Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 34
* AFP Ein klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Biker-leðurjakkinn minn án vafa. Hef notað hann vandræðalega mikið frá því hann varð minn og mun gera það áfram. „Must have“ í hvern fataskáp og ég mæli með því að fólk kaupi sér klassískan biker-jakka og leyfi sér jafnvel að eyða nokkrum aukakrónum í hann. Ef gæðin eru góð þá verða barnabörnin ánægð þegar þau erfa flíkina í framtíðinni. Áttu þér uppáhaldstískutímarit eða tískublogg? Ég kaupi oftast franska Vogue og þykist ætla að læra frönskuna betur á því. Þau skand- inavísku veita mér þó mestan innblástur en örugglega vegna þess að þar má finna tísku frá merkj- um sem ég hef efni á. Uppáhalds tímaritið mitt er sænska StyleBy magazine. Það er öðruvísi en önnur, persónulegra og heldur mér þannig betur við lesturinn. Trendnet.is er uppáhalds bloggsíðan mín, að sjálfsögðu (!) en ég fylgist líka með nokkrum skand- inavískum. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Með árunum og reynslunni er ég farin að verða mun varkárari og vandvirkari við kaup mín. Áður fyrr keypti ég meira í minni gæðum og ef mér líkaði eitthvert snið þá keypti ég það í öllum litum. Í dag hef ég snúið þessu við, leyfi mér nokkrar vandaðari „basic“ flíkur og blanda þeim við ódýrari flíkur, ég mæli hiklaust með því. Nú er einmitt tíminn þegar fer að verða gaman að kaupa ný föt. Haustvörurnar fara að detta í búðirnar. Ný árstíð þýðir nefnilega yfirferð á fataskápnum til að koma auga á það sem vantar. Ég er strax komin með nokkur „item“ sem munu láta fataskápnum líða betur. Ég held að flest fatakaup mín eigi sér stað fyrir hin ýmsu tilefni. Þá er gott að hugsa um að flíkin nýtist að tilefninu loknu. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nýi uppáhalds fatahönnuðurinn er vinur minn Jean Paul Gaultier, sem ég var svo heppin að fá að spjalla við á dögunum. Hann hannaði línu sem seld verður í verslunum Lindex í haust og ég bíð með eftirvæntingu eftir útkomunni. Annars fell ég frekar fyrir ákveðnum flíkum í línum hönnuðana eða vissum tímabilum, frekar en hönnuðunum sjálfum. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Það er eins og með fatahönnuðina – ég fell meira fyrir vissum trendum mismunandi tímabila heldur en að heillast að einhverju einu sérstaklega. Tek það besta frá öllum. Þetta besta kemur líka alltaf aftur í nýjum búningum á meðan hitt gleymist. Hvaða þekktu andlit finnst þér með flottan stíl? Það skemmtilegasta sem ég geri er að sitja á stórri verslunargötu og fylgjast með öllum gerðum af fólki og fá þannig innblástur frá óþekktum andlitum. Chloe Sevigny finnst mér svo alltaf flott og svo goðsagnir eins og Jane Birkin eða Françoise Hardy sem dæmi. Hverju er mest af í fataskápnum? Það er langmest af yfirhöfnum í fataskápnum. Maðurinn minn er duglegur að minna mig á það því það er líka sú flík sem ég hleyp líka fyrst að í búðunum. Yfirhafnir setja punktinn yfir i-ið þó þú klæðist sömu flíkunum dag eftir dag innan undir. Látlaust dress með fallegri yfirhöfn klikkar seint. Hvert er uppáhalds „trendið“ þitt fyrir haustið? Það eru nokkur trend sem ég girnist. Mér líkar vel við stuttu beinu gallabuxnasniðin. Rúllu- kragapeysa er á mínum óskalista og svo fíla ég áberandi maskaratrendið – „70s heavy look“. Ég er enn að meta smekkbuxurnar sem hafa aðeins verið áberandi í sumar en verða það meira með haust- inu. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Beisik er best lýsir mér ágætlega. Stíllinn hefur orðið klassískari með aldrinum – einfaldur frá degi til dags á meðan ég reyni að poppa upp lúkkið við betri tilefni. Áttu þér uppáhalds flík? Nýjustu kaupin eiga oft til að verða uppáhalds flíkurnar mínar þangað til ég kaupi næstu nýju flík. Mér þykir vænst um þær flíkur sem ég hef erft þó að þær séu ekk- ert endilega þær flíkur sem ég nota mest. Ég á til dæmis fallega hvíta silkiblússu sem langaamma mín notaði mikið. Hún er flottari en flestar aðrar hvítu skyrtur sem ég á og er mér sérstaklega kær. Vonandi flík sem ég mun nota lengi áfram. Mér finnst líka voða gaman að eiga íslenskt þegar ég er búsett erlendis og á því nokkrar flíkur sem ég nota stolt í útlöndum. Françoise Hardy er með flottan stíl. AFP Elísabet kaupir sér oftast franska Vogue til þess að æfa sig í frönsku. YFIRHAFNIR SETJA PUNKTINN YFIR I-IÐ Beisik er best TÍSKUDROTTINGIN ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR, EIGANDI VEFSÍÐUNNAR TRENDNET.IS, ER ÞEKKT FYRIR AFAR FLOTTAN STÍL OG ER ALLTAF ÓAÐ- FINNANLEG TIL FARA. ELÍSABET FELLUR FREKAR FYRIR ÁKVEÐNUM FLÍKUM Í LÍNUM HÖNNUÐA EN HÖNNUÐUNUM SJÁLFUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Vandaður Bikerjakki er góð fjárfesting. Elísabet ásamt fatahönn- uðinum Jean Paul Gaultier. Tíska Tískukeðjan Vero Moda hefur hafið fram- leiðslu á fallegum og þægilegum íþróttafatn- aði. Nýja línan, sem ber heitið Yas sport, er nú fáanleg í verslunum Vero Moda hér á landi. Fötin, sem er virkilega vönduð, koma í skemmtilegum litum og með áhugaverðum munstrum og smáatriðum. Ný sportlína frá Vero Moda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.