Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 10
* Það er stappað á tjaldstæðinu hjá okkur,allt fullt. Það eru allir á leiðinni austur.
Tjaldvörður í Atlavík í Hallormsstaðaskógi á mánudaginn var.
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
UM ALLT LAND
SUÐURSVEIT
Árlegir tónleikar á
Óskars
frá Hlíð úr ljóðabók hennar Bréfi
Þórdís Sævarsdóttir
ngólfur Steinsson
Óskar Guðnason
DALABYGGÐ
Í tilefni þess
að í ár eru
liðin 800 ár
frá fæðingu
Sturlu
Þórðarsonar
sagnaritara
forseti Íslands.
Unnið er að
breytingum á
í Þorlákshöfn
samkvæmt
á 10 árum.Vorið 1984 afhenti kvenfélagið
Hrönn
undanfarið.
hefjist 1. september,
vegna mikilla snjóa.Veiðarnar eiga að hefjast 20. ágúst
en þjóðgarðsvörður hefur
heimild til að fresta þeim
til 1. september sé það mat
„viðurkenndra aðila” að gæsin
verði ekki tilbúin til veiða, og
beitir nú því ákvæði.
ÍSAFJÖRÐUR
Evrópumeistaramótið í mýrarbolta
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014
Mysingskrem
Bræðið 250 g mysing í 750 g af
rjóma. Hitið eggjarauður og
sykur í u.þ.b. 55 gráður, bætið
4 blöðum af matarlími úti og
hrærið saman við mysinginn
og rjómann. Kælið.
Hvítur súkkulaði-
búðingur
Látið suðu koma upp í 50 g af
rjóma. Hitið 200 g súkkulaði
yfir vatnsbaði. Blandið saman,
og 50 g af sýrðum rjóma. Lát-
ið stífa í kæli. Tilbúið eftir hálf-
tíma eins og mysingskremið.
Setjið í sprautupoka eða
skammtið með skeið á disk.
Rabarbari
Blandið saman í potti 800 g af
vatni og 200 g af sykri. Hýðið
rabarbara og skerið í hæfileg-
an bita. Setjið rabarbarann í
pottinn þegar suðan kemur
upp, færið strax af eldavélinni
og hellið vatninu af.
Kex
Þeytið mjög vel saman 100 g
sykur og 100 g smjör. Bætið
því næst við 100 g af hveiti,
smyrjið þunnt á plötu og bak-
ið við 180 gráðu hita.
Borið fram með ferskum
jarðarberjum. Skreytt með
frostþurrkuðum jarð-
arberjum og sítrónumelissa.
Rabarbara-
eftirréttur
Hinrik Örn Lárusson er 18ára síðan í mars en ræð-ur þó ríkjum í sumar í
eldhúsinu á Hótel Varmahlíð í
Skagafirði. Geri aðrir betur! Ekki
nóg með það; Hinrik hefur þegar
vakið athygli og var ausinn lofi á
matarbloggi á vefnum nýlega.
„Mamma átti Hótel Heklu á
Skeiðum og ég byrjaði þar níu ára
gamall í uppvaskinu. Hún ýtti mér
út í þetta!“ segir Hinrik Örn þeg-
ar forvitnast er um hvers vegna
hann, svo ungur, sé orðinn yf-
irkokkur á veitingastað. Útskýrði
málið svo nánar: „Þegar ég átti að
vinna á herbergjunum nennti ég
því ekki heldur vildi fá að vera í
eldhúsinu til að fylgjast með.“
Í fyrstu fékk Hinrik að fara út
með ruslið en þegar hann var 12
ára leyfði móðirin, Sigrún Lára
Hauksdóttir, drengnum að halda á
hníf í fyrsta skipti og skera græn-
meti. „Ég var í eldhúsinu á sumr-
in og flest kvöld eftir skóla á vet-
urna og 14 ára byrjaði ég að
standa 13 tíma vaktir á hótelinu
með yfirkokknum. Ég fór ekki í
menntaskóla strax eftir 10. bekk
heldur fór að vinna á Hótel Sel-
fossi. Var kokkur þar í tvö sumur,
vann svo á stað í Reykjavík sem
nú heitir Mar og var smátíma á
Hótel Holti.“
Eftir það eldaði Hinrik ofan í
kvikmyndagerðarfólk og tók að
sér að sjá um veislur. „Það er
mjög lærdómsríkt að fara sem víð-
ast. Ég hef farið á milli veit-
ingastaða, stundum verið bara 2-3
daga á hverjum, til að sjá hvernig
menn vinna og spyrja kokkana.
Maður lærir helling af því.“
Hinrik hóf nám í eldhúsinu á
Hótel Sögu í fyrra en eftir sex
mánuði fór hann til Frakklands
ásamt franskri stúlku sem hann
kynntist á vinnustaðnum. „Ég
vann á tveggja stjörnu Michelin-
stað í tvo og hálfan mánuð en eft-
ir það ákváðum við að koma aftur
heim og leituðum okkar að sum-
arvinnu.“
Svanhildur Pálsdóttir, eigandi
hótelsins í Varmahlíð, vann á sín-
um tíma með móður Hinriks; kokk
vantaði á hótelið og hann var rétt-
ur maður á réttum tíma.
Matseðillinn á hótelinu í sumar
er smíð Hinriks og Svanhildar
hótelstjóra. „Ég var í mikilli hug-
myndavinnu úti í Frakklandi og
sendi Svönu uppástungur sem hún
valdi úr. Við viljum frekar vera
með lítinn matseðil og gera allt
frá grunni en bjóða upp á mjög
marga rétti. Við leggjum áherslu á
mat úr héraði og erum til dæmis
með lamb af bæ hótelstjórans.
Bjóðum líka upp á hrossalund,
fáum bleikju frá Hólableikju, allan
annan fisk og mjólkurvörur frá
Sauðárkróki og salat, grænmeti og
kryddjurtir sæki ég í garð-
yrkjustöðina á Laugamýri. Það er
því varla hægt að gera betur í því
að bjóða upp á mat af svæðinu.“
Hinrik fer til Danmerkur í
haust þar sem hann stefnir að því
að læra meira. „Það hefur verið
skemmtilegur leiðangur að komast
þangað sem ég er í dag. Ég hef
alltaf verið yngstur í eldhúsinu,
þurft að sanna mig og tekist það
mjög fljótt. Mér hefur gengið vel
og er mjög sáttur.“
Skrifin um Hinrik á matarblogg-
inu um daginn vöktu athygli. „Það
eru tveir frammi í sal núna sem
komu frá Akureyri til að borða.
Ég held að það hafi örugglega
aldrei gerst áður,“ sagði Hinrik í
vikunni.
VARMAHLÍÐ
Hinrik Örn Lárusson að störfum í eldhúsinu á Hótel Varmahlíð á dögunum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Byrjaði barn
í eldhúsinu
YFIRKOKKURINN Á HÓTEL VARMAHLÍÐ Í SUMAR ER
AÐEINS 18 ÁRA EN HEFUR STRAX VAKIÐ MIKLA ATHYGLI.