Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 29
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Það er ekkert til, heyrist oft úr eld- húsinu þegar svangt heimilisfólk opnar ísskápinn í von um ein- hverjar kræsingar. Örbylgjuofninn hefur gert marga hugmyndasnauða og blinda á leyndardóma eldhúss- ins. Oftast má finna eitthvað í eld- húsinu sem gera má úr góðan rétt sem er hvort tveggja í senn nær- andi og góður fyrir líkama og sál. Nærri því undantekningalaust er til eitthvert grænmeti og allir eiga egg í eldhúsinu. Það fyrsta sem ætti að koma upp í huga fólks er mat- armikil eggjabaka en hún krefst ekki mikils undirbúnings eða vinnu. Eina sem þarf að gera er að hræra nokkur egg, skera niður grænmet- ið og finna krydd eftir smekk. Sum- ir vilja steikja grænmetið fyrst í stuttan tíma áður en eggjahræran er sett út á heita pönnuna en aðrir kjósa að hafa grænmetið óhitað. Hver sem smekkur manna er þá er þetta einfaldur og léttur réttur og er hægt að nota afgangs skinku, grænmeti og jafnvel rækjur ef þær eru til í frystinum. Nú ef allt bregst og það er raunverulega lítið sem ekkert til er alltaf hægt að bjarga sér með hafragrautnum. Graut- urinn þarf þó ekki að vera bragðlít- ill og daufur. Kanill og epli gera mikið fyrir hafragrautinn og sum- um finnst mjög gott að mauka ban- ana ofan í heitan hafragraut. Eld- húsið er undaheimur og oftast má finna eitthvað sem hræra má sam- an í góðan rétt. Eldað upp úr því sem til er í ísskápnum og eldhússkúffum Í eldhúsinu er oftast að finna nægan mat til að gera hina bestu rétti þó í fyrstu líti út fyrir að ekkert sé til. Morgunblaðið/Kristinn Besta svarið við rigningunni er góð kaka og heitt súkkulaði. Til eru ótelj- andi uppskriftir af kökum og öðrum kræsingum en hér kemur ein einföld og fljótleg uppskrift að döðluköku. DÖÐLUKAKA 500 gr. döðlur ½ dl kókosmjöl 1 ½ dl. kókosólí 1 ½ dl. hafamjöl 100 gr. dökkt súkkulaði 1 banani og ávextir eftir smekk Þeir sem láta döðlurnar ekki liggja í vatn yfir nótt geta soðið þær í örlitlu vatni í 10 mínútur og leyft þeim að kólna í um það bil 15 mínútur þegar búið er að taka þær af hellunni. Kókos- olía er brædd í vatni og sett í mat- vinnsluvél ásamt döðlunum, hafra- mjöli, kókosmjöli og einum banana. Öllu er hrært vel saman í mat- vinnsluvélinni og síðan sett í kökumót. Ágætt er að geyma kökuna inni í ísskáp til að leyfa henni að harðna örlítið og síðan má skreyta hana með ávöxtum og bera hana fram með rjóma. Þá má einnig smyrja á hana rjóma og raða bláberjum, jarðarberjum og vínberjum ofan á og saxað súkkulaði dreift yfir. HEITT SÚKKULAÐI 175 g suðusúkkulaði 2 dl vatn 1 l mjólk Dass af salti Vatnið er hitað að suðu, ekki sjóða það, og súkkulaðið látið bráðna í því. Hræra þarf duglega í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað er bætt út í mjólkinni og hitað upp að suðu. Að lokum er sett salt út í og þá er súkku- laðið tilbúið. Þá er ekkert eftir en að kalla saman vini og fjölskyldu til að njóta. Heitt súkkulaði og góð kaka bætir upp veðrið sem hefur alls ekki verið upp á marga fiska í höfuðborginni í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Heitt súkkulaði og döðlukaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.