Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 24
*Auður Ýr Elísabetardóttir myndskreytir tekur aðsér að teikna persónur eftir fyrirspurnum. Mynd-irnar sem eru teiknaðar á þykkan Bristol-pappír eruhandgerðar með bleki. Auður Ýr dregur fram kar-aktereinkenni hvers og eins og setur persónurnar ískemmtilegan búning. Myndirnar kosta frá 3.000krónum og eru því tilvalin brúðar- eða tækifær- isgjöf. Á Facebook-síðu Auðar, Auður Ýr teiknar, er hægt að kynna sér myndirnar frekar. Teiknar karaktera eftir fyrirspurnum Heimili og hönnun V ið prófuðum að halda prjónaviðburð fyrir tæp- um tveimur árum í Kaupmannahöfn og með mjög stuttum fyrirvara tókst að skapa þarna góða stemningu. Viðburðurinn var haldinn á veg- um sendiráðsins sem sendi út boðskort á 200 manns sem höfðu áhuga á handprjóni,“ segir Halla Ben prjónahönnuður sem skipuleggur nú mun stærri prjónaviðburð á Bryggen næst- komandi september með áherslu á að kynna íslenska prjónamenn- ingu fyrir Dönum en markmið Bryggen, menningarhúss Íslands, Færeyja og Grænlands, er að kynna menningu þess þjóða. Þar verður Dönum boðið upp á fyrirlestra, garn, uppskriftir, ör- námskeið og svokallaðar prjóna- gönguferðir í tengslum við ís- lensku ullina. Íslenskum prjónurum gefst kostur á því að taka þátt í við- burðinum og kynna vörur sínar fyrir Dönum en þónokkrir ís- lendingar hafa nú þegar boðað komu sína. „Við höfum verið að leita að fólki til þess að koma og kynna hugmyndir sínar og verk en á viðburðinum kynna íslenskir prjónarar meðal annars upp- skriftir, prjónapakka, tölur og ferðaþjónustu. Ég hef trú á að þetta verði rosalega vel heppn- að. Nú þegar hafa margir ís- lendingar boðað komu sína en það er alltaf pláss fyrir fleiri.“ Á viðburðinum fá Danir að kynnast og upplifa íslensku ull- ina og möguleika hennar en Halla segir marga danska prjón- ara hanna fyrir íslenska ull. „Íslenska ullin, þrátt fyrir að vera dýrari í Danmörku en á Íslandi, er samt sem áður ódýr miðað við annað garn. Hún býr yfir þeim eiginleikum að vera stíf og hrá og það er vanda- málið með hana að hún stingur. En ef þú lærir á hana og kynn- ist henni, þá er hún eitthvað sem vex við þig.“ Halla segir Dani hafa mikinn áhuga á íslensku ullinni. Halla Ben stendur fyrir prjónaviðburði í Bryggen þar sem íslenskum prjónurum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir Dönum. Morgunblaðið/Þórður HVETUR ÍSLENSKA PRJÓNARA TIL ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT Í PRJÓNAVIÐBURÐI Í KAUPMANNAHÖFN Íslenska ullin vinsæl í Danmörku HELGINA 20. OG 21. SEPTEMBER NÆSTKOMANDI VERÐ- UR HALDINN PRJÓNAVIÐBURÐUR Í BRYGGEN, MENN- INGARHÚSI ÍSLANDS, FÆREYJA OG GRÆNLANDS, Í KAUPMANNAHÖFN SEM BER YFIRSKIFTINA ÍSLENSK ULL Í DANMÖRKU. HALLA BEN, PRJÓNAHÖNNUÐUR OG UMSJÓNARMAÐUR VIÐBURÐARINS, SEGIR MIKINN ÁHUGA Á ÍSLENSKRI ULL Í DANMÖRKU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Í Bryggen verður meðal annars boðið upp á fyrirlestra, garn og uppskriftir. Guðrún Bjarnadóttir hefur boðað komu sína á viðburðinn í ár en hún kynnir meðal annars handlitaða ull. Mikil aðsókn var á prjónaviðburðinn sem var haldinn fyrir tæpum tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.