Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014 B arack Hussein Obama II. var boðberi breytinga þegar hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna fyrir rúmum 6 árum. Kyndilberi í kosningum Þar sem Obama er blökkumaður (múlatti raunar) var ljóst að af þeirri ástæðu einni myndi hugsanlegt kjör hans marka þáttaskil. Yfirskrift framboðs hans og inntak þess einnig var loforðið stóra um breytingar og að kjósendur mættu trúa því að hann væri mað- urinn sem væri fær um að tryggja þær. Obama reif upp mikla stemningu heima fyrir í kosn- ingabaráttunni. Sú bylgja reis hátt, þó ekki eins hátt og hin sem reis utan Bandaríkjanna. Þegar frambjóð- andinn hélt ræðu á útifundi í Berlín flykktist fólkið til að hlýða á hann. Var líkast því að rokkstjarna á há- tindi ferils síns væri komin til að halda ókeypis tón- leika. Þegar forsetinn mætti 5 árum síðar til að halda ræðu á sama stað mættu fáir. Kannanir á Íslandi sýndu að fengju eyjarskeggjar að kjósa í þessum bandarísku forsetakosningum fengi Obama rússneskt atkvæðahlutfall frá þeim. Svipaða útkomu og Stalín sovéteinvaldur fékk jafnan frá sínu fólki í kosningum eystra, ef frá er talin sú kosning, þar sem sá mildi skósmiðssonur, eins og íslensk skáld kölluðu fjöldamorðingjann, fékk 113% atkvæðanna. Veruleikinn ber dyra Obama var kosinn forseti og vafalaust er að nær og fjær fylgdu honum góðar óskir. Og væntingarnar voru ríkulegar. Nefnd í Osló, sem úthlutar friðar- verðlaunum Nóbels, og hefur oft sýnt óvenjulega kímnigáfu, veitti Obama umsvifalaust hin miklu verð- laun fyrir það eitt að hafa verið kosinn. Ef eitthvert vit hefði verið í þeirri ákvörðun átti nefndin að veita bandarískum kjósendum þessi „skandinavísku verð- laun“ eins og Richard Nixon kallaði þau. (Pirraður yf- ir því að Kissinger fékk verðlaunin fyrir verk sem unnið var á ábyrgð forsetans). Það væri rangt að halda því fram að Barack Obama hefði verið kosinn forseti eingöngu vegna sektar- kenndar kjósenda yfir ósæmilegri framgöngu við blökkumenn, jafnvel í heila öld og lengur, eftir borg- arastyrjöldina miklu, sem lauk með fullum sigri Lin- colns og hugsjóna hans um jafnrétti kynþáttanna. Það væri líka rangt að halda því fram að stundar- hrifningin ein hefði skolað Obama inn í Hvíta húsið eða að vaxandi þreyta á stefnu forvera hans hefði ráð- ið mestu um árangur hans sem frambjóðanda. Barack Obama naut sín sem frambjóðandi, honum fylgdi nýr blær, annars konar áherslur og ferskur tónn. Það sem staðfestir ótvírætt að fyrrtaldar skýringar væru rangar, hver og ein sér og allar saman, er sú stað- reynd að Obama var endurkjörinn forseti Bandaríkj- anna, eftir fjögur ár í embætti, með sannfærandi hætti og það þótt honum hafi tekist misjafnlega upp í þeirri kosningabaráttu. Umvafinn fjölmiðlum Í forsetatíð sinni hefur Obama notið stuðnings og verndar flestra af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum Bandaríkjanna, ef FOX-stöð Ruperts Murdocks er talin frá. Blöð eins og New York Times og Wash- ington Post hafa raunar ætíð stutt frambjóðendur Demókrataflokksins og þannig hefur NYT í áratugi lýst opinberlega yfir stuðningi við forsetaframbjóð- anda þess flokks. Þótt slík yfirlýsing kunni að vera mikilvæg er hinn samfelldi trúnaður við forseta úr röðum demókrata og óvægin afstaða til forseta úr hinum flokknum sjálfsagt enn mikilvægari. Stuðn- ingur fjölmiðlaveldanna við Obama hefur verið óskor- aður og helst enn, þótt lesa megi á milli lína í frétta- flutningnum að fréttaflytjendunum líður ekki nægilega vel nú, þótt fylgispektin haldi enn. Sýnast þeir líklegir að færa smám saman áherslur sínar frá forsetanum og yfir á Hillary Clinton. Ástæða óróleika hinna fylgispöku fjölmiðla er sú að þeim dylst ekki að kjósendur hafa orðið fyrir vonbrigðum með forset- ann. Ekki er sanngjarnt að segja að Obama forseti hafi brugðist öllum helstu fyrirheitum sínum um breytingar. Auðvitað tekur raunveruleikinn iðulega fram fyrir hendurnar á vel meinandi stjórnmála- mönnum þar vestra sem annars staðar. Þeir, sem vilja gera breytingar, hitta tregðulögmálin fljótt fyrir og þótt slík lögmál séu ekki algild, eins og t.d. þyngd- arlögmál Newtons, eru þau ótrúlega seig. Breytingar eru ekki endilega til bóta og fjölmörg dæmi sýna að óþarfar breytingar eru oftast til bölvunar. Stjórn- málamenn gera breytingar sínar gjarnan í þágu Pét- urs, en á kostnað Páls. Þess vegna er líklegt að Páll taki breytingunum illa. Og þótt „Pétur“ sé fjölmenn- ur og jafnvel miklu fjölmennari en „Páll,“ kann Páll að hafa komið sér vel fyrir, kunna sitthvað fyrir sér og vera ákveðinn í að gefa ekki sitt eftir fyrr en í fulla hnefana. Endi stimpingarnar svo að Páll hafi að lok- um betur, þá kennir Pétur ekki endilega Páli um nið- urstöðuna, heldur stjórnmálamanninum sem loforðin gaf, en tókst ekki að efna. „Svik“ skal það heita, þótt mikið hafi verið reynt. Alheimslöggan er sest við skrifborðið og gengur ekki lengur vaktir * Barack Obama forseti ýtir á aðSeðlabanki Bandaríkjanna flýtisér hægt í aðlögun sinni að eðlilegu ástandi. Forsetinn óttast mjög kosn- ingarnar til þings í nóvember nk. Einkum hræðist hann að meirihluti demókrata í öldungadeildinni kunni að tapast. Reykjavíkurbréf 25.07.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.