Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 19
sem kallað er Fosshöllin. Sturla kynntist
Aspinall vel, var ungur strákur þar á staðn-
um þegar Englendingarnir komu til veiða og
fylgdi hann Aspinall iðulega með ánni. Ráðs-
konuna Guðbjörgu Guðmundsdóttur kölluðu
veiðimennirnir bresku Mary upp á ensku,
ífærusveininn Þórarin Sveinsson, sem síðar
varð kunnur læknir, kölluðu þeir Victor en
Sturla var „the boy“ – strákurinn.
Þessi viðurnefni rifjuðust upp á dögunum
þegar fjórir ættingjar kapteins Aspinalls
komu til veiða í Norðurá. Þeir bera allir
sama ættarnafn, þrír bræður, sonarsynir
bróður kapteinsins, og sonur eins þeirra.
Kapteinninn átti tvær dætur sem eignuðust
ekki afkomendur og þegar þær létust dreifð-
ust eigur kapteinsins á milli frændanna, þar
á meðal stórmerkilegar veiðibækur hans frá
árunum við Norðurá, dagbækur frá þeim
tíma og ljósmyndaalbúm. Veiðifélag Norður-
ár fær að eignast afrit af öllum þessum sögu-
legum gögnum en í þeim má lesa um þetta
fólk, strákinn, Victor og Mary, og um æv-
intýri daganna við ána, meðal annars um við-
ureignina við stóra laxinn sem rifjuð er upp
hér til hliðar, í frásögn Þórarins.
Vissu ekkert hvað varð um hann
„Ég fór oft að veiða með Aspinall og fékk
stundum að veiða silung meðan hann var að
veiða lax, meðal annars í Myrkhyl þar sem
hann veiddi stærsta laxinn. Ég var svolítið
tengdur honum, eins og hundur,“ segir
Sturla og hlær. En í stríðinu rofnaði sam-
band fjölskyldu hans við Aspinall.
„Við vissum ekkert hvað varð um hann,“
segir Sturla. „Hann var ættaður frá Cornwall
og ég fór þangað tvívegis til að leita að hon-
um, fór á knæpur og bari og spurði um nafn
hans, en enginn kannaðist við hann.“
Eftir að grein birtist í hinu kunna stang-
veiðitímariti Trout & Salmon í vetur um
Norðurá, gáfu fyrrnefndir ættingjar kapteins
sig fram við sölufulltrúa árinnar í Englandi
og varð það úr að þeir komu til veiða í lax-
veiðiá frænda síns, með öll hans merku skjöl
í farteskinu. Sturla segir það hafa verið af-
skaplega ánægjulegt að sjá veiðibækur hans
og dagbækur, og að geta sýnt ættingjum
hans húsið á snösinni við Laxfoss þar sem
kapteinninn dvaldi. „Hann bjó þar í meira en
tíu sumur en þetta hús er 107 ára gamalt nú.
Það var gaman fyrir þá að sjá herbergið sem
enn í dag er kallað „Capt. Aspinall-
herbergið“ en þetta er enn sumarhús okkar
fjölskyldunnar.
Þeir komu á sínum tíma saman til veiða
tveir kapteinar, Aspinall og Kennard, og þeir
bjuggu þarna og stunduðu sínar veiðar í
Norðurá, komu seint í júní og veiddu fram
undir miðjan ágúst, ásamt fleiri vinum.
Ég var fimm ára þegar Aspinall kom fyrst
en fimmtán ára þegar hann hætti veiðum svo
ég ólst upp með honum, sumarlangt alltaf
hreint. Ég var alltaf við Laxfoss með fjöl-
skyldu minni á sumrin,“ segir Sturla. Þegar
hann er beðinn um að lýsa Aspinall segir
hann: „Aspinall var öðlingsmaður, mikill ljúf-
lingur. Hann var grannur maður, með yf-
irvaraskegg og með gula fingur því hann
reykti svo mikið. Ég tók strax eftir því sem
lítill strákur. Og þegar hann ræddi við mann
þá hóstaði hann alltaf, það var siður hans;
eftir nokkur orð hóstaði hann, kannski af
reykingunum. Svo var hann alltaf með ensk-
an kúfhatt, með lafandi börðum.“
Þórarinn Sveinsson segir í grein í tímarit-
inu Veiðimanninum árið 1958 að kapteinn
Aspinall hafi verið einn þeirra veiðimanna
„er aldrei snerti við að veiða á maðk. Má
segja að hann notaði alveg eingöngu flugu-
beitu. Veiðitækni hans var afburða formföst
og skynsamleg, svo að af bar. Kom þar í ljós
næmt auga fyrir vatnslagi og reynzla og æf-
ing í veiðitækni. Ég hefi fáa menn séð kasta
betur flugu en hann. Allt var liðlegt og
áreynzlulaust.“
Eignast skyndilega tíu ára sögu
Birna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags
Norðurár, segir að í áranna rás hafi ýmsir
reynt að grafast fyrir um hvað varð af Aspi-
nall og veiðibókum hans, bæði stjórnarmenn
í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og Sturla, án
árangurs. Þar til greinin birtist í tímaritinu
Trout & Salmon og Aspinall-bræðurnir þrír
gáfu sig fram.
„Þeir vildu fá veiðileyfi í ánni og það þótti
okkur dásamlegt,“ segir Birna og bætir við
að þeir hafi þekkt til sögu veiða kapteinsins
á Íslandi að einhverju leyti. „Þeir voru
komnir með veiðidagbækur hans í hendur,
sitt lítið af hverju sagði einn þeirra, og sonur
eins þeirra erfði málverkið af stóra laxinum
sem fræg skrifstofa á Bretlandi sem heldur
utan um allskyns metfiska og afrek veiði-
manna lét gera út frá mælingum og ljós-
myndum af laxinum. Að auki komu fram
dagbækur Aspinalls og þar er til að mynda
talað um drenginn, „the boy“, sem er Sturla
Friðriksson. Þetta eru afar merkileg skjöl,
eins og ljósmyndirnar en á þeim má til dæm-
is sjá fólk sem bjó í Norðurárdal á þessum
tíma.“
Þeir Aspinall-frændur sýndu fulltrúum
veiðifélagsins gögnin á samkomu í veiðihús-
inu við Norðurá og heimiluðu að þau yrðu af-
rituð. „William Daniel, sem er sölufulltrúi ár-
innar í Bretlandi, gaf veiðifélaginu síðan afrit
af málverkinu af laxinum stóra, með leyfi
bræðranna. Það var dásamlegt,“ segir Birna.
„Þarna erum við skyndilega að eignast tíu
ára sögu veiða í Norðurá. Við vissum að
Aspinall hafði verið á þessum tíma við ána,
ásamt félögum sínum, en við vissum lítið
meira um hann eða veiðarnar.
Hann skráir í þessar bækur alla veiði
þessa tíma, skrifar með afar smárri rithönd
sem er næstum eins og koparstunga. Í dag-
bækurnar skráði hann hvað hann aðhafðist á
hverjum degi, hvert hann fór, hvar hann
veiddi og hvernig dagurinn var. Þetta er
skrásetning á daglegu lífi þeirra í dalnum.
Ég get ekki beðið eftir að lesa meira af
þessum bókum. Sturla var líka afar ánægður
að sjá að þetta væri enn allt til, hann var
fyrir löngu farinn að óttast að þetta væri allt
glatað. Hann vissi að Aspinall skráði að
minnsta kosti alla veiði, en dagbækurnar eru
einnig mjög nákvæmar,“ segir Birna.
Hún bætir við að Aspinall hafi verið við
ána öll þessi sumur nema tvisvar sinnum
þegar danski konungurinn kom til veiða í
ánni, sumrin 1930 og 1936, þá vék Aspinall
og veiddi í Þverá á meðan. Konungurinn gisti
í svokölluðu Konungshúsi en starfsfólk hans
og veiðifélagar í Fosshöllinni.
Gengur Aspinall aftur?
Kapteinstignina fékk Geoffrey Aspinall þegar
hann barðist í heimsstyrjöldinni fyrri. Birna
segist hafa komist að því í samtali við frænd-
ur hans að hann hafi verið ágætlega auðugur
maður, enda hefði hann annars ekki getað
eytt öllum sumrum við veiðar hér. Hann var
kvæntur og eignaðist tvær dætur. Í seinna
stríði þjónaði hann konungi sínum og föð-
urlandi í hergagnaverksmiðju á Bretlandi
þar til hann lést, sextugur að aldri.
„Mér heyrist á öllum að hann hafi verið
mjög hæglátur maður, mikil séntilmaður,“
segir Birna. „Ég er að vonast til að ég kynn-
ist honum betur þegar ég les bækur hans –
en svo gengur hann aftur …“
Birna þekkir vel þær sögur, um að hann
sé mögulega enn á ferð við Norðurá.
„Það er talið. Sumir segja hann birtast í
bláu ljósi, aðrir segja hann vera þar sem
leiðbeinanda og beina þeim á rétta staði þeg-
ar þeir eru ekki að veiða neitt. Þá er sagan
um veika manninn í veiðihúsinu, sem var
ónefndur formaður SVFR. Hann veiktist al-
varlega þar og þetta var fyrir tíma síma-
sambands við húsið, en í Reykjavík dreymdi
konuna hans að einhver maður væri bogr-
andi yfir eiginmanninum í veiðihúsinu. Karl-
inn jafnaði sig daginn eftir og það þótti sér-
stakt, því hann var það illa veikur, en þegar
hjónin hittust aftur sagði hún honum draum-
inn. Þau voru svo einhverntímann að skoða
gamlar ljósmyndir og þá sagði hún skyndi-
lega: þetta er maðurinn í draumnum. Það var
kapteinn Aspinall. Hann virðist gera fleira en
aðstoða veiðimenn við ána sjálfa, og bregða
fyrir hjá Myrkhyl.“
Birna segir að lokum að kapteinn Aspinall
hafi um áratugi verið hulinn leyndarhjúpi,
því eftir að hafa verið þetta mörg sumur við
ána og verið kunugur heimamönnum, hvarf
hann svo skyndilega af sjónarsviðinu og eng-
inn vissu hvað varð af honum. „En nú höfum
við fengið svörin og þessar stórmerkilegu
bækur og myndir frá tíma hans hér við ána,“
segir hún.
„Þetta er svolítið eins og að fá gamlan fjöl-
skylduvin heim.“
Dr. Sturla Friðriksson, fyrir miðju, með frændum kapteins
Geoffreys Aspinalls við Fosshöllina, þar sem kapteinnin dvaldi
í ein tíu sumur með glæsilegt útsýn yfir Laxfoss í Norðurá.
Einn Aspinall-frænda afhendir Einari Sigfússyni og Birnu G. Konráðsdóttur dagbækur og myndir til
að afrita. Eins og margra veiðimanna var háttur skráði Aspinall veiðina samviskusamlega.
Í dagbók Aspinalls má lesa ítarlega
frásögn um viðureignina við stór-
laxinn fræga.
sér fljótt í land og hlaupa á eftir laxinum. En
þá tók nú ekki betra við. Þegar áin er í slíkum
vexti, lokar hamraveggur leið þess, er fara
þarf þarna niður með henni. Með lagi má þó
komast nokkuð áleiðis niður með ánni eftir
syllu, sem er allmiklu ofan vatnsborðs, uppi í
berginu. Það kom í minn hlut að taka við
stönginni og fara þessa leið. Var það auðvit-
að minnsti þátturinn og þá um leið eina
ánægjan, sem mér hlotnaðist í þessum leik!
Útrennsli úr Myrkhyl er mest að sunn-
anverðu, en hylurinn liggur niður með berg-
inu að norðanverðu. Hylurinn er mjög djúp-
ur. Langur klapparhryggur liggur í
árbotninum til norðvesturs frá suðurlandinu
og myndar langt lón niður með berginu.
Nú var nauðsynlegt að villa um fyrir þeim
stóra, svo að hann hitti ekki á aðalstraum-
fallið út úr hylnum. Þetta tókst, því að hann
villtist inn í lónið. Þegar hann rak sig á grynn-
ingarnar, sneri hann til baka sömu leið, allt
upp undir þann stað, er hann tók, en þá sneri
hann við aftur og strikaði með flughraða nið-
ur eftir, svo að útlit var fyrir, að línan dygði
ekki, og var komið niður á síðustu vindinga á
hjólinu, er hann stöðvaðist. Og enn tókst að
sveigja hann inn í lónið. Þannig endurtók
þetta sig þrisvar í röð. Þá fór hann að láta sig,
og að lokum var honum landað ofan við
bergið, og færði ég þar í hann – í rauninni áð-
ur en hann var allur –, því að hann synti svo
hægt og silalega. Það var aldeilis upplit á capt.
Aspinall, er hann hafði dregið þennan fallega
fisk. Taldi hann, að nú væri í rauninni óþarft
að veiða meira á sumrinu. Laxinn vó, að mig
minnir, þegar heim kom, 35,5 ensk pund, og
eru það um 33-34 íslenzk pund.
Lax þessi var mældur nákvæmlega og
gjörð eftirlíking af honum. Einnig voru teknar
af honum margar myndir …“ Herbergið í Fosshöllinni þar sem Aspinall dvaldi er enn kennt við hann.
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19