skemmti gestum með athöfnum daglegs lífs. Sýningar sem þessar voru vinsælar víða en reynast nú listamönnum innblástur. LJÓSMYNDIR Í NORRÆNA HÚSINU Taka myndir í Samabúningum Listamennirnir skilja eftir sig spor í sandi, kannski í hugum einnig. Ekki er laust við að kuldahrollur fari um áhorfanda þessarar ljósmyndar. INNBLÁSTUR LJÓSMYNDASÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU ER SÓTTUR TIL ÞÝSKRA MANNESKJUSÝNINGA. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Menning Nýverið var dagskrá Tjarnarbíós leik-árið 2014-2015 kynnt en árið mark-ar ákveðin tímamót fyrir sjálfstæðu leikhúsin. Blaðamaður Morgunblaðsins tók Guðmund Inga Þorvaldsson, framkvæmda- stjóra Tjarnarbíós, tali og spurði hann út í komandi leikár og starfsemi Tjarnarbíós. Er það rétt skilið að þetta sé fyrsta heila leikárið hjá ykkur? „Já og nei. Það var leikár í fyrra en þriggja ára samningur okkar við Reykjavík- urborg náðist ekki fyrr en síðustu áramót. Við fórum því af stað með síðasta leikár í ákveðinni óvissu um hvort það gengi upp. Þá voru t.d. ekki nema fjórir leikhópar sem fengu samstarfssamning við Tjarnarbíó en þeir eru fleiri nú. Það má því segja að kom- andi leikár sé hið fyrsta eftir að samið var við Reykjavíkurborg um starfsemi Tjarnar- bíós.“ Merkisberar íslenskrar listar Þriggja ára samningur við Reykjavíkurborg hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir ykkar starfsemi? „Já og mig langar að hrósa borginni. Í fyrsta lagi fyrir að klára framkvæmdir við húsnæði Tjarnarbíós, sem hefur verið langt ferli en ekki síður fyrir að ganga til samn- inga við okkur og sýna þannig grasrótar- starfi í sviðslistum skilning í verki. Það má ekki gleyma því að sumir af okkar helstu merkisberum erlendis á sviði lista eru ein- mitt listamenn á borð við Ragga Kjartans, Vesturport, Ernu Ómarsdóttur og Kviss Búmm Bang, sem öll eiga það sameiginlegt að vera sjálfstætt starfandi sviðslistamenn og vinna Íslandi sess á erlendum vettvangi sem skapandi þjóð.“ Finnst þér skilningur stjórnsýslunnar á sviðslistum þá vera að aukast? „Hugsanlega en fleira kemur einnig til. Listaháskólinn er nú búinn að útskrifa í nokkur ár sviðshöfunda af sérstakri sviðs- höfundabraut. Þetta hefur skapað mjög frjó- an jarðveg fyrir öðruvísi nálgun í sviðs- listum. Fólkið sem vill vinna sjálfstætt og öðruvísi en aðrir sprettur upp úr þessari námsbraut og þetta er ferskur mannauður sem hefur bætt miklu við íslenskar sviðs- listir síðastliðin ár. Síðan má ekki gleyma því fólki sem hefur menntað sig í óhefð- bundnum nálgunum við sviðslistir erlendis og flykkist nú til landsins og auðgar leik- húsið.“ Nýir straumar í leikhúsinu Þið hafið þið fengið til liðs við ykkur marga unga listamenn, eða hvað? „Unga og eldri í bland. Hér hjá okkur eru vissulega margir ungir listamenn en alls ekki eingöngu. Leikstjóri fyrstu frumsýn- ingar ársins, Erling Jóhannesson, er t.d. gríðarlega reyndur og hefur verið í fremstu röð í sjálfstæðu leikhúsi í mörg ár. Með hon- um í uppsetningunni er einvala lið reynslu- mikilla kvenna. Eftir áramót er síðan frum- sýning á Endatafli eftir Samuel Beckett og því leikstýrir Kristín Jóhannesdóttir, einn farsælasti leikstjóri Íslendinga undanfarna áratugi. Grasrót unga fólksins er hins vegar sterk líka og mitt áhugasvið liggur mikið í þeim nýju nálgunum á sviðslistir sem fram koma í grasrótinni.“ Geturðu nefnt dæmi um slíkar nálganir? „Með nýjum nálgunum á ég t.d. við hluti eins og að byrja að vinna út frá hugmynd og án þess að hafa handrit tilbúið, eða þegar byrjað er út frá einhverri hreyfingu eða ákveðnu þema eða þegar fólk blandar saman ólíkum listformum. Nú er algengt að lista- hópar séu samsettir af fólki sem kemur úr ólíkum áttum, t.d. myndlistarfólki, sviðs- listamönnum, textahöfundum, dönsurum o.s.frv. Dæmi um svona hóp er hópurinn Sextán elskendur, þar sem stéttskipting er engin en meðlimir skiptast þess í stað á að stjórna innan hópsins. Sviðslistirnar eru mikið að prófa sig áfram með nýjar nálganir og að blanda saman ólíkum listgreinum.“ Fjölbreytt leikár framundan Margt er á dagskrá Tjarnarbíós á komandi leikári. Er hægt að nefna einhverja há- punkta? „Mér reynist erfitt að nefna eitthvað eitt frekar en annað, dagskráin er öll mjög metnaðarfull. Þó má auðvitað minnast á samstarfsverkefnin okkar, en skv. samstarfs- samningi Tjarnarbíós við Reykjavíkurborg, ber Tjarnarbíói að veita fjórum til sex leik- hópum á ári hverju fría æfingaaðstöðu og sanngjarna skiptingu á miðasölu. Þetta eru þá fullfjármagnaðar sýningar sem eðli máls- ins samkvæmt verða í forgrunni hjá okkur. Þetta verða í ár sýningarnar Róðarí, Lífið – leiksýning um dauðann, Glenna, Útlenski drengurinn, Persónur og leikendur, Endatafl og Hávamál en tvö síðastnefndu verkin eru í umsjón Möguleikhússins.“ Hvað með verkin sem ekki koma til vegna þessa samnings, hvernig er tilkoma þeirra? „Það er misjafnt, sum koma tilbúin til okkar en önnur verkefni fóstrum við. Þá tökum við inn hópa sem hafa góðar hug- myndir en lítið fjármagn. Hóparnir nýta önnur pláss í leikhúsinu en sviðið og hoppa síðan inn á svið þegar það er laust. Þarna er ég gríðarlega spenntur fyrir Draumförum eftir Leif Þór Þorvaldsson. Hann hefur verið LEIKÁRIÐ 2014-2015 Í TJARNARBÍÓI KYNNT Nýjar nálganir í sviðslistum ryðja sér til rúms GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI TJARNARBÍÓS, SEGIR ÓHEFÐBUNDIÐ LEIKHÚS VERA Í SÓKN. HANN VONAST TIL ÞESS AÐ TJARNARBÍÓ VERÐI HJARTA SKÖPUNAR Í REYKJAVÍKURBORG. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.