Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 24
*Auður Ýr Elísabetardóttir myndskreytir tekur aðsér að teikna persónur eftir fyrirspurnum. Mynd-irnar sem eru teiknaðar á þykkan Bristol-pappír eruhandgerðar með bleki. Auður Ýr dregur fram kar-aktereinkenni hvers og eins og setur persónurnar ískemmtilegan búning. Myndirnar kosta frá 3.000krónum og eru því tilvalin brúðar- eða tækifær-
isgjöf. Á Facebook-síðu Auðar, Auður Ýr teiknar,
er hægt að kynna sér myndirnar frekar.
Teiknar karaktera eftir fyrirspurnum
Heimili
og hönnun
V
ið prófuðum að halda
prjónaviðburð fyrir tæp-
um tveimur árum í
Kaupmannahöfn og með
mjög stuttum fyrirvara tókst að
skapa þarna góða stemningu.
Viðburðurinn var haldinn á veg-
um sendiráðsins sem sendi út
boðskort á 200 manns sem
höfðu áhuga á handprjóni,“ segir
Halla Ben prjónahönnuður sem
skipuleggur nú mun stærri
prjónaviðburð á Bryggen næst-
komandi september með áherslu
á að kynna íslenska prjónamenn-
ingu fyrir Dönum en markmið
Bryggen, menningarhúss Íslands,
Færeyja og Grænlands, er að
kynna menningu þess þjóða. Þar
verður Dönum boðið upp á
fyrirlestra, garn, uppskriftir, ör-
námskeið og svokallaðar prjóna-
gönguferðir í tengslum við ís-
lensku ullina.
Íslenskum prjónurum gefst
kostur á því að taka þátt í við-
burðinum og kynna vörur sínar
fyrir Dönum en þónokkrir ís-
lendingar hafa nú þegar boðað
komu sína.
„Við höfum verið að leita að
fólki til þess að koma og kynna
hugmyndir sínar og verk en á
viðburðinum kynna íslenskir
prjónarar meðal annars upp-
skriftir, prjónapakka, tölur og
ferðaþjónustu. Ég hef trú á að
þetta verði rosalega vel heppn-
að. Nú þegar hafa margir ís-
lendingar boðað komu sína en
það er alltaf pláss fyrir fleiri.“
Á viðburðinum fá Danir að
kynnast og upplifa íslensku ull-
ina og möguleika hennar en
Halla segir marga danska prjón-
ara hanna fyrir íslenska ull.
„Íslenska ullin, þrátt fyrir að
vera dýrari í Danmörku en á
Íslandi, er samt sem áður ódýr
miðað við annað garn. Hún býr
yfir þeim eiginleikum að vera
stíf og hrá og það er vanda-
málið með hana að hún stingur.
En ef þú lærir á hana og kynn-
ist henni, þá er hún eitthvað
sem vex við þig.“
Halla segir Dani hafa mikinn áhuga á íslensku ullinni.
Halla Ben stendur fyrir
prjónaviðburði í Bryggen
þar sem íslenskum
prjónurum gefst kostur á
að kynna vörur sínar
fyrir Dönum.
Morgunblaðið/Þórður
HVETUR ÍSLENSKA PRJÓNARA TIL ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT Í PRJÓNAVIÐBURÐI Í KAUPMANNAHÖFN
Íslenska ullin
vinsæl í Danmörku
HELGINA 20. OG 21. SEPTEMBER NÆSTKOMANDI VERÐ-
UR HALDINN PRJÓNAVIÐBURÐUR Í BRYGGEN, MENN-
INGARHÚSI ÍSLANDS, FÆREYJA OG GRÆNLANDS, Í
KAUPMANNAHÖFN SEM BER YFIRSKIFTINA ÍSLENSK ULL
Í DANMÖRKU. HALLA BEN, PRJÓNAHÖNNUÐUR OG
UMSJÓNARMAÐUR VIÐBURÐARINS, SEGIR MIKINN
ÁHUGA Á ÍSLENSKRI ULL Í DANMÖRKU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Í Bryggen verður meðal annars boðið upp á
fyrirlestra, garn og uppskriftir.
Guðrún Bjarnadóttir hefur boðað komu sína á viðburðinn í ár
en hún kynnir meðal annars handlitaða ull.
Mikil aðsókn var á prjónaviðburðinn sem var
haldinn fyrir tæpum tveimur árum.