Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 23
Þrautir og leikir geta hjálpað okkur að bæta minnið og á netinu má finna fjöldann allan af þroskandi þrautum.
Morgunblaðið/Eggert
Minnið er í raun og veru allt
sem við eigum, þar leynast
allar okkar minningar, þekk-
ing og reynsla. Fólk er
hins vegar misjafnlega
gott í að sækja upplýs-
ingar sem það hefur
geymt einhvers staðar í
fylgsnum hugans og aðrir
eiga jafnvel erfitt með að
mynda þær. Dr. Mary New-
port hefur rannsakað áhrif
kókosolíu á getu fólks til að
muna og fullyrðir að kókosolía hjálpi
til við myndun ákveðinna heila-
frumna sem hjálpa okkur að
muna. Þá er einnig talið mjög
gott að taka inn Omega-3
fitusýrur en nóg er af þeim í
lýsinu sem allir Íslendingar
taka inn á morgnana. Ekki
má heldur gleyma B-
vítamíninu og andoxunar-
efnum sem finna má t.d. í
berjum en berjatínslutíminn er
á næsta leiti. Krossgátur og þraut-
ir eiga einnig að hjálpa okkur en þær
þjálfa heilann og eiga að efla minnið.
HVERNIG BÆTUM VIÐ MINNIÐ?
Kókosolía bætir minnið
andlega og hafa gaman af því sem þú ert að gera. Það tek-
ur tíma að ná árangri og ferlið er upp og niður og því er
andlegi þátturinn mjög mikilvægur.
Hvernig er best að koma sér af stað? Ég myndi
segja að finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg og
getur hugsað þér að gera nokkrum sinnum í viku. Prófa
margt þangað til þú dettur inn á það sem er skemmtilegt
og reyna að finna skemmtilegan fé-
lagsskap því það skiptir svo miklu máli!
Hvað ráðleggurðu fólki
sem vill hreyfa sig
meira? Setja fleiri
æfingar inn í viku-
planið. Skipu-
leggja svo í kring-
um þessar
æfingar. Ekki
vonast til að geta
æft 5 sinnum í viku
heldur ákveddu það
og hvenær þú ætlar
að æfa.
Hvernig heldurðu
þér í formi þegar þú
ferð í frí? Ég á mjög erf-
itt með að hreyfa mig ekki og finn því alltaf
tíma til þess að æfa. Æfingarnar verða kannski
ekki jafn margar eða langar og venjulega, en
halda mér í formi.
Ertu almennt meðvitaður um
mataræðið? Já og það hefur aukist
Jakob Örn Sigurðarson er einn fremsti körfuknattleiksmaður
landsins og hefur spilað í atvinnumennsku frá því að hann lauk
háskólanámi í Bandaríkjunum. Jakob var tvö ár í Mennta-
skólanum í Reykjavík og fór þá sem skiptinemi til Bandaríkj-
anna og var eitt ár í High School í Flórída. Þaðan fór hann í
háskóla og útskrifaðist frá Birmingham-Southern College með
BS-gráðu í viðskiptafræði.
Ekki margir vita að Jakob var ekki síðri í
knattspyrnu en körfubolta og var einn besti
leikmaður KR í yngri flokkum en hann æfði
fótbolta í KR frá 6 ára aldri og fram á ung-
lingsár. Fótboltinn varð þó að víkja fyrir
körfuboltanum sem innst inni var alltaf
ástríða Jakobs en hann byrjaði að æfa 9 ára
gamall með Breiðabliki þar sem faðir hans
þjálfaði en fór síðan 13 ára gamall í KR þar
sem hann hafði æft fótbolta. „Ég varð ís-
landsmeistari með KR árið 2000 og 2009.
Eftir háskólanámið byrjaði ég svo atvinnu-
mannaferilinn. 2005-2006 spilaði ég með
Bayer Leverkusen í Þýskalandi, 2006-2007
spilaði ég með Vigo á Spáni og 2007-2008
spilaði ég með Univer Kecskemet í Ung-
verjalandi. Svo með KR 2008-2009 og eftir
það hef ég verið hjá Sundsvall Dragons í
Svíþjóð og er að byrja mitt sjötta tímabil hér.“
Gælunafn: Kobbi.
Íþróttagrein: Körfubolti.
Hversu oft æfir þú í viku? Yfir tímabilið lyfti ég 2 sinnum í
viku, er á 6-7 körfuboltaæfingum og spila 1-2 leiki.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Æfa vel, vera sterkur
síðustu ár eftir að ég kynntist konunni minni. Hún hefur kennt
mér mikið um mataræði og að elda hollan og hreinan mat.
Mér finnst mjög gaman að elda, þótt hún sjái að mestu um
það, og finnst mjög þægilegt að vita nákvæmlega hvað er í
matnum sem ég borða.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða það
sama hvort sem tímabilið er í gangi eða ég er í sumarfríi. Holl-
ur og hreinn matur úr öllum fæðuflokkum og mikið af ávöxt-
um og hnetum.
Hvaða óhollusta freistar þín? Súkkulaði. Mér finnst í lagi
að fá sér súkkulaði eða það sem mér finnst gott í hófi.
Að taka alla óhollustu út gæti á endanum
haft öfug áhrif.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill
bæta mataræðið? Ég myndi byrja á
því að skipuleggja máltíðirnar í vik-
unni og helst gera matinn sjálfur.
Með því minnkarðu hættuna á að
fara á næsta skyndibitastað þegar
þú verður svangur. Svo myndi ég líka
minnka sykurneyslu.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig?
Er orkumeiri og í betra skapi. Verð eig-
inlega bara leiðinlegur ef ég hreyfi mig
ekki.
Hver eru algeng mistök hjá fólki við
æfingar? Setja sér of há markmið á of
stuttum tíma. Það tekur tíma
að ná árangri.
Hverjar eru fyrir-
myndir þínar? Konan
mín.
KEMPA VIKUNNAR JAKOB ÖRN SIGURÐARSON
Vesturbæingur
með körfuboltann
í genunum
Morgunblaðið/Ómar
*Jakob á erfitt meðað hreyfa sigekkert og segir reglu-
lega hreyfingu bæta
skapið og gefa sér
aukna orku. Þá tekur
hann mataræði sitt al-
varlega en þar er eig-
inkonan hans fyr-
irmynd.
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Heilsa og hreyfing
Langur vinnudagur og sólarleysi getur verið þreytandi en þá er oftast
besta ráðið að koma sér út og ganga, þó ekki sé nema einn stuttan
tuttugu mínútna hring. Það hressir okkur við og bætir skapið þó sól-
in láti ekki sjá sig.
Göngum upp geðið*Hlauptu þegar þú getur, labb-aðu ef þú þarft þess, skríddu afnauðsyn en gefstu aldrei upp!
Dean Karnazes, maraþonhlaupari
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Ertu með
verki í
hnjám eða
ökkla?
Flexor býður mikið úrval af
stuðningshlífum fyrir flest
stoðkerfisvandamál.