Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 49
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Leiðsögn verður um sýn-
inguna Spor í sandi í Lista-
safni Íslands sunnudaginn
27. júlí kl. 14. Um leiðsögn-
ina sér Birgitta Spur sýningarstjóri,
en á sýningunni er farið yfir mörg af
helstu verkum Sigurjóns Ólafssonar.
2
Næstu sumardjasstónleikar
veitingahússins Jómfrúar-
innar verða haldnir laug-
ardaginn 26. júlí kl. 15. Fram
mun koma sveiflukvartett víbrafón-
leikarans Reynis Sigurðssonar en
tónleikarnir fara fram utandyra, á
Jómfrúartorginu. Flutt verður sígild
sveiflutónlist og allir dilla sér í takt.
4
Franski kammerhópurinn
Corpo di Strumenti leikur á
Sumartónleikum á Mývatni,
laugardaginn 26. júlí kl. 21 í
Reykjahlíðarkirkju. Einn meðlima er
fiðluleikarinn Patrick Bismuth sem
spilaði í kvikmyndinni Intouchables.
5
Tónlistarhópurinn Voces
Veritas, sem samanstendur
af Vigdísi Garðarsdóttur
söngkonu og Lárusi Sigurðs-
syni hljóðfæraleikara, ásamt góðum
gestum, hyggur á tónleika í Sólheima-
kirkju laugardaginn 26. júlí kl. 14. Á
efnisskrá verða íslensk þjóðlög og
miðaldatónlist. Vigdís og Lárus hafa
sinnt tónlistarkennslu á Sólheimum.
3
Sunnudaginn 27. júlí kl. 15
mun Særún Lísa Birgisdóttir
þjóðfræðingur vera með leið-
sögn um Árbæjarsafn og
fjalla um sögu samkynhneigðra og
ósýnileika þeirra í íslensku bænda-
samfélagi í samhengi við safnið.
MÆLT MEÐ
1
Sýningin „Hvað sem er“ var opnuð laug-ardaginn 19. júlí í Gallerí Tukt, sýn-ingarsal Hins hússins. Sýningin stend-
ur fram í ágúst og er samsafn verka
fjögurra ungmenna, 16-18 ára, sem tóku þátt
í vinnusmiðjunni 10x10 Reykjavík en smiðjan
gekk út á að skrifa sögur og ljóð. Lista-
mennirnir sem tóku þátt eru Garðar Sigurð-
arson, Kristín Anna Jóhannsdóttir, Magni
Olsen og Sindri Freyr Bjarnason.
„Í hvert sinn sem við hittumst, tókum við
fyrir eitt þema úr mannréttindastefnu
Reykjavíkurborgar, ræddum það og skrif-
uðum síðan út frá þemanu,“ segir Erla
Steinþórsdóttir, stjórnandi vinnusmiðjunnar
og listkennslunemi við LHÍ. „Sem dæmi um
þemu má nefna kyn, kynþátt, trúfrelsi og
uppruna en hugmyndin að vinnusmiðjunni
kviknaði þegar ég sótti um styrk hjá Reykja-
víkurborg fyrir annað verkefni og var spurð
í umsóknarferlinu hvernig verkefnið félli að
mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir Erla
en hún kveður vinnusmiðjuna hafa mælst vel
fyrir. Auk þess að halda sýningu með af-
rakstri smiðjunnar, dreifði Erla verkum
listamannanna um borgina. „Ég plastaði sög-
ur og batt þær við bekki og ljósastaura.
Nær allar sögurnar hafa hins vegar horfið.
Það er dálítið dularfullt en vonandi hefur
fólk einfaldlega verið svona hrifið og viljað
taka verkin með sér heim,“ segir Erla kímin.
Meðfylgjandi er ljóð af sýningunni.
Spældar spurningar
eftir Garðar Sigurðarson
Hvert skulu vegir hugans liggja?
Hverju á ég að trúa?
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Hvað þarf ég að fara langt?
Að hverjum á ég að hlúa?
Ég veit svo mikið, er svo klár.
Vitur miðað við flugu.
Veit samt eiginlega ekki neitt,
það er mjög leitt.
Bara ef ég fyndi smugu.
Hver er guð, þekki ég hann?
Er hann kannski kona?
Hugsanlega margir menn,
ég veit svo afar fátt í senn,
ég bíð bara og vona.
Hvað er guð, hvers eðlis er hann?
Hvernig á ég að vita?
Er hann efni eða orka?
Fer hann stundum út að skokka?
Fer í hús og fær sér mokka.
Nú þarf ég að fara að stoppa.
Þó ég eigi rati.
Guð er allt í plati.
UNGMENNI SKRIFA SÖGUR OG LJÓÐ
Sögum dreift um borgina
ERLA STEINÞÓRSDÓTTIR,
LISTKENNSLUNEMI VIÐ LHÍ,
BAUÐ FJÓRUM UNGMENNUM
TIL VINNUSMIÐJU Í SUMAR.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
F.v.: Sindri Freyr Bjarnason, Garðar Sigurð-
arson, Kristín Anna Jóhannsdóttir og Erla
Steinþórsdóttir. Á mynd vantar Magna Olsen.
að æfa sig í því að vakna upp í draumi (e.
lucid dreaming) og fara síðan út að skoða
stjörnuhimininn. Afrakstur þess verður
spennandi að sjá.“
Eru einhver alþjóðleg verkefni í gangi hjá
ykkur?
„Já, þar má nefna skandinavískan hóp,
Spindrift Theatre, sem hyggst setja upp
Lísu í Undralandi eftir áramót. Í ágúst kem-
ur síðan til okkar stúlka, Elizabeth Liang,
en hún er af mjög fjölþjóðlegum uppruna.
Verkið sem hún flytur kallast ALIEN CITI-
ZEN: An Earth Oddyssey, er eftir hana
sjálfa og fjallar um það hvernig það er að
vera fjöltyngd og koma frá mörgum löndum.
Hvaðan er maður þá og hver er maður?“
Tjarnarbíó skilur sig að nokkru frá hefð-
bundnu leikhúsi.
„Þar komum við aftur inn á nýju nálg-
anirnar. Það er sannarlega mikill uppgangur
í óhefðbundnu leikhúsi en ég tel það alls
ekki þurfa að vera á kostnað hins hefð-
bundna. Þvert á móti, hefðbundið leikhús
þarf að vera til staðar. Það á sér sinn stað
og sinn trygga gestahóp. Mín von er hins
vegar að óhefðbundið leikhús, líkt og Tjarn-
arbíóið er, laði til sín ekki einungis þá sem
sótt hafa leikhús í mörg ár, heldur einnig
þann hóp fólks sem hingað til hefur ekki
fundið sér stað í leikhúsinu. Dagskrá nýs
leikárs er skref í þá átt. Við stefnum að því
að Tjarnarbíó verði heimili sjálfstæðra sviðs-
listamanna og hjarta sköpunar í Reykjavík.“
Guðmundur Ingi, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, á erfitt með að gera upp á milli verka komandi leikárs enda dagskráin metnaðarfull.
Morgunblaðið/Þórður