Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 16
Ferðalög og flakk Ferðast í lúxuslest um Spán *Fyrir áhugafólk um lestarferðalög er tilvalið aðskella sér í ferð með Al Andalus-lestinni umSpán. Vagnar lestarinnar voru smíðaðir í Frakk-landi árið 1930 og hafa nú verið gerðir upp íupprunalegri mynd. Innviðir lestarinnar erustórglæsilegir, klefarnir hannaðir í klassískum stílog minna á svítur lúxushótels. Hægt er að velja um ýmsar leiðir en sagt er að ferðalagið í kring- um Andalúsíu sé einstaklega eftirminnilegt. „Jävla svenska sommar,“ tautaði ung stúlka á tvítugs- aldri er hún steig á undan okkur úr lestinni og út í rigninguna, sem þangað til fyrir þremur vikum var tíð- ur gestur í Stokkhólmi. Svíar eru ekki ólíkir Íslend- ingum að því leyti að þeir geta nánast dáið úr áhyggjum yfir því hvort sumarið verður veðursælt og dæsa við minnstu vindhviðu. En herregud, eftir mikið áhyggjuflóð og þungar brúnir í sænskum sumarhúsum skall á hitabylgja. Grátandi nakin sænsk börn í sumarhúsum foreldra sinna tóku gleði sína á ný og höfuðborgin fylltist af lífi og sólþyrstum ferðalöngum hvað- anæva. Þrátt fyrir veður- sældina örlar enn á tautandi Svía. Þetta þykir orðið gott, jafn- vel aðeins of heitt. Of heitt í strætisvögn- unum, of heitt í al- menningsgörðunum og aðeins of heitt í híbýlum hins al- menna borgara Gamla stan. Það er mögulegt að ef maður bölvar sumrinu nógu mikið gefi það eftir og hleypi sólinni í gegn, á hárréttu hitastigi. Eða svona hér um bil. Bestu kveðjur, Rúnar Ingi & Soffía Dóra Espresso-bollinn selst illa yfir sumartímann. Herregud, hitabylgja! Skálað fyrir sumrinu. PÓSTKORT F RÁ SVÍÞJÓÐ Maðurinn í belgnum spái r um næstu sól - arupprás. Vínsmökkun getur flutt fólkheimshorna á milli í hug-anum en fyrir vín-áhugamenn jafnast ekkert á við að heimsækja upprunastaði bragðgóðra vína. Þar kynnast þeir vínunum upp á nýtt, á þeirra heima- slóðum, og skynja hvernig áferð þeirra rímar við landsvæðið í kring, fólkið og matarmenninguna. Vín er ein af mörgum gjöfum náttúrunnar og hver og ein tegund ber einkenni síns landsvæðis. Af þeim sökum geta ferðamenn með áhuga á vínum dýpkað bæði upp- lifun sína og skilning á drykknum með því að heimsækja margvíslegar vínekrur um víða veröld. Tímaritið Wine Enthusiast tók nýlega saman lista yfir athyglisverða áfangastaði fyrir vínáhugamenn og hér að neðan er að finna yfirlit yfir nokkra þeirra: Eyjahafseyjar, Grikklandi Fáir tengja eyjarnar sérstaklega við vínsmökkun en á eyjunni Santorini er stunduð öflug vínrækt, á Ambelos-fjalli á Samos er að finna fjölda vínekra og á Krít eru rauðar og hvítar þrúgur af ýmsum toga ræktaðar. Á öllum eyj- unum þremur eru kjöraðstæður hvað gistingu og matarmenningu varð- ar. Þá eru samgöngur milli eyjanna greiðar og auðvelt að ferðast á milli með ferjum eða í stuttum flugferðum. Besta veðrið er milli apríl og október en sannir vín-nördar ættu að beina sjónum sín- um að uppskerutímanum í ágúst. Texas Hill Country, Bandaríkjunum Stundum er sagt að í Texas sé allt stærra og vínekrurnar þar standa sannarlega undir nafni. Ríkið er fimmti stærsti vínfram- leiðandi Bandaríkjanna og vínræktarsvæðið sem kennt er við Texas Hill Country í ríkinu miðju er hið næststærsta í landinu. Þótt þar hafi að undanförnu sprottið upp fjöldi nýrra brugghúsa og vínsmökkunarstofa hefur svæðið haldið sínum einkennum. Ennþá eru kúrekahattar, þröngar gallabuxur og skotvopn í hlið- arsætum pallbíla á hverju strái og á landsvæðinu í kring standa kaktusar í nakinni einveru og benda til himins. Mendoza, Argentínu Austan við hátinda Andesfjalla, um 1.100 kílómetra vestur af höfuðborginni Buenos Aires, flatmaga tugþúsundir vínekra í og við borgina Mendoza í Arg- entínu. Svæðið í kringum borgina er umfangsmesta vínræktarsvæði Suður- Ameríku og á undanförnum 15 árum hefur víntengdur túrismi þar aukist gríðarlega. Mendoza-borg telst jafnframt ein af níu vín-höfuðborgum heims. Á vínræktarsvæðunum er nú að finna fjölda nýrra hótela, glæsileg brugghús og vandaða matargerðarlist. Úmbría, Ítalíu Héraðið er þekkt undir heitinu „Græna hjarta Ítalíu“ í ljósi þess að það er eina hérað Mið-Ítalíu sem ekki hefur landamæri að sjó. Úmbría hefur meðal annars landamæri við Toscana-hérað og ólíkt þekktari ferðamannastöðum Ítalíu er landsvæði héraðsins að mestu leyti ósnortið. Þar er að finna fallegar hæðir og græna dali þar sem bragðmiklar ólífur og vínþrúgur eru ræktaðar í stórum stíl. Náttúrufegurðin er stórbrotin og þar er jafnframt að finna nokkra glæsilega miðaldabæi sem hafa varðveist. Enginn vínáhugamaður getur heimsótt Úmbríu án þess að bregða sér í smökkun til Montefalco, uppruna- staðar Sagrantino de Montefalco, þekktustu afurðar héraðsins. Languedoc, Frakklandi Stærsta vínræktarsvæði heims er í Languedoc-Roussillon-héraði í Suður- Frakklandi og þar eru ræktaðar margvíslegar þrúgur. Fá brugghús eru með vínsmökkunarstofur sem eru opnar almenningi daglega en auðvelt er að hringja og panta sérstaka tíma í slíkar smakkanir. Þær eru jafnframt iðulega ókeypis. Vínflóra svæðisins er afar fjölbreytt og mörg þekkt vín eiga rætur að rekja þangað. Aðdáendur bragðmikilla rauðvína ættu ekki að láta framhjá sér fara að smakka tegundir frá Pic Saint Loup og Corbiéres. Baden, Þýskalandi Baden-Württemberg er hlýjasta og sólríkasta sambandsríki Þýskalands. Það er í suðvesturhluta landsins og hefur landamæri við Sviss og Frakk- land. Vínhéraðið sem kennt er við Baden er þekkt fyrir framleiðslu úrval- svína. Mikil sól hefur í för með sér að Pinot-þrúgur eru í aðalhlutverki. Mælt er með því að bregða sér í smökkun til Schloss Staufenberg í Dur- bach, stórbrotins kastala sem enn er í eigu markgreifans af Baden. Boðið er upp á kjallaraheimsóknir í kastalann þar sem vín úr tunnum eru smökkuð og borin saman. VÍNÁHUGAMENN GETA AUÐVELDLEGA SAMÞÆTT FERÐALÖG VIÐ ÁSTRÍÐU SÍNA Paradísir vínáhuga- mannsins Í FERÐALÖGUM UM VÍNHÉRUÐ SKYNJA ÁHUGAMENN HVERN- IG ÁFERÐ ÚRVALSVÍNA RÍMAR VIÐ UPPRUNASTAÐI ÞEIRRA Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.