Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 HEIMURINN George Harrison en Að minnsta kosti Mariya Putína Ayelet Shaked segir gagnrýn- ina á sig að undanförnu byggða á misskilningi. Runna undan rifjum „vinstrimask- ínunnar“ sem noti hvert tæki- færi til að koma höggi á Ísrael og kenna ríkinu um stríð sem það hafi alls ekki óskað eftir. Í hinni alræmdu fésbókarfærslu um „litlu snákana“ kveðst Shaked hafa verið að vitna til skrifa vinar síns, blaðamanns- ins Uri Elitzur, fyrir tólf árum. Hann er nú látinn. Kjarninn í máli Elitzurs sé að ráðist eitt ríki á börn ann- ars ríkis, svo sem Hamas hafi gert með eldflaugaárásum sínum á Ísrael, geti börn þess ríkis ekki lengur verið óhult heldur. Hafandi sagt þetta ítrekar Shaked það sjónarmið að Ha- mas beri alla ábyrgð á stríðs- ástandinu og þar af leiðandi mannfallinu að undanförnu. „Við viljum gott líf, frið og velmegun öllum íbúum frá ánni Jórdan að Miðjarðarhaf- inu til handa. Blómstri araba- samfélagið blómstrar gyð- ingasamfélagið og öfugt. Svo það sé alveg á hreinu þá for- dæmi ég allar árásir á óbreytta borgara, hvort sem þeir eru gyðingar eða arab- ar,“ segir hún í The Jerusalem Post. „En til þess að ná því markmiði verða þeir [Hamas] að hætta að skjóta eldflaugum á okkur.“ FORDÆMIR ÁRÁSIR Á ÓBREYTTA BORGARA Sjö ára gömul palestínsk stúlka á spít- ala eftir loftárásir Ísraelshers í vikunni. Hún er ung. Hún er falleg.Hún er háskólamenntaðurtölvuverkfræðingur. Hún er líka ísraelskur þingmaður – og ástæðan fyrir því að mér er skapi næst að brenna ísraelska vegabréfið mitt. Bak við þessi stóru augu, þetta saklausa andlit býr nefnilega engill dauðans.“ Á þessum orðum hefst pistill bresk/ísraelsku blaðakonunnar Miru Bar Hillel í breska dagblaðinu In- dependent á dögunum. Konan sem fær þessa voðalegu einkunn er Aye- let Shaked sem situr á ísraelska þinginu, Knesset, fyrir Bayit Ye- hudi-flokkinn. „Það þýðir að hún er vel til hægri við Benjamin Net- anyahu, hafi menn haldið að það væri ekki mögulegt,“ skrifar Bar Hillel. Shaked hefur sætt gagnrýni að undanförnu vegna harðrar afstöðu sinnar gegn Palestínumönnum og hafa fésbókarfærslur hennar farið fyrir brjóstið á fleirum en Bar Hil- lel. Þannig líkti Recep Tayyip Er- dogan, forsætisráðherra Tyrklands, Shaked nýverið við Adolf Hitler. „Létu Palestínumenn orð af þessu tagi falla myndi gjörvöll heims- byggðin fordæma þá,“ sagði Erdog- an. Þar vísaði hann til eftirfarandi fésbókarfærslu: „Bak við sérhvern hryðjuverkamann er fjöldinn allur af körlum og konum sem gera hon- um kleift að vinna voðaverkin. Þau eru öll óvinahermenn og blóðið kemur yfir höfuð þeirra allra [bibl- íutilvitnun, innsk. blm]. Það á líka við um mæður píslarvottanna, sem senda þá til heljar með blómum og kossum. Þær ættu að fylgja sonum sínum, það væri hið fullkomna rétt- læti. Þær eiga að fara, eins heim- ilin, þar sem snákarnir voru aldir. Að öðrum kosti vaxa fleiri litlir snákar úr grasi.“ Spyrjið Palestínumenn Skömmu áður skrifaði Shaked: „Við erum ekki í stríði gegn hryðjuverk- um, ekki í stríði gegn öfgamönnum og ekki einu sinni í stríði gegn pal- estínskum stjórnvöldum. Veruleik- inn er sá að þetta er stríð milli tveggja þjóða. Hver er óvinurinn? Palestínska þjóðin. Hvers vegna? Spyrjið hana, hún kom þessu af stað.“ Mira Bar Hillel segir þessi orð Shaked hafa fengið sig til að hugsa um móðursystur sína, Klöru, og litlu börnin hennar þrjú sem bjuggu í Kraká þegar nasistar réðust þang- að inn árið 1939. „Þeir ákváðu að gyðingar – allir gyðingar – væru óvinurinn og þeim yrði að útrýma, ekki síst konunum og litlu snák- unum sem þær væru að ala upp. „Hvers vegna? Spyrjið þær – þær komu þessu af stað“, eins og nasist- arnir hefðu væntanlega sagt,“ skrif- ar Bar Hillel. Hún kynntist Klöru og börnunum aldrei enda hurfu þau af yfirborði jarðar árið 1942. Sömu sögu má segja um föður- bróður hennar, sem lét lífið í sömu fangabúðum og Anna Frank. „Ég veit hvað það er að vera bjargarlaust fórnarlamb, að lifa og deyja undir oki rasískra kúgara,“ skrifar Bar Hillel. „Ég veit líka að Ísraelsmenn eru ekki lengur fórn- arlömbin, heldur illvirkjarnir í hörmungunum sem nú ganga yfir. Hamas eru sannarlega ömurlegir morðingjar, belgfullir af hatri, sem myndu glaðir uppræta Ísraelsríki væru þeir þess megnugir. Stað- reyndin er á hinn bóginn sú að það er Ísrael sem býr að skriðdrekum, eldflaugum, fallbyssum, kjarnaodd- um og vörnum Golíats, meðan óbreyttir Gazabúar áttu ekkert fyr- ir viku og ennþá minna í dag eftir að sjúkrahús og skólar hafa verið sprengd í loft upp.“ Bar Hillel hryllir við því að fjöldi ísraelskra ungmenna hafi tekið und- ir málflutning Shaked upp á síð- kastið og vitnar til fésbókarfærslna á borð við þessa: „Arabar, megið þið lamast og deyja kvalafullum dauða!“ Bar Hillel furðar sig líka á því að ungmennin séu hvergi bangin við að hengja ljósmyndir af sjálfum sér við færslurnar. Með bros á vör. „Þegar ég sé þessar englaásjónur hvetja kinnroðalaust til þjóðar- morðs gríp ég til ísraelska vega- bréfsins míns og eldspýtna. Ekki í mínu nafni, gott fólk. Ekki í mínu nafni!“ Hvað býr bak við augun? ÍSRAELSKA ÞINGKONAN AYELET SHAKED HEFUR SÆTT HARÐRI GAGNRÝNI AÐ UNDANFÖRNU VEGNA MÁL- FLUTNINGS SEM ÞYKIR ALA Á HATRI Í GARÐ PALEST- ÍNUMANNA, EKKI SÍST KVENNA OG BARNA. HEFUR HENNI MEÐAL ANNARS VERIÐ LÍKT VIÐ ADOLF HITLER. SHAKED SEGIR GAGNRÝNINA BYGGÐA Á MISSKILNINGI. Ayelet Shaked er 38 ára gömul þingkona í Ísrael. Hún er gift og á tvö börn. * Ég veit hvað það er að vera bjargarlaust fórnarlamb,að lifa og deyja undir oki rasískra kúgara.Blaðakonan Mira Bar Hillel.AlþjóðamálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.